Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 8
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veturseta á Suburheimskautinu ÞAÐ VAR árið 1928 er Byrd var að undirbúa för sína til Suður- skautslandsins, að skátum í Banda- ríkjunum var gefinn kostur á að hafa einn mann í þeim leiðangri. Fór síðan fram samkeppni milii allra skátafélaganna þar í landi um valið á þessum eina manni og vildu allir koma sínum manni að, svo að um þúsundir skáta var að velja. Úr þessum hópi var svo vinsað og voru seinast sex eftir og skyldi Byrd sjálfur velja milli þeirra. Hann valdi 19 ára gamlan pilt, Paul A. Siple frá Pennsylvaníu, og hann sá aldrei eftir því. Var Siple með honum æ síðan á suðurferð- um hans. Og þegar Byrd átti að taka ákvörðun um, hver skyldi for- ingi fyrstu vetursetumannanna á Suðurpólnum, þá var hann ekki í neinum vafa um hver hæfastur væri til þess allra manna. Það var Paul Siple. Og að áeggjan Byrds tókst Siple þennan vanda á hend- ur. Með seinustu ferð frá Suðurpóln- um, rétt áður en veturinn lagðist þar að, sendi Siple frásögn um hvernig allt hefði gengið fram að þeim tíma, hvernig þeir hefði búið um sig undir veturinn og hvaða verkefni væri fyrir höndum. Hann hafði talað þetta á segulband og síðan birtist það í „The National Geographic Magazine“. Mun marg- an fýsa hér, eins og annars staðar að fá fréttir af fyrstu manna- byggðinni á sjálfu Suðurskautinu. Er því birtur hér útdráttur úr greininni. FRÁSÖGN DR. SIPLE Skömmu eftir að eg tala þessi orð inn á segulband hér á Suður- I FYRSTA skipti hafa menn haft vetursetu á heimsenda, sjálfu Suð- urheimskautinu. Það eru amerískir vísindamenn, undir forustu dr. Paul A. Siple. Eftir þriggja ára undirbúning, sem hinn frægi pólfari, Richard E. Byrd, sá að mestu leyti um, var bækistöðin á Suðurpóln- um tilbúin í janúar s. 1. Þá fluttust vetursetumenninrir þangað. Miðs- vetrarnóttin er þar 21. júní. þegar hér er lengstur dagur. — Suður- skautslandið er hér um bil helmingi stærra en Bandaríkin Þar hafa nú tíu þjóðir 44 rannsókna it.öðvar vegna jarðeðlisfræðaársins. Þessi mynd var tekin 1928 þegar nítján ára piltur, Paul A. Siple, kom á fund Richards E. Byrds aðmirals i fyrsta sinn. Þessi stund var upphaf 30 ára órjúfandi vináttu. heimskautinu, mun sumarsólin hverfa. Mánuðum saman hefir hún nú verið á lofti, jafnt um hádag sem miðnætti. Nú kemur hún rétt upp fyrir sjóndeildarhringinn og veld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.