Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 SAGA GLERSINS [ Hátindur gleriðnaðar? DLINUS, rómverskur sagnfraeð- ingur, segir frá nokkrum fön- ikískum sjómönnum, sem skolað hafði upp á sæbarða strönd við Miðjarðarhaf um 5000 f.Kr. Þar reyndist þeim ókleift að finna steina til þess að styðja matar- pottinn sinn. Þá datt einum þeirra í hug að setja matarpottinn á sódaklump, sem þeim hafði tekizt að bjarga úr skipi sínu. Þetta gerðu þeir, en brá heldur í brún, þegar vökvi tók að seitla frá eldinum. Hitinn hafði brætt saman fjöru- sandinn og sódann. Maðurinn hafði fengið nasasjón af fyrstu handtök- unum við framleiðslu glers. Gleriðnaður er orðinn mikilvæg- ur þáttur í lífi okkar, og verðmæti hans verða ljósari með hverjum deginum, sem líður. Á tíundu öld héldu byzantískir handiðnaðar- menn, að þeir hefðu náð hátindi gleriðnaðarins með hinum lista- fögru glerungshúðuðu gluggum sínum, en þá grunaði ekki, að nokkurn tíma yrði hægt að binda gler í hnúta, flétta það í garn, vefa eins og silki, sjóða það saman, saga, negla og beygja eins og gúmmí — og jafnvel láta það fljóta. Það mætti e.t.v. segja, að gler- iðnaður hafi verið fyrsti iðnaður- inn í Bandaríkjunum, vegna þess að John Smith smíðaði gler- bræðsluofn til þess að búa til gler- perlur, sem notaðar voru í hand- iðnað Indíána. í dag stendur gler- iðnaður í Bandaríkjunum með miklum blóma, ekki aðeins hvað Listmunlr úr flerl. snertir gæði og framleiðslumagn, heldur hefur sérfræðingum í gler- iðnaði tekizt með rannsóknum að auka notagildi glers í svo að segja öllum greinum vísinda og iðnaðar. Hin margvíslegu not, sem við höfum af glerinu, og óteljandi kosti þess megum við þakka rannsókn- um. Hérna hefur það sama skeð og í mörgum öðrum iðngreinum, að frelsi og áræðni til þess að leggja í nýjar tilraunir hafa leitt til þjóð- félagslegra framfara. Ljósapera Edisons Við skulum t.d. líta yfir sögu fyrirtækisins Corning Glass Works, sem stofnað var árið 1871. Fyrsta aldarfjórðunginn, sem það starfaði, er fátt eitt um starfsemi þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.