Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 Molar Lítill og vesaldarlegur maður kom til dómarans og bað um skiln- að, vegna þess að konan misþyrmdi sér. Dómarinn spurði hvort hann gæti nefnt sér nokkurt dæmi um það. • . — Já, það var nú hérna um nótt- ina að mig dreymdi að eg hafði unnið 50.000 í happdrættinu, og þá var konan nærri búin að drepa mig fyrir það að eg skyldi ekki hafa lagt upphæðina í banka áður en eg vaknaði. Osborn hafði keypt sér fínt fata- efni og fór nú með það til bezta klæðskerans í Westend og spurði hvort hann gæti ekki saumað sér föt úr þessu. — Nei, það hrekkur ekki, sagði klæðskerinn. Osborn sneri heimleiðis gramur í skapi. Honum varð gengið fram hjá lítilli skraddaraholu, og af ein- hverri rælni fór hann þar inn og spurði klæðskerann hVort hann gæti saumað sér föt úr efninu. — Ekkert er auðveldara, sagði skraddarinn. Komið þér aftur eftir hálfan mánuð. Eftir hálfan mánuð afhenti skraddarinn svo fötin, en um leið kom sonur hans, fimm ára gamall, inn í búðina og var í nýum fötum úr sama efni. — Það varð ofurlítill afgangur af efninu, sagði skraddarinn, svo að eg saumaði syni mínum flík úr því, en það var svo lítið, að þér hefðuð ekki haft neitt gagn af því. Osborn fór rakleitt til skradd- arans í Westend og sagði reiður: —Þér sögðuð mér að efnið væri ekki nóg í fatnað, en smáskradd- ari hér í hliðargötu saumaði mér föt úr þVí og meira að segja föt handa fimm ára syni sínum líka. — Jæja, sagði skraddarinn, en gáið þér að því að sonur minn er 18 ára. ^^TXsXsXSG^J — Um Ólaf Davlðsson Framh. af bls. 409. hennar líf. Og nú var það þarna, með sín gulnuðu og slitnu blöð. Hún hafði lagt svo fyrir, að það fylgdi henni í gröfina. En þegar kisturnar voru farnar að fúna, lokin að brotna af þeim, moldin að koma inn í þær. —Það fór hrollur um mig. „Að moldu skaltu verða“, segir sr. Davíð. Hvenær skyldi eg eiga líka að verða að mold, og fá rósir eða Hallgrímskver með mér? Fyrir fáum vikum hafði eg verið á ferð með Ólafi vestur í Fljótum. Og þegar við fórum heimleiðis fylgdi Guð- mundur bróðir hans á Hraunum okk- ur fram í Stíflu. Það var sunnudagur. Þeir léku á als oddi bræðurnir. Og dagurinn var viðburðarríkur. Áður en þeir skildu stóðu þeir upp á þúfu og sungu: „Nú er eg glaður á góðri stund, sem á mér sér“, og „Bezt er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer“ o. s. frv. Svo skildu þeir — og sáust aldrei framar. Þannig hafði Hall- grímur Pétursson lagt þeim kveðju- orðin í munn, kveðjuorð, sem svo átak- anlegu áttu við. Ólafs leikur hafði hætt svo brátt, „þá hæst fram fór“. Þannig hafði Hallgrímur ort við öll tækifæri lífsins. Hann hafði ort passíu- sálmana fyrir ömmu mína. Og nú hafði allt þetta fólk kvatt hann með þessum venjulega, langa sálmi, sem eg heyrði svo oft. Við Grímsi gengum upp á tún. Sunn- anveðrinu var að lægja. Blærinn var hlýr sunnan af Skriðuhnúknum. * Brúnir Staðarhnúksins mörkuðust skýrt við kvöldloftið. Þarna stóð þetta fjall, með allan sinn óbifanleik, fjallið, sem eg hafði borið lotningu fyrir frá blautu barnsbeini, fjallið, sem í minum augum var höfð- ingi fjallanna, er hafði sál, og var hægt að tala við. Svona hafði fjallið staðið og horft ofan á kynslóðirnar koma og fara, haft við fætur sér svona ómerkilega pottorma, eins og mig, séð menn verða fullorðna og gamla, og fara ofan í gröfina, allar grafirnar í kirkjugarð- inum, sem voru orðnar óteljandi. Hvað varð af öllu þessu fólki, sem hafði fæðzt og vaxið, lifað og dáið? — Heyrðu Grímsi, sagði eg. Nú ætla eg að segja þér nokkuð, sem eg hefi ekki sagt þér áður. í hinni vikunni kom eg einu sinni inn í kontórinn hans pabba. Þar var Ólafur og Hulda, og Ólafur sagðist kunna vísu, þar sem nafnið Hulda kæmi fyrir. Hann kenndi henni vís- una. Og eg vildi líka læra hana. En hún er svona: Svo fjær mér að vori nú situr þú sveinn. En samt ertu hjá mér, því hamlar ei neinn. Eg finn þig í dalnum þeim dulda. Með hugann til þín yfir fjöllin eg flýg, svo fluglétt sem skuggi í spor þín eg stíg. Eg leynist við hlið þér sem „hulda'-. Þetta kenndi hann okkur báðum. Og þetta var seinasta vísan, sem hann kenndi mér. Kvöldgolan lék um okkur ótal rödd- um og hljómum. Hvað gat dulizt í and- blænum? Hvað var hann að segja? Hver vissi hvað var í kringum okkur? Við hvort sem var vissum og skildum svo sem ekki neitt. Hvað var það sem leyndist við hlið okkar — þá og alla daga lifandi eða dauð náttúruöfl — lifandi eða dánir menn? Það var byrjað að rökkva af dimmri haustnóttinni. Um leið og við leidd- umst heim á leið, sagði eg við Grím: — Heyrðu, heldur þú, að miklir menn geti nokkurntíma dáið alveg? Eldingar yfir Paris Framh. af bls. 414. Förum við þá inn? Nei, þakkir, seinna. — Göngum heldur enn um stund í rökkrinu, en förum hægt, hit- inn er þrúgandi. Hótel, hótel, blasir alls staðar við og hótelin hvert öðru hrörlegra, en konur á hljóðlausu vakki í dyragættum og bjóða viðskipti, kur- teisi á báða bóga, þetta er fólk eins og við, hvorki betra né verra. Knæpa við knæpu, sums staðar þykk tjöld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.