Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 457 Hákon Bjarna- son skógræktar- stjóri hjá elzta grenitrénu í Vndirhlíðum. einkum í klettana við sjóinn, kom það upp, en allar plönturnar voru dauðar á þriðja ári. Þessi reynsla mun síður en svo hafa aukið trú manna á að skóg- ur gæti þrifizt hér á þessum út- kjálka. Síðan hefir margt breyzt, og ekki sízt trú manna á landið og gróðurmátt þess. Sú kynslóð, sem nú er uppi, er bjartsýnni en nokkur önnur, sem búið hefir í landmu. Reynsla hennar sýnir og að hér er hægt að koma upp skóg- um betri en áður þekktust, og hægt að breyta aftur í gróðurland landi sem komið var í örtröð. — Næsta kynslóð mun verða enn bjartsýnni og stórhugaðri, eins og vera ber, og þegar svo heldur á- fram, er einkis örvænt. ----o--- Reykjanesskaginn getur aftur breyzt í gróðurlendur, þrátt fyrir vatnsskortinn, og skógar geta komizt upp þar sem þeir voru áður. Þetta sýnir bezt hið mikla átak, sem nú er verið að gera í Heið- mörk. Fyrir áhuga og starf margra manna er þar nú að rísa á legg vísir að stórum skógi. Og um leið og þar var hafizt handa og landið girt, kom náttúran sjálf til móts við mennina. Alls konar gróður hefir þotið þar upp seinustu árin. Uppblástrinum er lokið og moldar- börðin eru farin að gróa. Kjarrið, sem fyrir var, hefir hækkað og sótt í sig nýtt vaxtarmagn, en alls staðar er að skjóta upp nýu kjarri, þar sem berangur var áður. Þar hafa rætur leynzt í jörð, eða fræ borizt þangað frá hríslum, sem nú fá að dafna í friði. Þessi gróður all- ur veitir skjól nýa nytjaskó^inum, sem þar er verið að gróðursetja, meðan hann er enn á bernsku- skeiði. Hver maður, sem í Heið- mörk kemur, getur sannfærzt um þetta af eigin sjón. En spor hins nýa tíma má víðar sjá á Reykjanesskaga. Vestur í Háabjalla og hjá Sólbrekkum hefir Skógræktarfélag Suðurnesja girt lönd og hafið gróðurstarf í stórum stíl og með góðum árangri.. í sumar fór eg ásamt Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra um nágrenni Hafnarfjarðar, til þess að sjá þá breytingu, sem þar er að verða á. Við ókum fyrst fram hjá Sléttuhlíð, þar sem Hafnfirðingar eiga sumarbústaði sína. Hlíðin, sem nú væri ef til vill að mestu örfoka, ef mannshöndin hefði ekki komið henni til bjargar, er nú að klæðast grænum feldi að nýu og er gaman að sjá hvað sumir hafa breytt landinu umhverfis bústaði sína. Áður en langt um líður verða fok- sárin þarna gróin og vaxandi skóg- ur á uppsiglingu. Við ókum suður í Kaldársel. Þar tr úfið hraun og berar og blásnar hlíðar. Skógarnir sem þar voru áður, eru gjörsamlega horfnir. Við gengum þaðan suður með Undir- hlíðum. Þar kom Skógræktarfélag Hafnarfjarðar upp skóggirðingu fyrir nokkrum árum. Voru þar þá enn nokkrar skógarleifar í brekk- unum og var þeim bjargað á þenn- an hátt. En þar hefir fleira gerzt. Þegar brekkurnar blöstu við okk- ur, voru þær fagurbláar tilsýndar, allt frá jafnsléttu og upp á brúnir. Eg spurði Hákon hvernig stæði á þessum bláa lit. — Þarna vex blágresi, sagði hann, síbreiða af því alls staðar milli skógarrunnanna. En líttu á brekkurnar hér um kring utan girðingar. Þar sést ekki eitt ein- asta blágresi. Hvernig heldurðu að standi á því? Eg gat ekki gizkað á það. — Þetta er hið einfaldasta og augljósasta uæmi um þau spell,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.