Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 1
29. tbl. IRtiyuimW&íiá ing kék Sunnudagur 17. ágúst 1957 XXXII árg, Valtýr Stefánsson: n Eg leynist við hlið þér sem hulda rr EG þykist vita, að lesendur hafi heyrt. Olafs Davíðssonar getið hins sér- kennilega fræðimanns, er lifði mikinn hluta starfsævi sinnar í Höfn, en drukknaði í Hörgá, rúmlega fertugur að aldri, en hafði þá pegar skilað óvenju dagsverki á sviði íslenzkra þjóðfræða — auk þess sem hann hin síðustu ár ævi sinnar hafði lagt stund á rannsóknir á æðri og lægri gróðri landsins. Þjóðsagnasafn hans lá að mestu leyti óprentað, þar til Þorsteinn M. Jónsson, bókaútgefandi á Akureyri, hóf útgáfu þess. En Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ritaði, í tilefni af útgáfu þessari, grein um Ólaf Davíðsson, móðurbróður sinn, í Lesbók Morgun- blaðsins (27. okt. 1935). Eg varð fyrir því láni, að þessi marg- fróði, sannmenntaði og sérkennilegi maður var kennari minn og leiðbein- andi síðustu árin, sem hann lifði. Er hann andaðist, með svo svipleg- um hætti, varð hann harmdauði öllum þeim, sem unnu íslenzkum vísindum og fræðimennsku — en þeim mun sár- ar söknuðu menn hans, sem þeir þekktu hanp betur. Þegar sá sorgaratburður gerðist, var eg 10 ára gamall. Hefi eg valið þann kost, að miða frásögn þessa við það, hvernig atburður og umhverfi komu mér fyrir sjónir á þeim aldri — því það, sem eg á annað borð man frá þeim. Minningar um Ólaf Davíðsson Olafur Daviðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.