Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 2
438 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS ÖNNUR BYLGJAN Fyrsta bylgjan mundi fljótt hafa gleymzt, ef önnur bylgjan hefði ekki fylgt í kjölfar hennar. Sá faraldur hófst í Frakklandi í ágúst 1918, og var kominn til Bandaríkj- anna seinast í ágúst eða fyrst i september. Fór pestin sem logi yf- ir akur og náði hámarki sínu í október. Þar sem hún fór yfir veiktust 25—50% af fólkinu svo að segja samtímis, og aðallega lagð- ist hún á börn á aldrinum 5—14 ára. Veikin datt niður jafn skyndi- lega og hún kom, svo að seint í nóvember mátti hún heita um garð gengin. Sams konar veiki gekk þá víða um heim. Þessi bylgja varð miklu mann- skæðari en hin fyrri og er talið að um 300.000 manns hafi látizt úr henni í Bandaríkjunum. Aðallega varð hún skæð ungu fólki, og þá sérstaklega piltum, og dóu úr henni fleiri ungir menn en gamal- menni. Sjúkdómseinkennin voru mjög hin sömu og í fyrri bylgjunni, en það var mjög algengt að henni fylgdi lungnabólga, og það var hún sem drap flesta. ÞRIÐJA BYLGJAN Veturinn 1919 fór þriðja bylgjan yfir. Hún lagðist misjafnt á menn í hinum ýmsu stöðum í Bandaríkj- unum, en varð hvergi jafn svæsin og hinar fyrri höfðu verið. Þessi faraldur gekk yfir 4—6 vikur og hjaðnaði svo niður. Veturinn 1920 gekk enn vægur inflúenzufaraldur og má vera að það hafi verið fjórða bylgjan af þessari sömu pest. í þessum heimsfaraldri 1918— 1919 er talið að látizt hafi alls 21 —25 milljónir manna. Síðan hafa gengið tiltölulega vægir inflúensufaraldar með 2—4 ára millibili. Sjaldan hafa þeir breiðzt svo út að heimsfaraldur gæti kallast. Helzt væri þá að nefna faraldurinn 1920 og 1928—29, faraldrana 1941 og 1949 í Hollandi, og faraldurinn 1951, sem varð mannskæður í Liverpool á Eng- landi. En engin af þessum pestum komst í hálfkvisti við drepsóttina 1918—19. Annar mikill munur er og þar á. Drepsóttin 1918—19 hjó stærst skörð í æskulýð landanna en pestirnar sem gengið hafa síðan 1920, hafa aðallega orðið hættuleg- ar börnum og gamalmennum, eða þeim sem eitthvað voru veiklaðir fyrir. VÍRUR SEM BREYTAST Menn vita ekki enn hvað það var sem olli drepsóttinni 1918—19, en menn halda að það hafi verið vírur, en þær eru svo smáar, að þær urðu ekki sénar í þeim smásjám, sem þa voru til. En síðan hefir vísindun- um fleygt mjög fram. Með raf- eindasmásjánni getum vér nú tekið myndir af flestum vírum og oss hefir tekizt að rækta þær. Fyrsta víran fannst í inflúensu- faraldri 1933. Þá tókst þremur enskum læknum að ná vírum úr hálsi inflúensusjúklings og sýkja með henni dýr af hreysikattarteg- und. Og síðan hefir tekizt að ein- angra vírur í hvert skipti sem in- flúensa hefir geisað. Inflúensuvírum skipta menn í þrjá flokka, sem kallaðir eru A, B og C. Af þeim er A-tegundin hættulegust og líklegust til þess að geta valdið heimsfaraldri, einkum vegna þess að hún tekur stökk- breytingum. Hinar tegundirnar eru ekki líklegar til þess að geta vald- ið heimsfaraldri, því að af B koma lítil afbrigði og alls engin af C. Venjan er sú, að þegar vér höf- um haft inflúensu, þá hefir líkam- inn byggt upp hjá sér varnir gegn henni, svo að vér erum ónæmir fyrir sams konar inflúensti. En það á þó aðeins við ef um sams konar vírur er að ræða. Hafi vírurnar tekið stökkbreytingu, þá getum vér verið næmir fyrir þeim, og fer það eftir því hvað afbrigðið er orðið ólíkt foreldri sínu. Síðan 1933 hafa komið fyrir tvö hættuleg afbrigði af A-vírum og mörg önnur meinlausari. Það var * A-víra sem fannst 1933 og fyrsta afbrigðið af henni fannst í Puerto Rico 1934, og var tiltölulega mein- laust. Sama afbrigði kom fram í öllum inflúensu faröldrum fram til 1947. En það ár kom fram nýtt afbrigði, sem læknar kalla ;A prime virus“. Þótt vér vitum lítið um orsök drepsóttarinnar 1918—19, vitum vér mikið um fylgifiska sóttkveikj- unriar, eða sýklana, sem lungna- bólgu ollu. Það voru fjórar teg- undir sýkla, streptococcus, staph- ylococcus og pneumococcus og svo einn sem menn kölluðu inflúensu- sýkil. Það er mjög mikilsvert að vita um þessa fylgisýkla, því að nú höfum vér meðul gegn þeim. Peni- sillin er mjög áhrifamikið gegn streptococcus og pneumococcus. Tetracycline og streptomycin duga gegn inflúensu-sýklinum. Og nokk- ur meðul, svo sem erythomycin og chlorampheliol hafa reynzt vel gegn staphylococcus. NÝI FARALDURINN Þessi nýi f^raldur kom skyndi- lega upp og breiddist mjög ort út. Á tæplega einni viku leituðu 250 þús. manna læknis í Hong Kong vegna inflúensu, og er það tíundi hluti borgarbúa. í öndverðum júní var veikin komin til Singapore, Formosa, Indónesíu, Filippseya, Ástralíu, Thailands, Japan og hafði borizt víða um Indland allt vestur að Bombay. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig veikin hefir hagað sér, en þetta er vitað með nokkurri vissu: 1. Veikin hefir breiðzt óðfluga út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.