Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 4
440 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐISTIÁGÚSTMÁNUÐI FINNSKU forsetahjónin, Urho o? Sylvi Kekkonen, komu hingað í opinbera heimsókn, ásamt utanrik- isráðherra Finna. Stóð sú heimsókn i þrjá daga. Siðan var forsetanum boðið á laxveiðar einn dag, og svo norður að Akureyri og Mývatni. tslenzka ríkisstjórnin sneri sér til dönsku ríkisstjórnarinnar með ósk um að skipuð yrði nefnd Dana og lslendinga til að ræða um handrita- málið. Forsætisráðherra Dana tók þeirri málaleitan vel. Var þetta síðan borið undir þingfiokkana dönsku, og þar við sat í lok mánaðarins. VEÐRÁTTA mátti kallast góð í þessum mánuði drepsóttin gekk 1918—19 var á ýmsum stöðum tilfinnanlegur skortur á matvælum, hjúkrunar- fólk komst ekki yfir það sem þurfti að gera, og flutningar tepptust. Nú er þjóðfélagskerfið miklu flóknara en þá var, og ef einn hlekkur bil- ar er allri keðjunni hætt. Þess vegna verða allir að njálpa, hvar sem þeir geta. ----o---- Enda þótt þessi nýa inflúensa kunni að reynast hættuleg, þá stöndum vér miklu betur að vígi en 1918. Nú eigum vér ýmis varn- arlyf sem voru óþekkt þá. Nýu fúkkalyfin munu áreiðanlega bjarga fjölda manna, þótt menn fái lungnabólgu. Bólusetning, enda þótt bóluefni yrði af skornum skammti, ætti að geta varið þá, sem nauðsynlegustum störfum hafa að gegna, og þá sem veikir eru fyrir. Betri skipan heilbrigðis- mála og betri stjórn bæarfélaga ætti og að tryggja að öll varnar- ráð komi að gagni. og var þó meira um rigningar en í júlí. Heyskapur hefir yfirleitt gengið ágætlega um land allt, og höfðu bænd- ur fengið meiri og betri hey en dæmi munu um. Þó hröktust hey nokkuS í Skaftafellssýslu og Austfjörðum vegna skúraleiðinga. AFLABRÖGÐ Vertíð herpinóta og hringnótaskip- anna lauk 19. og hafði þá lítið sein ekkert veiðzt í 5 daga. Hæstan afla fekk Snæfell frá Akureyri, 10.059 mal og tunnur, og næstur var Víðir II. ur Garði með 9056 mál og tunnur. Síðar stunduðu nokkrir bátar reknetjaveið- ar fyrir norðan og austan, og var salt- síldaraflinn orðinn 149.000 tunnur um mánaðarlok. Upp úr miðjan mánuði voru hafnar reknetjaveiðar vestan lands, en gengu fremur illa og var síldin horuð. Togarar veiddu sæmilega. Karlsefni seldi fyrstur togara ísfisk í Þýzkalandi, 139 tonn fyrir 103.700 mörk, sem var gott verð (31.) Það var talið til tiðinda að háhyrn- ingur veiddist inni á Akureyrarpolli, 5 metra langur og vóg 3 tonn (14.) ELDSVOÐAR Stórbruni varð í heyhlöðu á Stökk- um á Rauðasandi og brunnu tvö kýr- fóður af töðu (10.) Eldur kom upp í húsinu Staðarhó'.i á Akureyri og brann þar inni ungur maður, Ragnar Ástráðsson frá ísa- firði (20.) Eldur kom upp í seglasaumastofu i Reykjavík og varð þar talsvert tjón (24.) BÍLSLYS Þrír bílar lentu saman í árekstri hjá Hamrahlíð í Mosfellssveit, skemmdust allir meira og minna og einn bílstjór- inn slasaðist (3.) Bíll ók á fleygiferð niður í opið ræsi á þjóðveginum í Lundarreykjadal. Sex menn meiddust (13.) Drengur varð fyrir bíl í Reykjavik, meiddist nokkuð en þó ekki hættu- lega (17.) Bíll rakst á ljósastaur í Reykjavik og slasaðist bílstjórinn allmjög (22.) Átta ára telpa varð fyrir bíl í Rvík og meiddist nokkuð á höfði (22.) Bíll bilaði í Vatnsskarðsbrekku á Krýsivíkurvegi, hrapaði og fór þrjár veltur. Tveir menn í framsæti slösuð- ust mikið, en 3 börn í aftursæti sluppu ómeidd (27.) Þriggja ára drengur varð undir bí! í Reykjavík og fótbrotnaði illilega. — Annar drengur 9 ára varð fyrir bíl i Hafnarfirði og handleggsbrotnaði (30. i AÐRAR SLYSFARIR Jón Ingvar Árnason, maður á bezta aldri, varð fyrir árás á götu og beið bana af meiðslum (2.) Norskt síldveiðiskip, Bövik frá Haugasundi, strandaði við Unaós. — Mannbjörg (10.) Tíu ára drengur slasaðist til bana i Borgarfirði. Var að flytja mjólk á hest- vagni, en hesturinn fældist (10.) Guðmundur K. Guðmundsson, Siglu- firði, drukknaði í fiskiróðri, var einn á báti. Rak lík hans og bátinn í Héð- insfirði (28.) Norskt heimskautsfar, Polarbjörn, fórst í ís við austurströnd Grænlands. Amerískur kopti frá Thule bjargaði skipshöfninni, en flugvél frá Keflavík- urflugvelli sótti hana norður (31.) MANNALAT Frú Guðbjörg Skúladóttir Sigurz, Reykjavik (31. júlí). 4. Frú Jensina Guðmundsdóttir, Óspakseyri. 5. Frú Sigríður Sveinsdóttir, Skarði, Gönguskörðum. 5. Ragnhildur Magnúsdóttir, Hafnar- firði. 8. Geir Marino Vestmann sjómaður, Akranesi. 11. Ingibjörg Sigríður Jensdóttir, Magnússkógum, Dal. 12. Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður, Reykjavík. 12. Friðrik Magnússon frá Látrum I Aðalvík. 12. Axel Sveinsson verkfræðingur, Reykjavík. 13. Guðmundur Guðmundsson, tré- smíðameistari, Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.