Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Síða 3
LESBÓrt! MORGUNBLAÐSINS 407 Kn þannig hagaði til þarna, að áin var grunn nálægt bakkanum, en hyl- djúpur áll, er kom út í hana miðja. Og þessi áll hafði þarna myndazt í vatnvöxtum um vorið. En eins og allir vissu, skeytti Ólafur aldrei um vöð í Hörgá, því sízt nú haustdaginn, þegar áin var hrælítil. Og oft hafði hann kannske riðið ána þarna áður, áður en állinn myndaðist þarna. Því þetta var í raun og veru í beinustu leið frá Hlöðum að Möðru- völium. Hvað átti eg nú að hugsa, er eg hafði fengið þessi tíðindi öll? Eg gat helzt ekki hugsað neitt. Eirðarlaus allan daginn. Allt heimilisfólkið sömuleiðis. Þær ótrúlegustu getgátur og hug- myndir heyrðust um það, hvar Ólafur gæti verið niður kominn. Eg tók þeim öllum fegins hendi, sem höfðu í sér einhverja lífsvon. Leitinni var haldið áfram meðfram ánni. Einhverjum sýndist allt í einu, að dekkri skuggi væri en vant var í viki einu við eystri brúarstöpul Hörgárbrú- ar, heim frá Möðruvöllum að sjá. Þang- að var þotið samstundis. En þar voru engin óvenjuleg vegsummerki. Og hinn nístandi kvaladagur leið, dagurinn, sem byrjað hafði með alls- konar vonum, en leystist upp í þrot- lausum ótta. Eg smeygði mér inn til vinnumann- anna, er þeir komu heim um kvöldið úr leitinni. Ekki þorði eg að spyrja neins. En eg hlustaði á tal þeirra, og aðrir, sem heima höfðu verið, spurðu. Einn bezti vinur minn í þeirra hópi varð til þess að svipta mig allri von. — Það er engum vafa bundið, sagði hann, hvert hann hefir farið. Við fundum svipuna hans í ánni fyrir framan Sandhólma-síkið. Mér fannst tæplega að þessi maður gæti verið jafngóður vinur minn og áður, sem varð til þess að segja mér frá þessu. En önnur nótt skall yfir Hörgárdal, án þess, að vitað yrði með vissu um afdrif Ólafs Davíðssonar. Nóttin afhjúpaði það, sem enn var óvíst. Þorsteinn Daníelsson, bóndi á Skipa- lóni, hafði verið með í leitinni um daginn. Gott, ef hann hafði þar ekki forystu. Um nóttina dreymdi hann, að Ólaf- ur kom til hans, stuttur í spuna, og i taldi þeim hafa farizt klaufalega leitin. „Eg er fyrir neðan Hólmataglið“, sagði Ólafur í draumi Þorsteins. Þang- að fór Þorsteinn í býtið á mánudags- morguninn. Þar skammt frá fann hann lik Ólafs rekið úr ánni. Líkið var borið frá ánni og beina leið heim að Hofi. Einn af þeim, sem fóru þá ferð, sagði mér siðar, að þeir líkmennirnir hefðu staðnæmzt þar fyrir neðan túnið. Allir höfðu þeir kosið sig undan því hlut- verki, að bera Ólaf liðið lík heim til þeirra Hofshjóna, sr. Davíðs og frú Sigríðar. Einn þeirra tók upp vasa- klút sinn þarna í túnfætinum og breiddi yfir andlit Ólafs. Þegar likmenn voru komnir upp bratta hlaðbrekkuna að Hofi, kom sr. Davíð hvatlega til dyra á móts við þá, vatt sér að líkinu, tók klútinn af and- liti þess, og mælti á þá leið, „að hann vildi engan hégómaskap hafa hér.