Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Síða 4
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sér með fjórðungi fiska fyrir hvern hríshest, vegna þess að þar var ekki hrís að fá. Vatnsleysubændur máttu þó ráða því hvort þeir vildu heldur, en Hvassahraunsbóndi varð að flytja tvo hríshesta að Bessa- stöðum á hverju ári. — Um Stóru Voga segir: Skóg hefir jörðin átt til forna til kolagerðar naumlega, nú er hann fyrir löngu svo eyddur, að þar er varla rifhrís að fá sem þéna megi svo styrkur heiti til eldi- viðar. Um Minni Voga og Brunna- staði er sagt að þar sé dálítið hns- rif. Álftaneshreppur. Þar voru 27 kóngsjarðir og áttu bændur að skila 48 hríshestum heim til Bessa- staða og stundum meira. Flestum var vísað á skóg í Almenningum. Allar jarðirnar og hjáleigur þeirra höfðu rétt til kolagerðar í Almenn- ingum. Um skóg er getið á nokkr- um jörðum. — Lónakot: Skógur hefir til forna verið og er það nú meira rifhrís, það brúkar jörðin til kolagerðar og eldiviðar og fóð- urs. — Þorbjarnarstaðir: Skóg hefir jörðin átt, en nú varla nema rifhrís, er nægir til kola og elds- neytis og fóðrunar. — Hvaleyri: Hrísrif hefir jörðin nokkurt í heimalandi og er það að mestu eytt. — Setberg: Skóg hefir jörðin átt til forna, nú er þar hrísrif lítið. Garðakirkja átti 17 jarðir í hreppnum og af þeim skyldi skila 25 hríshestum. Skyldu bændur taka hrísið 1 Kirkjulandi „so lengi það varir, síðan kannske í Almenn- ing, ef þar er þá nokkuð“. Um Garða segir: Skóg á staðurinn sem brúkast til kolagerðar og tekur mjög að eyðast. Um Vífilsstaði segir: Skóg hefir jörðin átt og er hann nú eyddur svo að þar er eftir lítið hrísrif. Seltjarnarneshreppur. Þar voru 13 köngsjarðir, sem af voru heimt- ir 23 hríshestar, en presturinn á Lambastöðum neitaði sinni kvöð og bóndinn á Kleppi skilaði aldrei sínum tveimur hríshestum, þótt eftir væri kallað. Bændurnir á Hrólfsskála og Eiði fengu að leysa sig undan kvöðinni með því að borga 5 fiska fyrir hvern hríshest. Um Vatnsenda og Elliðavatn er sagt að þar sé rifhrís notað til kola- gerðar og eldsneytis en sé komið að eyðingu. Um Hólm segir að jörðin hafi áður átt skóg en hann sé nú alveg eyddur, svo að ekki sé þar nægilegt hrísrif. Mosfellssveit. Þar voru 19 kóngs- jarðir og skyldu greiðast af þeim 35 hríshestar, en bændur á Reynis- vatni, Kálfakoti og Lambhaga fengu sig leysta undan kvöðinni með 10 fiskum í kaupstað hver. Bóndinn í Laxnesi neitaði harðlega að inna kvöðina af hendi, þótt eftir væri gengið. í Helgadal var tví- býli og skilaði annar bóndinn, Markús, einum hesti af hrísi til Bessastaða. „Kvaðst hann hafa gert það fyrir hræðslu sakir, því þá er hann kom til Bessastaða að taka heimajörðina af Jens Jurgensson hafi þetta borið í tal og Markús mælst undan þessu hríshestsgjaldi og kallað það væri nýtt, hafi þá Jens reiðst og slegið sig með stokknum á öxlina“. — Þess er getið að í Helliskoti sé ,skógur til eldiviðar mjög eyddur.“ Annars er ekki getið um skóg, og hafa bænd- ur orðið að sækja í Almenning til þess að leysa kvöðina af hendi. Kjalarneshreppur. Þar voru sex hríshestar heimtir af þremur kóngsjörðum, Þerney, Álfsnesi og Fitjakoti. Bændur kváðust verða að sækja hrísið suður í Almenn- ing og fari til þess 2—3 dagar í hvert sinn. Alls eru það 150 hríshestar, sem heimtaðir eru af bændum á hverju ári, en „hríshestur er svo mikið hrís, sem hestur getur borið“ Auk þessa hafa bændur svo tekið hrís til sinna þarfa, svo sjá má að það er ekkert smávegis skarð, sem höggvið er í skóglendurnar á hverju ári. Sjötíu árum seinna skrifar Skúli Magnússon sýslulýsingu sína. Þar segir hann: „Af flestum jörð- um verður að svara tveimur hrís- hestum, nema jörðum í Grinda- víkur-, Býaskersþingsókn og Njarðvíkursókn. Samanlagt eru hríshestar 121, og eru 27 þeirra færðir til tekna, hver á IIVí sk., samtals 3 rdl. 16 sk. Hinir 94 eru lagðir Bessastöðum og Viðey“. Hann segir einnig: „Um skóg er hér ekki að ræða á síðari tímum, og ekki annan trjágróður en lítið eitt af smávöxnu birkikjarri." Engan þarf að undra þótt svo sé komið eftir alla þá rányrkju, sem hér hefir farið fram öldurn saman. Hitt er furðulegra að nokk- uð skuli vera eftir af kjarri í Gull- bringusýslu. ----0---- Viðey er eitt af þeim gömlu nöfnum, sem benda til að skógur hafi verið hér um allt í fornöld. Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni: „Ekki vita menn til þess, að nokkuru sinni hafi verið skógur í Viðey, en þó fundust þar heilir stofnar af fúnum birkitrjám i jörðu nú fyrir skemmstu, þegar mór var tekinn á nýu svæði“ — Þannig hefir víðar verið þar sem engan grunar nú að skógar hafi nokkuru sinni þrifizt. Fyrstu tilraunir um skógrækt voru gerðar hér 1752. Komu þa hingað danskir menn og settu nið- ur nokkrar víðiplöntur á Bessastöð- um. Komu á þær bloð, en þó dóu þær sama sumarið. Nokkrar plöntur af sömu tegund voru sett- ar niður í Reykjavík og Viðey, og einnig yllir, greni og fleiri trjáteg- undir, en það dó allt á næsta ári. Grenifræi var þá og sáð í órækt- að land hingað og þangað í Viðey, V 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.