Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 manna króknuðu í hel á gresjum Rúss- lands og löndin, sem Bonaparti her- tók með stórfelldum blóðtökum á báð- ar hliðar, hrundu svo til samstundis af sér okinu og ráku flóttann alla leið til Parísar, en höfuðpaurinn hrökklaðist í útlegð. Og hér liggur hann dauður fyr- ir löngu og gunnfánar hans, sem hanga þúsundum saman í sal hér hjá, eru að grotna niður, og það viljum við kalla rétta mynd af hernaðargloríunni hér í Hotel des Invalides. Hitt dylst okkur þó ekki, að stórmenni hvilir hér engu að síður, vafalaust góður sonur Frakk- lands og vildi veg þess stóran, barn síns tíma eins og við erum öll meira og minna, en einmitt við þessa kistu hljótum við að harma það, hversu mörg stórmenni hyllast til þess að þjóna lund sinni með báli og brandi á hendur frið- sömu fólki sem jörðina byggir. Og hér kemur nú leiðsögumaður, patandi út í loftið, með eina 30 aftaníossa á eftir sér og vill fá okkur í hópinn, vill halda yfir okkur tölu niðri við kistuna. Við höfum okkur á brott hið skjótasta — og lýkur þar með hugleiðingu um Bonaparta, og má segja að henni hefði að ósekju mátt Ijúka fyrr. Tuileriesgarður skammt frá, þangað löbbum við, settumst á stól hjá smá- tjörn þar sem úðinn frá gosbrunninum nær til okkar. Börn eru að leik með báta á vatninu og hér oætast tvö í hópinn með sinn bát. Frönsk börn eru sérlega þokkafullar verur. Á þessum aldri, 7—10 ára, eru þau þegar áberandi mótuð af stórbrot- inni menningararfleifð þjóðar sinnar. Ærsl þeirra eru allt annars eðlis en íslenzkra barna og kurteisi við full- orðna óþvinguð og heillandi. En nú er illt í efni, tvær skútur komnar inn fyrir vatnsbora gosbrunnsins og við erum skyndilega orðinn skotspónn brúnna biðjandi augna, vatnið of djúpt fyrir þessa patta. Það er greini- lega ekki undankomu auðið og kemur sér nú vel að vera í stærra lagi og á stuttbuxum að auki og kaldara vatn þykjumst við þekkja, en það er nokk- uð kalt þegar út í er komið. Svo er klappað fyrir okkur í fyrsta sinn um dagana, sem er feykileg umbun fyrir baðið. Svo eru það höggmyndirnar, lít- um ögn á þær, það er urmull af þeim hér í garðinum eins og reyndar alls staðar í borginni. Dáfallegt er það, sem nann aðhefst þessi, sambland af manni og hesti, að ræna sér brúði og stefnir nú sigri hrósandi með hana í áttina til Louvre, en við höldum lenda- blaut í hina áttina. Hvað er þetta? Við finnum strax til glímuskjálfta þrátt fyrir hitann. Maðurinn er greinilega að reyna að kyrkja kvenmanninn. Við stígum fastar til jarðar og í brjósti okkar kviknar von um heiðurspening frá lögreglunni og kannski nokkra franka; það eru gyllivonir og lognast strax út af. Þetta eru elskendur og ástarfuninn hefur hlaupið svona hressi- lega í handlegginn á kappanum, en mjóróma tíst frá þeirri heittelskuðu linar takið á augabragði, svona já, kyssa bar nógu oft á það; þá batnar það. Þættu skrýtnar kúnstir þetta, heima á íslandi. Latneska hverfið: Engar breiðgötur, höggmyndir né tré; þröngar silalegar götur, flækingar sem húka í rennistein- um, og þessum hefur stórborgin spunn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.