Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 16
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skálholt ris úr rústum Gissur hviti var frumkvöðull þess að kristni var lögtel i Alþingi árið 1000. Sonur hans og Þórdísar systur Skafta lögsögumanns Þóroddssonar, var ísleifur. Hann stundað ,ám í Saxlandi og varð fyrstur innlendra biskupa hér, vígð- ur í Bremen 1056. Hann bjó í Skálholti. Eftirmaður '-.ans varð Gissur sonur hans, einhver ágætasti maður, sem uppi hefir verið á tslandi. Varð hann mjög harmdauði öllum mönnum og segir svo í Hungurvöku: „Svo fell mörgum manni nær andlát Gissurar biskups, að aldrei gekk úr hug manna meðan þeir lifðu. En það kom ásamt með öllum mönnum, að hans þóttust aldrei iðgjöld fá. Það hefir og verið allra vitra manna mál, að hann hafi af guðs góðgift og sjálfs sinni atgjörvi göfgastur maður verið á tslandi, bæði lærðra manna og ólærðra". Gissur biskup gaf ættaróðal sitt, Skál- holt, til þess að þar skyldi biskupsstóil vera meðan tsland væri byggt. Sátu biskupar þar síðan hver fram af öðrum. Seinastur þeirra var Hannes Finnsson er andaðist sumarið 1796, og siðan hefir Skálholt verið biskupslaust. En nu e» endurreist þess hafin. Reist hefir verið biskupssetur og þar er í smíðum mikil og fögur dómkirkja. (Myndin tii vinstri). — Pragmatisminn — Huldumannssteinn Frh. aí bls. 391 reisa norðan við það. Stóri steinn- inn var rétt á bak við þau. Hann þótti þar fyrir, svo að helmingur hans hefir verið sprengdur, og liggja þar brotin úr honum. Tönsberg sagði mér að þegar lóð hænsabúsins var skert, hafi hann sagt byggingafulltrúa fra steinin- um og ekki mundi rétt að hrófla við honum, því að tvívegis hefði gerzt einkennilegir aíburðir þegar átti að sprengja hann. Bygginga- fulltrúi kímdi að þessari bábilju og var sýnileg. /antrúaðui á mátt stemsins. Ég he t tal ■vii' Hauk Þor- :teinsson, forstjóra Raftækja- vinnustofunnar í Ármúla 14. Hann sagði nér, að þeim hefði ekkert ver; gt iri iteininum þegar þeir fengi lóðina og fóru að byggja. Og hann hafði ekkert um hann heyrt fyr en ég sagði honum fra því sem gerzt hefir í sambandi við steininn, en sú aðvörun kom of seint, því að nú var helmingur steinsins í brotum. Ekki kvað Haukur neitt óhapp hafa komið fyrir þá síðan steinninn var sprengdur, og vonandi kemur ekk- ert óhapp fyrir. Svo virðist sem þeim einum hefnist fyrir er ganga í berhögg við álög vitandi vits, en hinir. sem ekki þekkja álögin, verði ekki fyrir neinu skakkafalli þótt þeir brjóti þau óafvitandi. Munu ekki hin sömu dulræðu lög gilda um þennan stein? Á. Ó. r- Það getur verið þér huggun, að til eru þúsundir manna, sem ekki kunna golf á við þig. En þeir eru flestir svo skynsamir, að leika aldrei golf. Frh. af bls. 401 örfaði framtak og framfarir. Hinir at- hafnasömustu og frjálslyndustu forset- ar Bandaríkjanna Theodore Roosevelt, Wilson og Franklin D. Roosevelt, voru allir undir áhrifum Pragmatismans. Vera má að margir sem trúa fyrst og fremst á auðsöfnun og veraldargengi, telji sig hafa fundið þá réttu heim- speki í Pragmatismanum, en James sjálfur lagðist þó gegn hvoru tveggja: „Óttinn við fátækt er hættulegasti sið- ferðisveikleiki menntamanna. Löngun- in til að græða fé og óttinn við að missa það gerir menn blauða og veld- ur spillingu....Við fyrirlítum þann sem kýs fátæktina fremur en glata sál sinni. Ef hann gengur ekki braut auðs- ins köllum við hann duglausan og metnaðarlausan“. -■— Þegar á allt er lit- ið var heimspeki William James drengi leg tilraun heiðarlegs manns til að svara þörfum aldarinnar og sjá henni fyrir stjörnum til að stýra eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.