Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 14
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón R. Hjálmarsson skrifar um: PRENTLISTINA í GAMLA daga voru aðeins til „skrifaðar“ bækur. íslenzku hand- ritin, sem oft koma til umræðu og íslendingar vilja svo gjarna varð- veita sjálfir í sínu landi, eru ein- mitt „skrifaðar“ bækur.- Meðan hvert eintak bókar var handskrifað, fór ekki hjá því að bókaverð var margfalt hærra en tíðkast nú á dögum. Hjá Grikkjum og Rómverjum var að vísu bóka- verði nokkuð stillt í hóf. Bókakaup- menn meðal þeirra höfðu nefnilega heila hersingu þræla, sem voru sérstaklega þjálfaðir í að skrifa. Þrælarnir voru settir til starfa í stórum sal, þar sem einn las fyrir, en allir hinir skrifuðu. Þannig mátti fá í einu mörg eintök af sömu bókinni án mikils tilkostnaðar, því að vinnukraftur þrælanna var ódýr. Á miðöldum var minna skrifað en í fornöld. Helzt voru það munk- arnir, sem á þeim öldum fengust við þess háttar sýslu og skrifaði þá hver munkur út af fyrir sig í sínum klefa. Munkarnir höfðu nægan tíma og lögðu oft mikla vinnu í hvert afrit. Þeir skrifuðu fagra hönd og skreyttu oft upp- hafsstafi með ýmsu útflúri og teikn ingum og notuðu þá gjarna fagra liti. Mörg sýnishorn, sem gefa til kynna ágætan fegurðarsmekk af- ritaranna, má sjá á íslenzku hand- ritunum, t. d. Flateyjarbók o. fl. Vinnan gekk hægt og á miðöldum lá engum á, en fáar voru bækurn- ar, sem komust út meðal almenn- ings í þá daga. Snemma var byrjað að skera út í tré ýmsar myndir, oftast helgi- myndir, setja á liti og þrykkja síð- an á þann stað, sem myndimar áttu heima í bókinni. Þessi mynda- mót mátti geyma og nota aftur og aftur. Frá Kínverjum barst einnig prentlist þeirra, sem þeir höfðu fundið upp á 9. öld og var í því fólgin að skera í tré heila síðu í einu, bera á hana svertu og þrykkja síðan á pappír. Þannig var lítillega prentað í Evrópu, t. d. valdir kaflar úr ritningunni, en sá galli var á að þegar hver síða var prentuð, var tréskífan með stöfun- um ónýt, þrátt fyrir alla þá vinnu, sem lögð hafði verið í að skera út hvern einstakan bókstaf í henni. En þá var það sem Þjóðverjinn Johan Gutenberg fann upp prent- listina um 1440. Gutenberg er fæddur í borginni Mainz, en hann var í Strassburg, er hann gerði uppfinningu sína. Þess vegna deila þessar tvær borgir um, hver þeirra eigi meiri heiður af þessari merku uppfinningu. Uppfinning Gutenbergs var fólg- in í að skera út hvern einstakan bókstaf. Síðan mátti raða stöfunum að vild í orð, línur og síður. Þegar nægilega mörg eintök höfðu verið prentuð af hverri blaðsíðu voru stafirnir teknir hver frá öðrum og raðað upp á nýjan leik fyrir næstu síðu og svo koll af kolli. Bókstafir úr tré, sem Gutenberg notaði til að byrja með, voru ekki heppilegir. Hann hóf því fljótlega að steypa þá úr blýi. Síðar var tekið að nota sérstaka og enn þá hentugri málm- blöndu í stafina. Jafnframt var prentvélin smíðuð og prentsvertan búin til. Hentugt efni til að prenta á var pappírinn, bæði úr bómull og líni, sem um þetta leyti var orð- inn allmjög útbreiddur til al- mennra nota. í Strassburg var engin heil bók prentuð. Gutenberg fór aftur til Mainz og gekk þar í félagsskap með tveimur efnuðum borgurum, er hétu Johan Faust og Peter Scháff- er. Þeir stofnsettu þar prentsmiðju og sendu á markaðinn fyrstu prent- uðu bókina árið 1457. Voru það sálmar Davíðs þýddir á þýzku úr latínu. Gutenberg hafði sett allt, sem hann átti í prentsmiðjuna. Hann var skuldugur við Faust og gat ekki staðið í skilum. Þeir Faust og Scháffer tóku þá af honum prentsmiðjuna og hófu sjálfir út- gáfu bóka. Næsta bókin, sem út kom, var biblían á latínu. Síðar kom Gutenberg á fót annari prent- smiðju í Mainz, en missti hana einnig vegna skulda. Gutenberg dvaldist sárfátækur síðustu æviár sín við hirð erki- biskupsins í Mainz. Þegar hann andaðist árið 1468 voru komnar prentsmiðjur í fjölmörgum þýzk- um og ítölskum borgum. Hann lifði nógu lengi til að sjá uppfinningu sína breiðast út og fá mikla þýð- ingu, þótt ekkert fengi hann að launum fyrir. Jón Arason, biskup á Hólum, keypti fyrstu prentsmiðjuna til ís- lands laust eftir 1524, en ekki er vitað, hvað hann lét prenta. Þegar Guðbrandur Þorláksson varð bisk- up á Hólum, keypti hann þessa gömlu prentsmiðju Jóns biskups og hóf umfangsmikla bókaútgáfu á Hólum. Guðbrandsbiblía, hið mesta snilldarverk að öllum frá- gangi, kom út árið 1584. Prentlistin hefur haft meiri þýð- ingu en flestallar aðrar uppfinn- ingar. Með tilkomu hennar var fyrst hægt að framleiða svo mikið af ódýrum bókum að bækur urðu almenningseign og hafa verið það í æ vaxandi mæli síðan. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.