Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 2
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dögum, það man eg eins og það hefði skeð í gær. Möðruvellir í Hörgárdal standa vest- an Hörgár, undir allbröttu, háu Möðru- vallafjalli, eða Staðarhnjúk, þar sem Hörgárdalurinn er að mestu opinn til austurs út að Eyjafirði, en gegnt Möðruvöllum, austan Hörgár, er lágur háls, Moldhaugaháls, er lækkar eftir því sem norðar dregur. Gegnt Möðru- völlum, skammt frá árbakka austan- megin, stendur bærinn Hlöð, en niðri við fjörðinn, í svo til beina stefnu frá Möðruvöllum um Hlöð, er hinn forn- frægi staður Gásir, eða Gæsavík. Norðar — í dalsmynninu, beint vest- ur aí Hörgárósum, stendur bærinn Hof, þar sem sr. Davíð Guðmundsson bjó lengi, en Ásláksstaðir eru rétt austan við Hof, nær ánni. Ólafur Davíðsson drukknaði á leið frá Gásum að Möðruvöllum, að kvöldi hins 5. gept. 1903. Hann hafði á þeirri leið komið við á Hlöðum. Þar höfðu menn síðast spurnir af honum. Með nokkurnvegin vissu varð af hestförun- um rakið, hvar hann hefði farið í ána, nokkru sunnan viÍ5 Hlöð. Lík hans fannst nokkru neðar í ánni, að morgni hins 7. sept. Þegar hann fór frá Hlöðum, var hann með stóra grasatínu úr blikki á bakinu. Var tínan full af grjóti, er hann hafði safnað í Gæsavík um daginn. Mig minnir, að tínan hafi verið talin 30—40 pund að þyngd. Ólafur hafði það fyrir sið að skeyta lítt um vöð á Hörgá, þótti ekki taka því, vegna þess hve áin var lítil á haustdaginn. En talið er, að byrði sú, sem hann í þetta sinn hafði á bakinu, hafi orðið til þess, að hann hafi hrökklazt af hestinum, er hestur- inn, sem var traustur vel, steyptist í hyl í ánni. Þegar þetta gerðist, var faðir minn, Stefán Stefánsson, kennari og bóndi á Möðruvöllum, á heimleið aí þingi. Þeir Ólafur og hann voru ákaflega samrýndir, og studdu hvor annan jafnt við vísindastörf sem við annað. Er eg vaknaði um dagmál mánudag- inn 7. sept., heyrði eg gegnum svefn- rofin heimilisfólkið tala í fjarlægum herbergjum, með óvenjulegum mál- hreim, háværar raddir, sem auðheyri- lega voru að tala um einhvern mikils- verðan viðburð. Eg lagði hlustirnar við, án þess að hreyfa mig, heyrði orðaskil gegnum málandann, að hestur hefði fundizt á Ásláksstaðatúni. Hvað kom mér það við? En hvernig stóð á því, að þetta kom nokkrum við? Eg skauzt fram úr rúminu, fram í ganginn, og heyrði þá á máli manna, niðri í eld- húsinu, sem var í kjallara hússins, að nefndur var „Sokki“ í þessu sambandi. Sokki? Ólafur? Hvað hafði komið fyrir? Nú varð eg að fá fulla vitneskju um þetta. Sú fregn hafði borizt til Möðruvalla þá á mánudagsmorguninn, að reið- hestur Ólafs Davíðssonar, brún- sokkóttur klár, hefði staðið í túninu á Ásláksstöðum fyrir neð- an Hof þá um morguninn, með hnakk og beizli. Var Sokki teymdur ' heim að Hofi. En þar var Ólafur ekki. Var þá brugðið við og sent til Möðru- valla, til þess að grennslast eftir, hvort Ólafur hefði náttað sig þar, því þá um sumarið, sem oftar, var hann jöfnum höndum til heimilis á þessum tveimur bæjum, að kalla mátti. En enginn hafði orðið Ólafs var á Möðruvöllum, og fór sendimaður frá Hofi við svo búið. Eg smeygði mér í fötin, án þess að geta geft mér það ljóst, hvort eg ætti að vera hræddur við þessa fregn. — Engan mann