Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 8
411 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS auös og metorða og guldu með lífi línu að vera tákn gerspillts stjórnar- fars. Og lágt hafa þeir lagzt sem réðu hér húsum á dögum byltingarinnar; hér eru sem sé dyrnar að vistarveru Marie Antoiniette — og þær eru áber- andi lágar. Dyrnar voru lækkaðar fyr- ir komu drottningar til þess að hún þyrfti að beygja sig þegar hún gengi inn. heir gáfu sér tíma til að standa í þess konar stússi í allri önn bylting- arinnar, forkólfarnir hér. Hér er svo blaðið úr fallöxinni, boltað í vegginn, og fóikið þuklar það með áfergju, sennilega til að geta sagzt hafa komið við það, undarleg tilhneiging það. Og mannkertið, leiðsögumaðurinn, bregð- ur enn á glens. Þá höfum við ekki skap í okkur til að elta hann lengur og hverfum fram í fordyrið með við- komu í herbergi Marie Antoiniette, og þegar við gluggum í póstkortin sem eru á boðstólum, rekumst við á nokk- uð sem stingur undarlega í stúf við kynni okkar af franskri menningu fyrr og síðar: Það er engu likara en hér eimi enn eftir af sadismanum sem brýtur af sér bönd í byltingum og styrjöldum og ríkti óbeizlaður í þessu húsi um skeið. Þarna er póstkort með ljósprentaðri teikningu af lífláti drottn- ingar; böðullinn veifar höfðinu til múgsins, en aðstoðarmenn sjást bera höfuðlausan líkamann á brott. Svona nokkuð kunnum við ekki að meta og yfirgefum staðinn, Við fáum okkur bjórglas á Rue Royale, þaðan sem sést yfir eitt feg- ursta torg heimsins, Place de la Con- corde, þar sem fallöxin stóð áður, en obeleskinn stendur nú, 34 alda gam- all frá rústum Þebu, og ber við Palais Bourbon. Gömul og mædd kona, sem örlögin hafa selt undir miskunnsemi meðborgaranna, kemur að veitinga- staðnum; bljúg og skjálfhent tekur hún upp fiðlu og byrjar að leika og leikur falskt; kannski vegna þess, að hún er hrædd við að verða flæmd burtu. Og auðvitað eru elskendur hér* á næstu grösum, haldast í hendur, lúta hvort að öðru og horfast þögul í augu. Skynja ekkert í veröldinni nema augu hvers annars og hún fer grönnum fingrum um varir hans, en hann er óvirkur þessa stundina; sóltjaldið yfir okkur dumbrautt og bjórinn og koníakið lýs- ir eins og gull í sólarljósinu og gamla konan leikur fyrir okkur á fiðluna sina. En heyrum við ekki aðra hljóma neðan frá Place de la Concorda, trumbuslátt sem yfirgnæfir eins og brimgnýr viðkvæma tóna gömlu kon- unnar og óstýrilátur múgur á iði á torginu; á aftökupallinum sér á snoð- að höfuð fagurrar konu, sem lyftir nú óvirtu höfði’sínu síðasta sinn og horfir hnarreist og stollt yfir múginn til hofs Badaleine fyrir enda Rue Royale, en múgurinn sem konungsveldið hefur átt stærstan þátt í að skrílmenna, hrópar á blóð konunnar. Og Marie Antoinette, saklaust fórnarlamb réttlátrar bylting- ar, móðir barna og drottning Frakk- lands, krýpur á kné — og lýtur örlög- um sínum og böðli. 120 franca, merci monsieur, merci, og pjáturdisknum er hvolft til merkis um að borðið sé greitt, en gamla kon- an leggur frá sér fiðluna og gengur um með blikklok, bærir varirnar en segir ekkert, hún ber úr býtum nokkra franka, þakkar með einu iagi, burðast svo við að brosa til fólksms um leið og hún gengur burt, en enginn lítur við henni, nema kannski við af því að við erum útlendingar og svona hlut- um óvanir, en einn gesturinn sýnir okkur mannslund sína og hrópar á eftir henni tjut — tjut — tjut, af því að hún hefur leikið falskt. — Mann- eskjan á það til að sýna mikilleik sinn svona óvænt á ólíklegustu stöðum og við ólíkustu tækifæri. Hotel .des Invalides er vegleg bygg- ing, nú stríðsminjasafn Frakka að meg- inhluta, að nokkru enn hæli bæklaðra uppgjafarhermanna, gamlar fallbyssur í garði og porti og á botni kapellunnar hvílir Napóleon. Inn í þetta hús göngum við nú og kaupum okkur inn á Napóleonssafnið. Og hér stöndum við frammi fyrir stríðsrúminu hans, óbrotnu járnrúmi, frakki sem hann átti liggur á því, pakk- aður í plast og hefur látið mjög á sjá fyrir tönn tímans, sömuleiðis hattur- inn hans, ósjálegir hlutir og enginn glæsibragur á þeim lengur. Við glugg- um smávegis í góssið hans, en skulum ekki eyða miklum tíma hér. Göngum nú yfir portið í áttina til kapellunnar og virðum fyrir okkur í leiðinni minj- ar þeirra svokölluðu hernaðargloríu Frakka, sem mjög er haldið að gest- um í pésum og leiðarvísum. sem hér eru til sölu. Þetta eru gamlar 'fall- byssur, augsýnilega smíðaðar með sig- ur í huga, útflúraðar með miklum hag- leik og ærinni vinnu, en meginið af framleiðslunni liggur samt i jörð hér og hvar i Asíu og Evrópu ásamt nokkr- um hundruðum þúsunda franskra beinagrinda, en glorían blívur. Og hér gapir svo við okkur ein eldvarpa, gam- alt og afkastamikið morðtól, sem ein- hvernveginn hefur tekizt að drasla heim á stóra flóttanum sem gerði að engu alla sigrana — og hér gapir svart gin hennar við okkur; við hreytum í það hratinu úr berjunum og látum okk- ur fátt um.finnast. Liggur þá ekki næst fyrir að líta á kistu Napóleons á botni kapellunnar, stór skál í marmaragólfið, rið í kring og sér niður á kistubáknið, völundar- smíð mikla úr rauðbrúnum finnskum marmara, vængjaðar gyðjur í kring, kannski englar, og stafar ævintýralegu fjólubláu ljósi niður á kistuna frá há- um myndskreyttum rúðum kapell- unnar. Vitundin um jarðneskar leyfar Napo- leons Bonaparta í kistunni, lætur hjarta okkar ósnortið, en þetta snilldarverk arkitektsins Visconti fær hjartað til að slá hraðar, og jafnframt sannfærumst við um mátt gloríunnar. t marmara- gólfið umhverfis kistuna eru greypt nöfn þeirra stórbokka sem Napoleon braut undir sig í nafni byltingartón- anna — og hann fór víða, en hins er hvergi getið, hversu tilgangslaust þetta flan var, eins og raunar allar árásar- styrjaldir. Tugþúsundir franskra her-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.