Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 455 gömlu Krýsivík. Síðan hefir marg oft verið eldur uppi fyrir Reykja- nesi, allt fram á ofanverða 19. öld, en engin hraun runnið á skagan- um. Þessar frásagnir nægja þó til að sýna, að eldsumbrot hafa spillt mjög landkostum síðan á landnámsöld. En það er þó ekkert á móts við þau spjöll, er manns- höndin hefir unnið þar. ----o---- Gömlu hraunin hafa víðast hv?r verið gróin, þegar menn settust hér að. Hefir þar verið lyng, víðir, fjalldrapi og birkikjarr, eins og sjá má á örnefnum og enn má sjá í Almenningum milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns. í máldaga Hval- eyrarkirkju, sem gerður var að undirlagi Steinmóðs Bárðarsonar ábóta í Viðey (1444—1481), segir að Laugamesskirkja eigi lítinn skóg við landsuðri í Hvaleyrar- höfða. í Vogaholti var forðum mik- ill skógur og sáust merki hans fram að seinustu aldamótum. Kirkju- land var kallað afréttarland Garða- kirkju og fyrir hundrað árum er getið um skóg þar í Vífilsstaðahlið, Setbergshlíð, í Helgafelli, sunnan í Ásfjalli og í Undirhlíðum. í landi Hvassahrauns var skógur og eru enn til nokkrar leifar hans. Um þessar skógarleifar segir séra Árni Helgason í sóknarlýsingu; „í al- mæli er að skógum þessum fari aftur, og er það ei kyn, þegar þeir sums staðar kulna út, en eytt er árlega, ei aðeins af fólki í þessari sveit, heldur úr næstu sveitum, bæði til kolagerðar, eldsneytis og fóðurs fyrir nautpening. Verst mun samt gera, að hrísið er tekið af þeim, sem búa hér í sveit. á vetr- ardegi til fóðurs, þegar allur neðri partur hríslunnar er 1 snjó og klaka, og numið af það sem stend- ur upp úr snjónum, því nýtt hris þykir betra til fóðurs heldur en aðdregið á haustum og svo geymt í buðlungum. Töluverðu hrísi og lyngi er eytt til eldiviðar, sem af fátæklingum sem ekki hafa nenn- ingu til að afla sér eldiviðar á sumrin, er sótt á vetrum þegar þörfin að þrengir. Því fleiri tómt- húsmenn að höndlunarstaðnum safnast eða fá bólfestu í þessu afla- plássi, því meir er gengið að skóg- inum“, Þessi lýsing bregður upp mynd af því hvernig farið hefir um allan skagann. Sá var annmarki á öllum Suð- urnesjum frá upphafi, að þar var enginn mór til eldsneytis og víðast lítið um rekavið, einkum á norðan- verðum skaganum. Þess vegna hafa menn þegar byrjað á því að ganga í kjarrið eftir eldiviði. En þegar það þraut, þá var farið að rífa lyng til eldneytis. Þá hófst uppblástur og ónýttust beitarlönd. Var þá gengið að gróðrinum með enn meiri harðneskju, því að nú þurfti að rífa hrís og lyng til fóðr- unar búpenings að auki. Fer þá svo að landið verður örfoka næst byggðunum. Síðan er sótt lengra og lengra, þangað til svo er komið uppblæstrinum að byggðirnar Grindavík, Hafnir og Rosmhvala- nes hafa ekki neitt til eldsneytis nema þang og fiskbein. Allur fram- hluti Skagans er orðinn að eyði- mörk og sandstormar leggja marg- ar jarðir í auðn. ----o--- Eftir að konungsvaldið sölsaði undir sig jarðeignir Viðeyarklaust- urs og sló þar með eign sinni á flestar jarðir á skaganum, versn- aði þó ástandið til muna. Þá koma ýmsar kvaðir, meðal annars sú að flytja skógvið (hrís) heim til Bessastaða og Viðeyar eins og búin þar þurftu til eldiviðar. í Jarðabókinni 1703 eru greini- legastar upplýsingar um hvernig farið var með gróðurinn í Gull- bringusýslu. Skal hér tekinn út- dráttur úr henni eftir hreppum: Grindavíkurhreppur. Þar eru þá 8 jarðir og á kóngur eina, en Skál- holtsdómkirkja hinar. Þessum jörðum fylgja 25 hjáleigur. Allar hafa jarðirnar rétt til kolagerðar í Suðurnesja almenningum, nema Krýsivík, sem þá er talin eiga skóg til kolagerðar og að nokkru leyti til eldiviðar. „Um alla þessa sveit kappkostar fólk að draga til sírf á haustin ofan úr heiðum hrís og lyng svo mikið sem hver megnar“. Hafnahreppur. Þar voru eftir þrjár jarðir og 5 hjáleigur. Ein jörðin var bændaeign, en tvær kirkjujarðir. Ekki er getið um nein skógarítök hjá þeim, en á lausum miða segir Á. M.: „Bæanna lönd, er í Höfnum liggja, eru uppblásin og graslaus hrjóstur og ætla með tíð að eyðileggjast." Rosmhvalaneshreppur. Þar á konungur 24 jarðir með 59 hjáleig- um. Þar er ekki annað en fjöru- þang til eldsneytis „og lítilsháttar lyngrif sums staðar“. Auk þessa er kirkjujörðin Útskálar með 9 hjá- leigum og Miðhús (einkaeign). Allar höfðu jarðir þessar rétt til kolagerðar í Almenningum. Vatnsleysustrandarhreppur. Þar voru 18 kóngsjarðir og þrjár kirkjujarðir og fylgdu þeim 34 hjáleigur. Allar þessar jarðir höfðu rétt til kolagerðar í Almenn- ingum, nema Hvassahraun, en um það segir: Rifhrís til kolagerðar á jörðín í heimalandi og bíður þar stóran ágang af Stærri og Minni Vatnsleysu ábúendum og hjáleigu- mönnum. Annars brúkar jörðin þetta hrís til að fæða kvikfénað í heyskorti. — Hríshestakvöðin byrjar í Stóru Vogum og svo voru 2 hríshestar af hverri kóngsjörð, nema einn af Landa- koti, eða alls 27 hríshestar, sem áttu að flytjast heim að Bessastöðum. Langflestir bænd- ur höfðu þá iceypt þessa kvöð af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.