Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 4
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kenna okkur að flytja kerlingar þar, •ftir „kunstarinnar reglum“. En þeg- ar við vorum taldir fullnuma í þeirri list, segir Ólafur: — Jæja, strákar. Nú er bezt, að eg aýni ykkur, hvernig maður fer að synda. Og síðan fletti hann sig klæðum, og lagðist til sunds yfir hylinn. Hann synti þar fram og aftur um stund, og sneri síðan að hólmanum, þar sem við stóðum. — Á ég að senda ykkur út í vatnið og sækja ykkur svo?, sagði hann. Við færðumst undan því. En næsta sumar ætlaði hann að kenna okkur að synda þarna í hylnum. I þetta skipti skyldum við þó læra, sð hræðast ekki vatnið, óttast ekki þessa á, sem var svo lítil og ómerkileg í augum Ólafs. Hann sagði okkur að vaða út í strenginn í ánni austan við hólmann. Hann vildi sjá hve langt við þyrðum að vaða. Kannske komizt þið yfir ána, sagði hann, ef þið eruð nægilega vogaðir. — En þó straumur taki ykkur og kasti ykkur flötum, þá gerir það ekk- ert tU, því að eg er hérna hjá ykkur cg get sótt ykkur út í strauminn. Svona var hann í okkar augum, yfir- maður og herra þessarar ár. Lengra og lengra óðum við út í strenginn, eftir hans fyrirsögn, en þó ekki svo langt, að við dyttum, heldur leituðum sama lands, því geigur var í ckkur við strauminn, þó hjálpin væri svona nærri. Svona var allt! Aldrei tindum við Maríuvönd oftar með Ólafi, aldrei sýndi hann okkur neitt oftar, né kenndi. Og nú lá steinahrúgan úr grasatínunni hans á hólmanum, þar sem við vorum að leika okkur fyrir nokkrum dögum, þar voru þeir, með ölgunum á, sem áttu að fara á náttúru- gripasafn í útlöndum. Þarna voru þess- ir steinar, sem hann hafði steypzt með ofan í hylinn, grjótið, sem kannske hafði rotað hann, eða dregið hann í djúpið, svo hann gat ekki tekið þau sundtök, sem hann hafði sýnt okkur •inmitt þarna. Gat veruleikinn verið svona líkur til- búinni sorgarsögu? Hvernig áttum við, tíu ára gamlir, að geta lifað og orðið fullorðnir menn, ef mannslífið gat orð- ið svona afskaplega ömurlegt? Aðfaranótt föstudags kom faðir minn keim af þingi. Hann haíði verið sam- ferða fleiri norðanþingmönnum land- veg. Þeir áttu von á, að Ólafur mætti þeim í Öxnadalnum. Þeir höfðu hlakk- að til þeirra samfunda. Þangað fór móðir mín til móts við þá. 25 kílómetra veg frá Möðruvöllum mætti þeim, nokkurra daga gömul, fregnin um and- lát Ólafs. Svo lengi voru markverðar fréttir að berast um landið í þá daga. Sunnudaginn 12. september var sunnanblær og sólskin yfir dalnum. Þegar við vorum að borða morgun- matinn, sagði pabbi við okkur systkin- in: — Nú í dag fer eg út að Hofi. Þið megið koma með mér. Eg fann strax, að hann ætlaðist til þess. Við förum gangandi, sagði hann, svo fólkið ó Hofi hafi ekkert umstang með hest- ana. Við lögðum af stað um nón. Á leið- inni út Spónsgerðisholt og niður fyrir Neskotshóla, var pabbi við og við að sýna okkur blóm, sem voru á vegi okkar. Eg fann vel, að hann hafði í huga hve mikið við hefðum misst, börnin hans. Og hann vildi koma þar í staðinn, þó hann muni hafa vitað sem var, að oftast hamlaði annriki honum og allskonar skyldustörf. Eg gekk við hönd hans í hálfgerðri