Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Side 1
 /nflúenzu faraldurinn nýi Kemurhann ímörgum bylgj- um eins og spánska veikin ? I ÁGÚSTHEFTINU af Harpers Magazine er grein um inflúensun* eftir David D. Rutstein prófessor i læknavisindum við háskólann i Harvard. Ræðir hann þar um orsakir hennar, hve hættuleg hún muni verða og hvað hægt sé að gera til að verjast henni. Hér er útdráttur úr greininni. í APRÍL gaus upp inflúensufarald- ur í Austurlöndum. Hann byrjaði í Hong Kong, en barst þaðan þús- undir mílna í allar áttir á tæpura tveimur mánuðum. Vér horfum á nann breiðast út og spyrjum sjálfa oss: Mun þessi faraldur detta nið- ur aftur, eða er hann forboði al- heimspestar, sem drepur milljónir manna áður en honum er lokið? Enn sem komið er er ekki unnt að svara þessu. En ákefð faraldurs- ins getur bent til þess að verra sé í aðsigi, og gefur oss bendingu um að gera allt, sem í voru valdi stend- ur til þess að draga úr afleiðing- um hans. Inflúensa er eina-farsóttin nú á dögum, sem orðið getur að al- heimsfaraldri. Og veikin er kölluð heimsfaraldur vegna þess að hún getur borizt um allan heim. Slíkur faraidur kemur að meðaltali svo sem fjórum sinnum á öld. Seinasti heimsfaraldurinn gekk yfir 1918— 19, en næst á undan veturinn 1889 —90. Þó hafa slíkir faraldrar komið með 10—50 ára millibili svo ekki er hægt að spá neinu um hvort einhver inflúensufaraldur verður heimsfaraldur eða ekki. Á milli þ«as að heimsfaraldrar geisa, kem- ur inflúensa upp á tveggja eða f jög- urra ára fresti og getur orðið mjög útbreidd. Faraldurinn 1918—19 kom upp snemma vors 1918 og fór þá víða yfir meginland Evrópu Barst in- flúensan eftir samgönguleiðum og gerði aðallega vart við sig í borg- um, en lítið út um sveitir. Slík byrjun er oft kölluð fyrsta „bylgj- an“. í borgunum tók hún 10—50% af íbúunum á eigi lengri tíma en 4—6 vikum, og hjaðnaði svo nið ur jafn skyndilega og hún hafði komið. Spánn var hlutlaus í fyrri heims- styrjöldinni og þess vegna fengum vér gleggstar fréttir af inflúens- unni þar. Og þess vegna var hún kölluð spánska veikin. En um sama leyti geisaði hún þó í Austurlönd- um. „Fyrsta bylgjan" var mjög smit- andi, en varð ekki mörgum að bana. Menn veiktust skyndilega með köldu og fengu síðan háan hita. Sumir sögðust hafa verið „lé- legir“ tvo eða þrjá daga áður en veikin brauzt út í þeim. Menn höfðu háan hita í 2—3 daga og kvörtuðu þá um höfuðverk og beinverki. Venjulega datt hitinn svo skyndilega úr mönnum og sjúkdómseinkennin hurfu, nema hvað menn höfðu nokkurn hósta fyrst í stað. Sumir kvörtuðu þó um að þeir hefði verið miður sín nokkra daga og jafnvel vikur efttr veikina. Veikin lagðist mjög mis- jafniega þungt á menn. og sumir fengu lungnabólgu með henni og nokkrir önduðust, en þó kvað ekld svo mikið að þessu að dánartala ykist að muL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.