Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Síða 6
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Notie Dame ELDINGAR YFIR PARÍS Eftir Jóhannes Helga LA SLAVIA stendur á sóltjöldum veit- ingahúsanna og undir þeim glasa- glaumur og ys frá fólki, sem drekkur bjór og horfir letilega á götulifið; lipr- ir þjónar á þönum, sumir með gylta borða eins og aðmírálar og borðinn er hættumerki: dýrir staðir — og þá þarf landinn að forðast. Sól yfir borginni, 35 stiga hitabylgja lónar um hana, vasaklútar tíðum á lofti og þungur dynur frá hröðum akstri á haglega samsettu hnullunga- grjóti breiðgötunnar. Hér mætir okkur hottentotti. síðan þokkagyðja indversk, búin á vísu síns lands og þarna slangrar illa haldið Arabagrey, þá Malaji — og fjörlegt par fylgir fast á eftir, hún hvít sem xnjöll, hann svartur sem kol. Þau hald- ast í hendur fyrir aftan bak eins og eiður er elskenda hér. Svo kyssast þau allt í einu á göngunni, heit og móð, og svo glaður er negrinn yfir þessu óllu, stúlkunni hvítu og tilverunni, að hann ræður ekki almennilega við lapp- írnar á sér, sem sagt mjög svo fjöl- íkrúðugt götulíf. Frönsk börn eru mikið augnagaman cg nú mætir okkur skóladrengur, virðulegur í fasi, franskur þokki, létt- leiki og styrkur, í hverri hreyfingu — og er ekki annað að sjá en að hann haldi á töskunni á visindalegan hátt. Svo brosir hann vegna myndatökunn- ar, það er eins og kveikt sé á lamba, stutt prúðmannleg uppljómun — og hann er að baki. Hér förum við svo niður, sláumst í hóp með hraðstígu fólki á leið niður gangana til neðanjarðarlestanna — og þarna kemur okkar upplýst og hvæs- andi út úr myrkum göngunum. Þær fáu sekúndur sem lestin stendur við bregður lestarstjórinn á glens við stúlk- una með miðagatarann, og það eru fyrstu kynni okkar af anda hversdags- lífsins franska, húmor frá morgni til kvölds og áreynslulaus kurteisi og góðvild. Svo þjóta stöðvarnar hjá: Le Peletier, Opéra, Piramides og við styttum okkur stund með því að lesa aðvaranir írá virðulegri lækna- akademíu þess eínis, að vin sé óhollt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.