Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Qupperneq 14
402 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Molotov og Eystra- saltsríkin EGAR Molotov lét af utanríkisráð- herraembættinu i Rússlandi, fékk hann þann vitnisburð í heimsblöðun- um að hann væri sá maður er hefði „svikið alla“. Nú hefir honum sjálf- um verið mælt með sama mæli, en það afplánar ekki hinar hryllilegu afleið- ingar af svikum hans. Engar af þjóðum þeim, er hann sveik, eru jafn brjóstumkennanlegar og þjóðirnar þrjár, sem byggja Eystra- saltslöndin, Eistur, Lettar og Lithauga- landsmenn. Þær höfðu ekki annað til saka unnið, en að þær vildu vera frjálsar, lifa í friði og starfa. Þær áttu enga sök á því að seinni heimstyrjöld- in brauzt út, og þær höfðu ekki gefið minnstu ástæðu til þess að vera dregn- ai inn í þann hildarleik, né að lönd þeirra yrðu gerð að vígvelli í átökum stærstu þjóðanna á meginlandinu. Saklausar voru þær troðnar undir fót- um innrásarherja og að síðustu svikn- ar í tryggðum með aðstoð föðurlands- svikara og kvislinga. Þessar þrjár smáþjóðir endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, á sama tíma og Is- land fékk sjálfstæði. En sá var mun- urinn, að þær urðu að berjast og vinna sjálfstæði sitt með vopnum. Fram að þeim tima höfðu þær ver- ið kúgaðar um aldir af framandi harð- stjórn, rússnesku keisarastjórninni, líkt og Ukrania, Georgia, Armenía og fleiri smaþjóðir. Að yfirlögðu ráði var reynt að drepa niður þjóðerniskennd fólks- ins og gera það rússneskt. Tungumál þeirra voru bannfærð og rússneska eina löggilta málið í þessum löndum. Með þessu móti átti að fyrirbyggja að þjóðirnar gætu lifað sjálfstæðu menn- ingarlífi. Rússar litu niður á þær eins og þær væri skipaðar einhverjum ó- •'ðri manntegundum. Ei svo fongu þær frelsi, og þá sýndu þær hvað í þeim bjó. A frelsisárunum var -ar »Ut í uppgangi. Unriið var á þjóðieguni grundvelli að uppbyggingu MOLOTOV: Lög frumskóganna á öllum sviðum. Enski vísindamaður- inn J. Hampden-Jackson ferðaðist um löndin rétt fyrir stríðið og ritaði sér- staka bók um Eistland, sem út kom 1941. Þar segir hann svo: „Þótt maður hafi engar hagskýrslur í höndunum, hlýtur maður að taka eftir þeim stór- kostlegu framförum, sem orðið hafa seinustu árin. Ferðamaðurinn undrast það af hve miklu kappi er unnið að húsabyggingum í borgunum, endurbót gatna og samgangna, og nve bjartsýn- ir bændurnir eru þegar þeir koma með vörur sínar á markað". Meðan Rússar réðu þar, hafði verið kyrrstaða á öllu. t borgunum voru íbúðarhúsin úr timbri og venjuiega stráþakin. Þau voru svo lítil að í þeim stærstu gátu aðeins þrjár fjölskyldur búið Götulýsing var sama sem engin. Samgöngutækin og flutningatækin voru hestakerrur og vagnar. Bílar sáust ekki. Og það voru ekki aðrir en hinir allra efnuðustu, sem höfðu ráð ó því að hafa síma. Eftir 20 ár voru löndin gjörbreytt. Borgirnar höfðu verið endurbyggðar og voru nú komin þar stór íbúðarhús úr steinsteypu. Allar götur voru vel lýstar, svo að menn þurftu ekki að ganga um í myrkri á kvöldin, eins og áður var. Rafmagnssporbrautir, bílar og áætlunarbílar önnuðust nú sam- göngur, eigi aðeins innan borgarinnar, heldur langt út fyrir þær. Skólar höfðu verið reistir alls staðar og há- skóli kominn í hverju landi. Bókaút- gáfa hafði margfaldast. I Eistlandi höfðu á þessum árum verið gefnar út fleiri bækur, heldur en á þeim 400 árum, sem landið laut Rússum. Fagrar listir döfnuðu, og leiklistin var komin á mjög hátt stig, þótt miöað væri við hið bezta í heimsborgunum. Iðnaður hafði stóraukist og kjör hinna lægst launuðu verkamanna voru slík, saman borið við verkalaun í Rússlandi á sama tíma, að fyrir vikukaup sitt gat verka- maður keypt: 2 sinnum meira bauð en verkamað- ur í Rússlandi, 7 sinnum meira kjöt, 4 sinnum meira smjör, 5 sinnum meira af fatnaði og skóm. Ameríski blaðamaðurinn alkunni, Knickerbrocker, ferðaðist um Eystra- saltslöndin rétt fyrir stríðið, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að kjör verkamanna þar væri þrisvar sinnum betri heldur en í Rússlandi. Er nú líklegt, að þjóðir, sem höfðu skapað sér slík kjör, væri óðfúsar að ganga undir ok sovétstjórnarinnar? Baltnesku ríkin höfðu gert milli- ríkjasamninga við Rússland. I þessum samningum viðurkenndu Rússar sjálf- stæði þeirra og fullveldi, lýstu því hátíðlega yfir, að Rússland hefði ekki framar neinar kröfur á hendur þeim og hétu því hátíðlega að skerða aldrei sjálfstæði þeirra. En um leið og seinni heimstyrjöldm hófst, heimtuðu Rússar að fá her- bækistöðvar í löndunum og herskipa- lægi. Ef baltnesku löndin yrði ekki við þessum kröfum, mundi rússneski herinn ráðast á þau. Það var Molotov sem bar fram þess- ar kröíur, þvert ofan í milliríkjasamn- ingana og skýlaust loforð um að virða hlutleysi baltnesku landanna. En jafn- framt lýsti hann yfir því, að þetta væri aðeins bráaðbirgðaráðstöfun, og her- inn mundi fara úr löndunum undir ems og friður kæmist á. Smáríkin þrjú urðu að beygja sig fyrir herveldi Rússa. En sérstakir samningar voru gerðir við Molotov um þessa hersetu. Um þessa samninga sagði Molotov á fundi æðsta ráðsins 31. okt. 1939: Þessi samningur byggist á gagn- kvæmri virðingu fyrir sjálfstæði, stjórnskipan og efnahagslífi hlutaðeig- andi ríkja, og hljóta að efla vináttu og friðsamlega sambúð vora og baltnesku ríkjanna. Vér erum einráðir í því að uppi'ylla samningana heiðarlega út í æsar. Og það skal skýrt tekið fram, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.