leiðslu. Þetta sem framundan var, var svo yfirgengilega óskiljanlegt. — Að eiga nú í dag að sjá Ólaf, sjá hann sjálfan, þó hann væri farinn fyrir fullt og allt. Tilhlökkun og kvíði börðust um í huga mér. Þegar við komum út á Möðruvalla- nesið, lögðum við lykkju á leið okkar og gengum fram hjá hólmanum, þar sem við á dögunum tíndum Eyrar- rósirnar. Skotraði eg augunum út í hólmann, til þess að vita, hvort eg sæi steinana úr grasatínunni. Jú, þarna á miðjum hólmanum, þar sem hæst bar á, var ofur lítil steina- hrúga. Ekki sagði eg pabba um stein- ana. Mér fannst það myndu auka harm hans, að sjá þessa þungu hnullunga, með fjörugróðrinum á, þetta misk- unnarlausa grjót, sem hafði rotað bezta vin hans, eða dregið hann niður í Hörgárhyl og drekkt honum. Engra harma skyldi eg auka honum með því að láta hann standa augliti til auglits við þetta grjót. Hér var sem eg sæi þá, með þaralí- um á, brimsorfna, saltborna, máske með alls konar skrípamyndum úr þara og salti. Þarna lágu þeir í hrúgu í hólmanum, og biðu eftir því að gleym- ast. Svo kemur veturinn og ísalög á ána. Kannske standa þá aðeins efstu hnull- ungarnir upp úr. Og svo kemur straum- ur yfir ísinn og veltir þeim á undan sér, eitthvað í burtu. En hinir festast í ísinn. Og svo kemur leysingin, og áin brýtur af sér, og þeytir jökunum og steinahrúgan tvistrast og eyðist, svo enginn getur þekkt og fundið hnull- ungana, sem drápu Ólaf Davíðsson fyrir mér, og fyrir öllum, sem þótti vænt um hann, og eyðilögðu allt, sem hann átti eftir að géra í lífinu. Við vorum ekki fyrr komin upp á bæjarhólinn á Hofi, en sr. Davíð kom út á móti okkur. Hann ávarpar okk- ur glaðlegur í bragði og segir: — Þarna komið þið, göngumóð, og verið þið öll velkomin. Faðir minn svaraði eitthvað á þá leið, að göngumóður væri víst hann einn — sem betur færi —, því að við börnin værum léttari en hann upp á fótinn. Eg ætlaði varla að trúa mínum eig- in augum, er eg sá sr. Davíð með svona yfirbragði. Hvernig er þetta, hugsaði eg með mér. Bítur ekkert á þetta gamla fólk? Þolir það allt heimsins mótlæti, hvað sem á dynur? Er inn kom, var mér fyrst litið á frú Sigríði — frúna á Hofi, svo hét hún alltaf. Var hún með sama yfir- bragði og síra Davíð? Mér var nærri því hugarhægð í því að sjá, að svo var ekki. Frúin á Hofi var öðruvisi en aðra daga. Hún gekk um eins og í leiðslu. Þó hún sæi okkur, talaði og tæki í hendina á okkur, var eins og hún sjálf væri langt í burtu — hún átti ekki heima heima hjá sér. Hún, sem hafði svo sterkt handtak, hlý og björt augu, hún, sem venjulegagathorft á mann, með sínu sterka augnaráði, eins og læsi í huga manna, hún horfði ekki á neinn í dag. Við vorum leidd inn í hjónaherberg- ið í suðurenda hússins, án þess að fara venjulega leið gegnum stássstofuna. Þar sá eg strax, að líkið myndi vera. Við settumst systkinin á rúm gömlu hjónanna, meðan þeir sr. Davíð og pabbi töluðu saman. Gegnt okkur í herberginu var púffið, sem sr. Davíð sat venjulega á, er hann var við rit- störf, en á veggnum uppi yfir hékk stór mynd af Marteini Lúther, með hrokkið hár og stóran fjaðrapenna, eins cg Hjaltalín á Möðruvöllum not- aðL i 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.