Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 9
LESBÓrv MORGUNBLAÐSINS 461 ur löngum og bláum skuggum á snjónum. Eftir fáar vikur hverfui hún alveg, og þá skellur yfir rökk- ur og dimmir meir og meir. Eng- inn maður hefir fyrr séð sólina setjast við Suðurpól. Enginn hefir fyrr haft vetursetu hér á heims enda. Nú er þegar tekið að kólna og hríðarbyljir gerast tíðari. Frost- leysið í sumar er nú aðeins óljós endurminning, því að nú sýnir hitamælirinn 40, 50 og stundum jafnvel 60 stig F. fyrir neðan frost- mark. Við erum með hlífar fyrir andliti og eigum erfitt um andardrátt þeg- ar við erum að bisa við að fullgera fyrstu bækistöðina á Suðurpólnum, áður en veturinn skellur á með ógnum sínum. Eg efast ekki um að á hinni sex mánaða löngu vetrarnótt munum við komast í kynni við meira frost, en nokkur maður hefir áður komið út í. Mesta frost, sem mælzt hefir, var í Cinyakon í Síberíu 1933 -^-89,7 stig F. Útreikningai mínir sýna, að hér á Suðurpólnum get- um við átt von á -^120 st. eða jafn- Þessi mynd er frá bækistöðinni. 1 kúlunni eru rada -tæki, sem taka móti skeytum f flugbelgjum. Kf an stendur á stöplum svo ek skefli yfir hani vel enn meira frosti. Enginn mað- ur hefir komið út í svo ægilegan kulda sem okkar bíður. En þetta er nú einmitt eitt af því sem við eigum að rannsaka hér. Við erum hér átján saman, níu menn úr sjóliðinu og níu vísinda- menn. Við höfum grafið okkur her niður til þess að athuga veðurfar og stjörnur, mæla titring jarðar og segulmagn, athuga frumeindir í há- loftunum og aldir liðins tíma í jöklinum undir okkur. Þegar eg horfi hér út um glugg- ann á gullinprýði sólarlagsins og hugsa um hina köldu og dimmu mánuði, sem eru framundan, get eg ekki annað en undrast að við skulum vera hér. Því að enda þótt undirbúningur að Suðurpólstöð- inni væri hafinn fyrir þremur ár- um, þá er það næsta ótrúlegt að allt skuli komið í kring. -lér sjást ein göngin, sem eru á milli húsanna á Suðurpólnum, gerð til þess að menn þurfi ekki að fara út í nist- andi frost. ÓLÍKAR AÐSTÆÐUR Eg renni augunum hér yfir hlý- an skálann okkar. Matreiðslumað- urinn, Gustav Segers, er að steikja stórsteik á eldavélinni. Karl John- son verkfræðingur, er að lesa í þriðja sinn á stuttri stund, bréf frá kærustu sinni í Palm Beach í Flor- ida. Hann sýndi mér póststimpil- inn á því áðan; það hefir verið viku á leiðinni til Suðurpólsins! John Tuck liðsforingi situr mak- ráður í hægindastól með segulband við hlið sér. Hann er að hlusta á Beethoven, hér á Suðurpólnum. Mér verður hugsað til brezka kapteinsins Robert Falcon Scott og félaga hans, sem tjölduðu hér í snjónum fyrir 45 árum. Svefnpok-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.