“ Ekki skildu líkmennirnir til fulls, eftir því sem sögumaður sagði mér, þessi tilþrif sr. Davíðs, hins hægláta, hógværa manns. En á þetta var litið sem svo, að hann að þessu sinni hefði átt erfitt með að dylja geðshræringar sínar, eins og hans annars var vandi. (Sex árum áður hafði Ólafur komið í föðurgarð eftir 15 ára útivist. Sög- una af móttökunum þá sagði sr. Geir Sæmundsson mér, er hann bjó mig til fermingar, sem eitt hið ákjósanlegasta dæmi um fyrirgefningu). Vínhneigð Ólafs var kennt um, að hann lauk ekki námi, og var hún talin ógæfa hans. Þannig mun faðir hans hafa litið á. Fargjöld höfðu honum verið send nokkrum sinnum, en þau fariC sína leið, og Ólafur setið þar, sem hann var kominn. Er sr. Davið hafði ekki fyrr leitt hann til stofu heima á Hofi, er hann loks kom heim, en hann mælti við son sinn þessum orðum: — Fyrst þú nú ert kominn heim, Ól- afur minn, heldurðu við ættum ekki að fá okkur „einn gráann“? — Aldrei skyldi það skemma, sagði Ólafur, en það var orðtax hans. Og drukku þeir feðgar sáttabikar sinn í dönsku kornbrennivíni. Þegar boð komu til Möðruvalla um líkfundinn, var eg staddur úti á hlaði. Vissan um, að eg hefði misst Ólaf Daviðsson, gagntók mig með skelfmgu. Jafnaldri minn og leikbróðir, Hall- grímur Sigtryggsson, var þar nálægt. Það var eins um hann. Við þutum 1 felur og skældum hamslaust. Við ætl- uðum að bera harm okkar tveir, láta hitt fólkið og allan heiminn vera utan við það. En hvemig áttum við að geta lifað án Ólafs Davíðssonar? Það var okkur ráðgáta, hörmuleg tilhugsun — missa manninn, sem allt vissi milli himins og jarðar, sem við þurftum að vita, og ætlaði að kenna okkur allt, sem við gátum lært. Því kennsla hans var aldrei kennsla í þess orðs leiðinlegu merkingu. Kennsla hans var hand- leiðsla og leikur, þar sem hver dagur átti mörg fagnaðarefni. Hann var leik- bróðir og kennari í senn. Slíkan mann myndum við aldrei fyrirhitta á lífs- leiðinni, sem eins og hann gat sett sig í okkar spor, með alla sína þekkingu og lífsreynslu, sezt á bekk með börn- um eins og okkur. Um kvöldið, þegar vinnumennirmr voru fyrir stundu komnir heim, kallaði Grímur á mig upp á „Öskuhól". Hann hafði frá tíðindúm að segja. — Veiztu hvað, segir hann. — Þeir fundu hann við litla hólmann, þar sem við tíndum Eyrarrósir með honum um daginn, þeir losuðu grjótið úr grasa- tínunni hans þar á eyrinni. En til þess var sú forsaga: Við höfðum setið niður í Neskots- hólum sólbjartan dag, til þess að gæta kúnna, er voru á beit úti í Nesflóa. Kýrnar böðuðu sig í sól og efju og voru hinar makindalegustu, svo við höfðum gott næði til hvers sem var, en höfðum ekki fundið neitt verkefni fyrir daginn. Allt í einu er Ólafur þar kominn. Hann sér og skilur iðjuleysi okkar og segir, að nú sé það mátulegt, að við „botaniserum" með sér. Upphefð okk- ar var ekki lítil, er við heyrðum, að við gætum gert gagn í þeim vingarði. Þannig var mál með vexti, að Ólafur þurfti að senda ákveðna tegund aí Eyrarrós til Austurríkis. Hann þurfti, að mig minnir, 250 eintök. Tegund þessi óx í litlum hólma í Hörgá, þar skammt frá, en hægt að ganga í hólmann þurr- um fótum, er áin var lítil. Við erum léttstígir með Ólafi út í hólmann. Og brátt er komið nóg í grasatínuna af Eyrarrós. En þá var að endurgreiða okkur fyr- ir aðstoðina. Vestan við nólma þenna var lygn hylur. Fyrst tók Ólafur að b

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.