þekkti eg þá ólíklegri en Ólaf Davíðsson að fara sér að voða. Mér fannst hann bókstaflega vera sá eini maður þar í sveit, sem væri fær í allt. Úti gat hann legið, hvar sem var, án þess að verða misdægurt. Öll vötn gat hann sjálfur synt. Og örugg- ur ferðamaður var hann, sem að mín- um dómi kunni ráð við öllu. En þegar eg kom á fætur frétti eg, að móðir mín hefði gert sláttumönnum sínum orð á engjar, sem voru fram með Hörgá að hefja tafarlaust leit að Ólafi. Hér var sem sé, í augum fullorðna fólksins, alvara á ferðum. Aðfaranótt fimmtudagsins síðasta hafði Ólafur verið á Möðruvöllum, en ætlað um daginn niður í Gæsavík, að safna ölgum á steinum, í fjörunni þar. Hann kom á Sokka frá Hofi. En Sokki strauk úr Möðruvallahögum um nótt- ina, svo Ólafur frestaði Gæsavíkur- ferðinni. Hefði Sokki ekki strokið, þá hefði Ólafur farið þann dag. Alltaf klúður með þennan Sokka. Og nú kom hann einn upp í Ásláksstaðatún. Ólafur hafði lofað Huldu systur minni, 6 ára gamalli, að hún færi með sér í þessa Gæsavíkurför, til að tína skeljar. En síðan verið súld og leið- indaveður. Og svo kom hann í gær- morgun, á sunnudagsmorguninn, gat ekki frestað ferðinni lengiu-, því að einhver maður úti í löndum þurfti, fyrir haustið, að fá ölgurnar, sem uxu á steinunum í Gæsavík. En á sunnudaginn var vont veður, hryssings norðangjóstur, með rigning- arhraglanda, og gránaði jafnvel í fjöll, svo Hulda gat ekki farið með í því veðri. Þess vegna staðnæmdist Ólafur stutt á Möðruvöllum í það sinn, lét ekki Huldu sjá sig, kom til að afgreiða „Norðurland", skrifa utaná til kaup- enda þar í sveitinni, en blaðið hafði komið innan frá Akureyri á laugar- dagskvöld, — og rétt renndi út úr kaffibolla, sem mamma kom með til hans, og var horfinn út úr dyrunum, áður en eg vissi af. Hvarf hann einhvernveginn skyndi- lega út úr dyrunum, hugsaði eg í barnslegri einfeldni minni? Á þetta að verða í síðasta sinn, sem eg sé hann? Síðasta myndin af honum, þar sem hann gekk álútur út úr forstofunni, og sneri ekki við, þó að eg stæði fyrir aftan hann, en kastaði á mig kveðju og sagði: „Sæll, vinur Valtýr“? Nei, og aftur nei. Þetta gat ekki verið. Hann hlýtiu: að koma. Hann er ekki vanur að gera boð á undan sér. Sveitin er stór, og margar vistarverur úti og inni. Og Sokki tollir aldrei þar sem hann á að vera. En fullorðna fólkið var hrætt um, að Ólafur hefði farið í Hörgá — drukkn- að. Þannig skildist mér hljóðið í því, er fram á daginn kom. Mamma sendi mann yfir að Hlöð- um. Þangað hafði Ólafur komið um kvöldið, á heimleið frá Gæsum. Hann hafði stanzað þar um stund, beðið eft- ir kaffi. Þaðan hafði hann farið í ljósa- skiptunum. (Um kvöldið, eftir að Ólafur fór frá Hlöðum, sátu þau hjónin, Halldór og Ólöf um stund og spjölluðu um Ólaf, einkum um það, hvað af honum myndi verða í ellinni. En þá var hann liðið lík í ánni rétt hjá bænum). Þau hjónin, Halldór og Ólöf höfðu ekki innt hann neitt eftir því, hvort hann ætlaði, að Hofi eða Möðruvöll- um. En slóðin hans var nú rakin frá Hlöðum, suður eftir meluhum, sunnan við túnið, niður eftir melhaus einum sunnanverðum, sem gengur fram í Hörgá, beint gegnt Möðruvöllum, og út í ána, voru spor Sokka rakin og upp úr ánni hinum megin. * 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.