Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 452 hún hafði vitað hvað hún var að gera. Um leið og við drógum hana upp á bakkann, kvað við mikill bjöllu- hljómur, og dýrindis Daimler sjúkra- bifreið tvístraði fólkinu og renndi þarna að. í bifreiðinni voru tveir að- stoðarmenn, hjúkrunarkona, heit vatnsflaska, teppi og alls konar þæg- indi, sem stjórnin leggur til. Enginn efi er á því, að stúlkunnar hefir beðið gufubað, þegar hún kom til sjúkrahússins, og sennilega heitur matur líka, í staðinn fyrir að þeir sem henda sér í Thames, fá ekki nema te. (Úr „Thames Waters“) BRIDGE « A K 10 ð 7 V - ♦ A K D 9 5 * A 9 6 A 6 5 V D 7 5 3 ♦ 8 6 4 2 + D 5 2 voru þessar: V N A S 1 hj. 2 hj. pass pass pass 3 hj. pass 4 t. pass 6 t. N sagði nokkuð hranalega, hann neyðir S til þess að segja, hvort sem hann getur eða ekki. Og peir áttu skilið að tapa einum slag, og hefði tapað honum, ef A hefði ekki hjálpað! H Á kom út og var drepinn með trompi. Síðan tók S slagi á S A og S K og sló enn út spaða, en þá drap A með T G og S fleygði þá af sér laufi En svo kemur A út með LG! S drap með drottningu, V með kóng og borðið með ás. Nú tók S trompin af andstæð- ingum og trompaði síðan spaða. Svo sló hann út hjarta og trompaði í borði og tók svo slag ó fríspaðann, en í hann fór seinasta laufið af hendi. Þá kom út lauf og var trompað, en í þaS kom 10 frá V og nú var L 9 frí á hendi. Þannig vannst spilið! m u V G 9 8 ♦ G 7 3 * G 8 7 4 3 á G 8 3 2 V A K 10 6 4 2 ♦ 10 4. K 10 HJA ELLIÐAÁRVOGI — Skammt fyrir norðan Gelgjutanga í Elliðaárvogi byrjar klettabelti meðfram voginum að vestan og nær það svo að segja óslitið út á móts við geðveikrahælið. 1 þessu klettabelti er sums staðar ljósleitt grjót, sem Eggert Ólafsson kallaði Gráberg. Úr því var tekið efni í grunn litunar- húss verksmiðjanna í Reykjavík og í múrinn kringum katlana í því. Þetta litunarhús, var einnig kallað þófaramylna, því að þar var bæði litað og þæft veðmálið frá verksmiðjunum. Það stóð hjá ósnum um það bil sem nú er vegurinn. Var Skúli fógeti mjög móti því, að húsið væri reist svo langt frá verksmiðjunum, en forstjóri verksmiðjanna, sem var danskur, réði þvi, — Liklegt er þó að Skúla hafi litist vel á grjótið, sem haft var til byggingar- innar, því að þegar hann lét reisa Viðeyarstofu, lét hann sækja grjót inn ið Elliðaárvogi til þess að hafa í gluggaumgerðir hússins. Eru nú 200 ár siðan og ekki gott að vita hvar grjótið í giuggana hefir verið tekið, en allar líkur benda til þess að það hafi verið á þeim stað, er sést hér á myndinni. HROSSAKJÖTSÁT Gísli hét fátækur bóndi í Laxholti syðra. Hann var hin mesta hrossagröf og át stundum á einum vetri sextán hesta, með hyski sínu. Hann hafði kenningarnafn og var kallaður „gust- ur“. — Um þær mundir sem lögmað- ur Magnús Stephensen bjó á Hólmi, vildi hann innleiða almennt hrossa- kjötsát í landinu, því breytingasýki og nýungagirni var mikil í honum. Varð hann af hófleysu sinni og frekju, er hann brúkaði í að fá nálega öllu gömlu breytt til nýrri hátta, hjá flestum lönd- um sínum illa þokkaður, og varð þess vegna fyrir níðkveðskap. Magnús gekk á undan öðrum með hror sakjötsátið og keypti merhryssu til frálags af Gísla. Þá var kveðið: • Hrossætan á Hólmi býr, hefir margt að sýsla, etur merar álmatýr út úr Laxholts-Gísla. (Séra^Friðrik Eggerz). DÓMUR OG NÁÐUN Árið 1713 var 16 ára stúlka úr Skaga- firði dæmd til lífláts á Alþingi fyrir það að hafa átt barn með föðurbróð- ur sínum. Dómnum var þó skotið til kóngsnáðar. Liðu svo 12 ár. Þá fyrst kom náðun konungs (dags. 16. marz 1725), en þá var Kristínu jafnframt gert að skyldu að rýma burt úr Skaga- fjarðarsýslu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.