Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 445 Fjögurra strengja hljóðfæri, stigið, tónn vakinn með hægó Hendi, strengjagrip með vinstri hendi. Seinast varð það úr að hann fór hingað til Reykjavíkur og var hér öðru hvoru um tíu ára skeið, en settist hér að 1930. Þá var hann þegar farinn að fást við uppgötv- anir. Hið óséða og ófundna heill- aði. Og nú var teningununr. kastað, hann hafði fundið hlutverk sitt í lífinu og gat ekki slitið sig frá því. Hefir hann þó orðið að vinna ýmislegt annað til þess að geta dregið fram lífið. Það er kald- hæðni örlaganna; því að margar uppgötvanir hans ættu að geta veitt honum gnægð fjár, ef þær væri hagnýttar. En hann hefir aldrei haft efni á því að koma þeim í framkvæmd, og vegna þess að ekki hefir verið hægt að rata til hans fylgdarmannslaust, þá hafa aðrir ekki fengið áhuga fyrir þeim og hagnýting þeirra. ----o---- Uppfinningar Magnúsar eru með ýmsu móti og á ýmsum sviðum, svo sem á sviði hljómlistar, sjávar- útvegs, siglinga, landbúnaðar, læknislistar o. s. frv. Má hér geta um nokkrar þeirra: Hljóðfæri: Strokharpa, þrjár eða fjórar gerðir af strengjahljóðfær- um með fiðlutónum og ýmsum blæbrigðum, strokharmoníum og kliðharpa. Ennfremur nokkrar tegundir af hljóðdeyfurum á strok- hljóðfæri. Lækningaáhöld: Húðbursti, „vibrator“, til að lækna ofþreytu. gigt og harðsperrur, annar „vibra- tor“ til húðstyrkingar, nöfuðbursti og andlitsbankari. Fyrir landbúnað: Tvær gerðir a sjálfvirkum grindum í hliðum, súg- þurrkun, hesjur til að þurrka á hey, broddvals til að losa um gras- rót, vélhrífa, skurðgrafa, garð- sláttuvél. Til sjóferða og útgerðar: Tæki til að lægja brotsjó, og annað sem lægir sjó og getur um leið verið bárufleygur, veiðivél til að dæla botnfiski upp í skip, ánald til að dæla síld upp úr herpinót, fisk- veiðaháfur fyrir kola og annan botnfisk, annar fiskveiðaháfur, tæki til verkunar á skreið, kapp- siglingabátur, ný stýrisgerð, grindabátur, útbúnaður á hafskip til að gera þau hraðskreiðari og stöðugri á sjó, silungsgildra. Frummyndirnar að þessum upp- finningum eru margar frumstæðar, og segir Magnús sjálfur að þær sé að mestu aðeins frumdrættir, til þess að sýna hugmyndirnar og hvað í þeim felst, ef einhverjir skyldu vilja gera úr þeim nothæfa hluti. Hann hefir sjálfur ekki haft Lítil kliðharpa, smíðuð í tilrauna- skyni, með nótnaborði en tónninn líkt og í mandólíni eða balaleika. aðstöðu til þess að gera fullkomin líkön, því að húsakynni þau, er hann hefir til umráða, eru ekki þannig, að það hafi verið hægt. Kjallaraholan er svo niður grafin, að hún er undir yfirborði tjarnar- innar. Sækir þar vatn að á vetrum, svo að oft verður að standa í austri, og má nærri geta hvort hægt muni að geyma þar nokkurn vandaðan hlut. Þar má og heita giuggalaust, og upphitun er engin. En inn um gluggasmugurnar, sem eru upp við loft, kemur götu- rykið í stórgusum ef þær eru opn- aðar, svo að um lofthreinsun er ekki að tala. Hlýtur því allt, sem þar er, að liggja undir skemmdum, enda hefir Magnús margan hlutinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.