Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Qupperneq 1
Rányrkja á Reykjanesskaga og hvernig nú er byrjað að græða sárin GULLBRINGUSÝSLA er ein- kennilegasta sýsla landsins. Hún nær yfir meginhluta Reykjanes- skaga, um 60 km á lengd og 16—33 km á breidd. Þessi mikli skagi er með öllu óbyggilegur nema með ströndum fram. Hann er mest- megnis hraunum þakinn. Á allri strandlengjunni frá Hamarskots- læk í Hafnarfirði vestur um út á Garðskaga, þaðan suður á Reykja- nes og þaðan inn að Krýsivík fell- ur engin á og enginn lækur til sjávar. Vötn eru þó nokkur og tjarnir á skaganum, en hafa ekki afrennsli til sjávar. Alla úrkomu gleypa hraunin og kemur vatnið víða fram í sjávarmáli undan hraunjaðrinum. ótal eldstöðvar, gamlar og nýrri, eru um allan skagann, og frá þeim hafa hraunflóð runnið í allar áttir. Upp úr standa nokkur móbergs- íjöll og horfa yfir hinn storknaða brimsjó. Hér eru öræfin rétt við bæardyr höfuðborgarinnar, hrjóst- ug, úfin og köld í viðmóti, en með öllum þeim töfrum, sem öræfi búa yfir, sífelldum breytileik í öllum tómleikanum, kynjamyndum og brosandi línum og litum. í auðn- inni er líf og fegurð, unaðslegar vinjar í mosaklæddum apalhraun- um, fjallaloft og dásamleg útsýn af tindum og fellum. En skaginn hefir verið gróður- sælli áður. Mannshöndin hefir um Reykjanesskagi, eldbrunninn, hraunum þakinn og rúuul fróðrl eftir hamfarir náttúrunnar og rányrkju mannanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.