Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 Útsýn úr skógar- lundinum í Und- irhlíðum norður til Almenninga. unnið að jarðabótum þar og þess vegna sýnir þessi blettur ljóst . hvernig fer þegar ágangi sauðfjár er af létt. Þar er allt að gróa af sjálfu sér og blágresið hefir num- ið þar land. — Héðan ökum við suður í Almenn- inga, þennan furðulega reit, þar sem bændur í mörgum hreppum gerðu til kola og hjuggu hundruð hesta af hrísi árlega öldum saman, en gátu þó ekki urið upp skógar- gróðurinn með öllu. Kjarrið í Al- menningum helt velli, þrátt fyrir þessa óskaplegu meðferð. Það er enn lifandi milli Nýahrauns og Af- stapahrauns, allt frá Straumi og upp undir fjöllin. Nokkurn hluta þessa lands hefir Skógræktin girt og friðað fyrir nokkrum árum. Þar hefir orðið stór breyting síðan. Öll- um gróðri hefir fleygt fram, og einkum hefir kjarrið vaxið og breiðst út og eru þar sums staðar komin stofnahá tré. Hér hefir nátt- úran sjálf verið að verki, og hún getur orðið nokkuð afkastamikil, þegar hún fær að vera í friði. Næst liggur svo fyrir að girða allt landið í Almenningum og lofa því að ná sér aftur. ----o---- « Hér verður þó gert miklu stærra átak er stundir líða. Skógurinn í Heiðmörk færist vestur á bóginn. Setbergshlíð og Vífilsstaðahlíð eru ákjósanlegir staðir til skógræktar. Þær taka við af Heiðmörk og svo kemur Sléttuhlíðin. Einhvem tíma verður eitt samfellt skóglendi alla leið frá Kirkjuhólmatjörnum og Gvendarbrunnum vestur undir Kaldársel. Svo kemur skógur í endlöngum Undirhlíðum og nær svo að segja saman við skóginn í Almenningum. Þá má segja að nokkuð sé bætt fyrir syndir feðr- anna. Á. Ó. Fjárrekstur Jarmur. Eins og hötg af harmi haustföl drjúpa strá. Hrímperlurnar blóma barmi blika dánum á. Sigla dimmleit skýjaskipin skuggabrautum á. Horfir þögul, svöl á svipinn sveitin fjörðinn á. Jarmur, gelt og hrópin háu heyrast allt um kring. Hófatak í grjóti gráu. Geisar hrafnaþing upp í holti. Berja-brekkur bera dumbrautt lyng. Lamb úr hópnum stygga stekkur, stóran tekur hring. Jarmur. Leitar hugur hjarðar heirn á fjallasvið. Áttu þar við auðlegð jarðar æsku, sumarfrið. Áttu margra dýrra daga draum við móðurhlið. Geymir liðin sumars-saga sól og lindarnið. Jarmur eins og stiiltur strengur stöðugt sár og hár. Þótt fái ei að leika lengur lifa hjartans þrár. Inn á milli frjálsra fjalla fagur himinn blár. Stoðar lítt að kvarta, kalla, kvatt er sóiskins ár. Jarmur. Styttist leiðin langa liðið fram á kvöld. Upp í loftsins hvelfing hanga húmdökk skýjatjöld. Lömbin þreytt að húsum halda. Hljóð er nótt og köld. Grípur þungstreym undiralda óttans lambafjöld. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka. Englendingur kom á veitingahús f Kína og bað um kjötkássu. Og honum þótti kássan svo góð, að hann hrósaði henni á hvert reipi við veitingamann. — En ég vona, sagði hann í gamni, að þið hafið ekki orðið að slátra hundi til þess að búa hana til. — Nei, nei, sagði veitingamaður, við slátrum þeim aldrei, við látum þá verða sjálfdauða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.