Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 12
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Corning-glerverksmiðjurnar. segja; lítið greindi það frá öðrum gleriðnaðarfyrirtækjum — einna helzt, að það sýndi vaxandi áhuga á að finna nýjar leiðir til þess að framleiða litað gler. Árið 1877 kom upp vandamál í sambandi við framleiðslu litaðs glers í merkja- ljós við járnbrautir. Corningfyrir- tækið fann lausnina með aðstoð vísindamanna. Þetta var í fyrsta skipti, að því er vitað er, að gler- iðnaðarfyrirtæki leitaði aðstoðar vísindanna, og var upphaf langrar þróimarsögu glersins. Árið 1879 var merkisár í sögu glersins: Corningfyrirtækið bjó til ljósaperuna í fyrsta glóðalampa Edisons. Næstu 30 ár var farið að nota gler í bökunarofna, rannsókn- arstofur og til framleiðslu lyfja; eldfast gler; sjónaukar o.m.fl. Við tilkomu véla og með breytt- um framleiðsluaðferðum jókst nyt- semi glersins og framleiðsla þess varð fjölþættari. Augljóst dæmi er raflampaiðnaðurinn. Kringum 1900 var gas ennþá notað til ljósa víðast hvar í borgum. Til sveita var not- uð ljósolía, enda þótt Edisonlamp- inn hafi verið fundinn upp þegar árið 1879. Perurnar, sem notaðar voru í lampana kringum 1900, voru blásnar út af sérstökum glerblás- urum. Þegar rafmagnsnotkun tók að færast í vöxt á fyrra hluta 20. aldar, varð eftirspurn eftir ljósa- perum langtum meiri en svo, að henni yrði fullnægt með þessum framleiðsluaðferðum. En kringum 1916 urðu miklar breytingar á að- ferðunum við framleiðslu Ijósa- pera. Það, sem olli hvað mestum breyt- ingum við framleiðslu margra volta og ódýrra ljósapera í glóða- lampann, var notkun h'inna dæma- lausu „borðavéla“ (1926). Þessar vélar framleiða nú 1,000 ljósaperur á mínútu — þ.e.a.s. meira en tveir útlærðir glerblásarar gátu afkastað á átta stunda vinnudegi. Örvandi áhrif á tækni í þessu stutta yfirliti er ógjörn- ingur að lýsa jafnvel lítillega þró- ixn annarra tegunda glers, eins og t.d. 96% kísilglers, sem má hita, þar til það er rauðglóandi og stinga síðan ofan í ískalt vatn, án þess að það brotni; hinna mörgu tegunda sjónglerja o.fI. Enda þótt Corning- fyrirtækið geti framleitt yfir um 50,000 tegundir glers, er rannsókn- um þess haldið óslitið áfram, og sí- fellt kemur í ljós nýtt notagildi glers, nýjar tegundir glers og nýjar aðferðir til þess að búa það til. Glerið hefur á margvíslegan og merkilegan hátt haft örvandi áhrif á þróun nútímavísinda og tækni. Það gegnir mikilvægu hlut- verki í öllum ransóknarstofum. —• Læknavísindunum væri það áreið- anlega fjötur um fót, ef þau hefðu ekki glerið í þjónustu sinni. Samgöngur í svo að segja öllum nútímamyndum eru háðar gleriðn- aðinum, sem hefur lagt drjúgan skerf til vaxtar og framdráttar öll- um rafmagnsiðnaði. Ánægjan, sem við verðum aðnjótandi með því einu að snúa takkanum á útvarps- eða sjónvarpstæki — síminn, rit- síminn, radarinn og margar aðrar nytsamar uppfinningar — ekkert af þessu hefði verið hægt að veita okkur, ef ekki væri til gler, sem þolir mikla orku og hátíðniraf- spennu. Hvergi er fjölbreytni glersins auðsærri en á heimilum. — Glös voru fyrstu eldhúsáhöldin, sem bú- in voru til úr gleri, en nú er glerið ómissandi í allskonar áhöld, sem notuð eru við matartilbúning og Gler í þjonustu vísinda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.