Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Side 8
444 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íslenzkur hugvitsmabur, sem hefir ekki fengió aá njóta sín „ÞÚ GETUR ekki fundið mig, nema því aðeins að þú hafir leið- *ögumann“. Svo mælti Magnús Guðnason, er eg spurði hvort eg mætti heim- sækja hann. Við höfðum hitzt af til- viljun, og mig langaði til þess að kynnast manninum betur og upp- finningum hans. Þó skýrði hann mér frá hvar sig væri að hitta og eg skyldi velkominn hvenær sem væri. Þessi orð hans, að ekki sé hægt að finna sig nema með leiðsögu kunnugs manns, hafa mér síðan fundizt táknræn fyrir líf hans. Hann hefir ekki verið á almenn- ingsleiðum og fáir hafa tekið sér fyrir hendur að gerast leiðsögu- menn og kynna hann samtíð sinni. Eg lagði leið mína að Tjarnar- götu 10, þar sem hann kvaðst eiga heima, og gekk frá Vonarstræti inn í anddyri og þaðan niður í kjallara, dýpra og dýpra þar til eg var kom- inn í skuggalegan gang, sem helzt líktist ruslakompu. Lengra virtist ekki hægt að komast, en þó fann eg þar hurðarskrifli úti í horni, læsingarlaust. Eg treysti á hurð- ina og fann að fyrir henni mundi vera hleypiloka að innanverðu. Að þetta væri inngangur að bústað hugvitsmanns, var harla ólíklegt, en þó barði eg að dyrum. Magnús kom þá sjálfui til dyra og bauð mér inn. Úti fyrir skein júlísólin í heiði. Þetta var einn af dásemdardögum þess mánaðar. En inni í vistarveru Magnúsar var dimmt og kalt og þungt loft. Þar varð heldur varla þveríótað fyrir alls konar tækjum, sem hann hefir fundið upp og gert frumsmíð að. Þarna er íbúð hans og vinnustofa. ----o------ Magnús er fæddur í Alviðru í Dýrafirði. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson og Kristín Pálsdótt- ir, búendur þar, en ekki ólst hann upp hjá þeim, heldur njá föður- systur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur í Lambadal í Dýrafirði og Auðuni Jónssyni, manni hennar. Snemma mun hafa farið að bera á hug- kvæmni hans og að hann hugsaði öðru vísi en önnur börn. Þegar hann var sex ára fekk hann hníf að gjöf. Og þegar í stað greip hann sú hugsun, að nú skyldi hann smíða eitthvað sem hann hefði aldrei séð, og enginn maður annar séð. Smíð- aði hann svo hjól, öðru vísi en þau hjól, sem hann hafði séð. Er þetta dálítið einkennilegt, því að margir vitmenn halda því fram, að hjólið sé snjallasta uppgötvun mannsand- ans. Æskuár sín lifði Magnús í hug- séðum heimi, en þegar er hann hafði þroska til, varð hann að fara á sjóinn. Það var eini bjargræðis- vegurinn þar á þeim árum. Fyrst var hann á opnum bátum og síðan á skútu á skaki. Hann var ekki fiskinn. Honum leið illa þar og verst þótti honum þó að félagar hans, sem voru dagfarsprúðir menn í landi, urðu ruddalegir og óhefl- aðir þegar út á sjóinn kom. Hann gat ekkert hugsað og lífið varð honum kvalræði. Að upplagi hafði hann verið hneigður fyrir smíðar og tók nú það fyrir og gerðist báta- smiður og undi vel við það um sinn. En svo kom að því að honum fannst starfið einhæft og tilbreyt- ingalaust. Það var eitthvert eirð- arleysi í sálinni, eitthvað sem vildi brjótast út, en fekk ekki fram- rás.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.