Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 16
436 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er það ekki merkilegt hvernig allt stendur heima í lífinu? Nú seinast þetta. að landið er tekið af mér ein- mitt þegar eg er orðinn svo gamall að eg get ekki erjað það lengur.“ Á. Ó. 't;S>0 Velkomnir ÞEGAR ílokkur Islendinga, sem fetaSi í fótspor Egils Skallagrímssonar, kom til Björgvinjar 13. júní, var þar stadd ur Hans Hylen skáld, sá er þýtt hefir mikið af íslenzkum ljóðum á norska tungu (ný-norsku). Meðal annars hefir hann þýtt þjóðsönginn okkar betur en aðrir sem það hafa gert. Hans Hylen er nú rúmlega áttræður Hann bauð okkur íslendingana velkomna til Nor- egs með kvæði því sem hér fer á eftir. og birtist í Gula Tidend 13. júní. A. G. E. VELKOMEN Til det islendske storfolket som kjem til Bergen i dag. Ver velkomen fræge frender frá saga-öyi til fedraheimen, mor át dei mange ditt morgonland byggjer! Skire syner brenn i barmen, nár nokon nemner namnet ditt, Island. I solglans og skuggar, Eddalandet eg skodar. Sterke, strenge tunge tider bárar i barmen frá fedrasoga. Rakryggja stod du stödig í strida stormen I strev og strid dagen dæma. Endelig eig du fridom og fredsemd. Heider og heppa fylge deg fræge frende! Velkomen til vor tvisvar sinnum, högvære frendar til gamla Noreg, hylie ydur allar Noregs disir! Þreföld þökk og þreföld blessan! SVIPIR LIFANDI MANNA Það var gömul trú að á nýjársnótt megi sjá í kirkjum svipi þeirra manna, er að þeirri kirkju verða grafnir á ár- inu. Hér er ein saga um það: — Brynj- ólfur Jónsson hét maður, kallaður Brunna-Brynki. Hann var um eitt skeið vinnumaður á Stóra Núpi. Var það þá um nýárið að hann fann upp á því að fara út í kirkjuna á gamlárskvöld og láta þar fyrirberast nýársnóttina, og sjá hvers hann yrði vísari. Leið svo fram á nóttina að hann sat þar einn í dimmri kirkjunni og varð eigi var við neitt óvenjulegt. En loks kom mað- ur, er hann greindi illa fyrst, en sá þó við athugun að var Magnús Sigurðs- son á Skriðufelli. Gekk hann inn í kórinn, og á eftir honum komu tvö börn, en Brynjólfur þekkti hvorugt. Námu þau staðar á innri bekk að sunn- anverðu í kirkjunni. Fleiri komu ekki og eigi var fleira af óvenjulegu, er honum bæri fyrir sjónir þar um nótt- ina. Á þessu sama ári dóu þrjár mann- eskjur í Stóra Núps prestakalli, fyrst Magnús Sigurðsson á Skriðufelli og enn fremur tvo börn nýfædd. Voru barns- stokkarnir lagðir á innsta bekk í sunn- anverðri kirkjunni, er þau voru flutt til greftrunar. Fleiri dóu eigi í Núps- sókn á því ári. — Brynjólfur var tal- inn ráðvandur til orðs og æðis og marg- reyndur að því að skynja fleira en fjöldinn. (G. J.: ísl. sagnaþættir). BRUNAVARNIR I gömlu handriti stendur að það sé öruggt ráð til þess að varna því að bær brenni, að grafa marglyttu undir bæarþröskuldi, en það verður að gerast án þess að eigandi bæarins viti af. BRtNKLUKKA er mesti háskagripur, ef hún kemst ofan I mann; hún fer út í lifrina og etur hana upp til agna. Svo mögnuð er hún, að hún þolir þrjár grasgrautar- suður. Þess vegna var börnum áður fyrr strengilega bannað að drekka með munninum úr lækjum og pollum. Ef brúnklukka fór ofan í mann, skyldi væta ullarlagð í hunangi, binda um hann löngum spotta og renna lagðinum niður. Þegar hann hafði legið stund niðri í manni átti að draga hann upp og hekk þá brúnklukkan í honum. — (Gömul þjóðtrú). SÚLAN Þegar Súlan kemur að landi, telja Sunnlendingar það góðan fyrirboða um afla, einkum síldarafla, en Norðlend- ingar segja, að þegar súlan kemur inn á firði, boði það norðangarð. Súlan steypir sér úr háa lofti niður í sjóinn til þess að ná í fisk eða síld, og er þá stundum lengi í kafi. Einu sinni var karl nokkur á sjó og kom þá súla allt í einu úr háalofti og stakk sér rétt hjá bátnum. Karli varð þá að orði: „Er engill hefir hrapað — sá held eg kynni frá mörgu að segja, ef hann hefði málið“. MOKAÐ OFAN AF Ef fanndýpi var mikið, svo að tæp- lega var krafstursfært, höfðu beitar- húsamenn reku litla með sér og mok- uðu ofan af, fénu til léttis. Svo var haft eftir Grími græðara, að þegar hann var í Ytri Villingadal í Eyafirði, kvaðst hann hafa mokað ofan af fyrir 60 sauði, og hefði snjórinn þó verið í mitti. Þótti þetta vel gert. „Já, hefði það verið snjór“, sagði þá Grímur, „en það var hjarn“; þótti þá enn meira til koma. „Ja, hefði það verið hjarn — en það var svell“, sagði Grímur. En af kom hann sauðunum gjaflausum. Hann var alltaf nokkuð mikill í munninum, karl- inn. — (ísl. þjóðhættir). BESSASTAÐIR Þegar Jarðabókin var gerð, sat Páll Beyer á Bessastöðum, og var búskapur- inn pá þannig, að þar voru 3 kýr, eng- in kind, einn áburðarhestur og tveir reiðhestar, sem Beyer átti. „Fóðrast kunna þar nú 6 kýr og ekkert meir. Túnið segist að vera 8 kýrgróðurs vell- ir og er nú sökum áburðarleysis og annarrar vanræktai stórum af sér geng ið og víða komið í mosa.“ Þá var þar ráðsmaður, 7 vinnumenn, 2 drengir og 3 vinnukonur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.