Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 6
458 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nýjasta rányrkjan: Jarðýtum hefir verið beitt á gróðurtorfurnar fyrir sunnan Hafnarfjörð. sem hljótast af sauðfjárbeit. Kind- ur eru sólgnar í blágresi og það sést hvergi utan girðinga á Reykja- nesskaga. En undir eins og girðing* arnar eru komnar, þá nemur blá- gresið þar land og margar aðrar gróðurtegundir, sem ekki sjást axmars staðar nema þá þar sem sauðkindin kemst ekki að þeim. Síðan mannshöndin hætti rányrkj- unni á Reykjanesskaga, er það sauðféð, sem er að útrýma þeim gróðri, sem hér er eftir. Það er sorglegt, því að sauðfjárrækt ætti ekki að vera stunduð á Reykjanes- skaga. Þetta er ekki sauðfjárrækt- arhérað að landkostum. Og eftir því sem meiru er bjargað af gróð- urlendum með girðingum, hlýtur sauðfjárræktin að leggjast niður. Féð verður ekki lengi að leggja í örtröð allt sem er utan girð- inga.-------- Fyrir mörgum árum gekk eg fram með Undirhlíðum og þótti fagurt um að litast í þessari vin. Nú er þar sýnu blómlegra. Kjarrið, sem fyrir var, hefir náð meiri þroska en áður og sérstaklega er það áberandi hvað undirgróður er meiri og kjarklegri, grös, blóm og alls konar lyng. Á einum stað ligg- ur girðingin um þveran birkirunna. Innan girðingar er hann orðinn hár og líflegur, en utan girðingar eru nokkrir svartir angar með ein- staka laufblaði inn á milli. Hér sést máttur friðunarinnar. Fé hefir bít- ið þann hluta runnans, sem er utan girðingar, svo hann er að deya. Eins er um brekkurnar og grundirnar þar um kring. Utan girðingar er allt nagað niður í rót, en innan girðingar er allt umvafið grasi og háu lyngi. Fyrir nokkrum árum var byrj- að að gróðursetja tré þarna innan um skóginn sem fyrir var. Þar var sett niður greni, tvær tegundir af furu og eitthvað fleira. Hér er sama sagan og annars staðar á vest- anverðu landinu, að grenið ber langt af öðru. Þarna er nú komin falleg greniskógarspilda og eru hæstu trén um tvær mannhæðir. Þetta er Sitkagreni. Getur varla leikið á tveim tungum að þar er sú trjátegund, sem vér verðum að leggja mikla alúð við og líklegust er til þess að klæða landið og gera það stórum betra en það áður var. Héðan förum við niður að Hval- eyrarvatni. Þar á Hákon dálítið land, sem hann lét girða fyrir þrem -ur árum. Þótt tíminn sé svona stuttur, er sjónarmunur á landi innan girðingar og utan. Þarna var líka ofurlítið kjarr, sem girðingin lá yfir. Inni var það þéttlaufgað og hnéhátt, en utan girðingar líkt og stutt sprek. Þar höfðu kindur verið að verki. Umhverfis Hvaleyrarvatn hafa áður verið fagrar skógi vaxnar hlíðar. Þegar skógurinn hvarf hófst þar uppblástur. En ennþá standa þar grænar torfur víða og hafa gamlar skógarrætur haldið þeim saman og hlíft þeim fram að þessu. Ef þær væri friðaðar mundu börð- in brátt gróa og gróður síðan fær- ast milli þeirra. Nú nudda sauð- kindur sér upp við börðin og hjálpa eyðingaröflunum til þess að afmá þessa grónu bletti. Mannshöndin er líka að hjálpa eyðingaröflunum. Á einum stað hafði verið gengið með jarðýtur á rofabörðin til þess að ná í mold. í iandi sínu er Hákon að gera tilraunir með tvær gróðurtegundir vestan frá Alaska, lúpínu og mel- gras. Lúpínan er fagurt og hávax- ið blóm með safaríkum blöðum. Hún virðist þrífast alls staðar og er ekki vönd að jarðvegi. Hún er að dreifast þarna um allt af eigin ram- leik, fer um hollt og börð og flög og mun brátt þekja mikinn hluta landsins og bjóða öðrum gróðri heim, þar sem hann gat ekki náj fótfestu áður. Melgrasið er mjög svipað íslenzku blöðkunni, nema hvað það er harðgerara. Fjöðrin er breiðari og lengri og stendur beinna. Hér er ef til vill fundinn sá landnemi, sem getur breytt auðnum Hafna í gróðurlönd að nýu. Skammt þaðan, neðar með vatn- inu, lét Valdimar Long í Hafnar- firði girða dálítinn skika fyrir nokkrum árum. Hann hefir lítt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.