Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 10
462 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar þeirra voru votir og veittu þeim litla hvíld. Hart kex, pemmikan og samhræringur af fitu, kjöti, korn- meti og ávaxtadufti, var allt sem þeir höfðu til matar, og þó af svo skornum skammti að þeir voru glorhungraðir. Það var 18. janúar 1912 að Scott reisti enska fánann á pólnum. En það var þung sorg, að norskur fáni var þar þegar fyr- ir. Roald Amundsen og fjórir Norð- menn með honum höfðu komizt á Suðurpólinn mánuði á undan þeim. „Guð minn góður, þetta er hræði- legur staður“, hafði Scott skrifað í dagbók sína, er seinna fannst á honum helfreðnum. Átján árum seinna, 1929, flaug Byrd fyrstur manna yfir pólinn, en það var ekki fyrr en 1956 að menn stigu fótum á staðinn, þar sem Scott tjaldaði forðum. Það var 31. október og þá voru þar -r-58 stig F. og stormur svo mikill að kuldinn virtist hálfu meiri. Þarna var Georg J. Dufek aðmíráll og sex menn með honum. Þeir stóðu ekki við nema í 49 mínútur. En þegar þeir ætluðu að leggja á stað aftur, voru skíðin undir flug- vélinni frosin föst við snjóinn. Þeir urðu að beita hjálparrákettum til þess að losa hana. Þegar þeir komu aftur til Rossflóa, sagði Dufek við okkur: „Það er enn of snemmt að fara þangað. Þar er ekkert hægt að gera fyrir kulda. Eg sendi enga menn þangað fyrr en fer að hlýna í veðri“. Við vorum staddir um 1300 km. frá pólnum og þar voru 760 lest- ir af alls konar varningi, sem fjög- urra hreyfla Globemaster-flugvél- ar áttu að flytja til pólsins, bygg- ingarefni, matvæli, eldsneyti og vísindaáhöld. FLUTNINGAR HEFJAST Svo komu hinar björtu nætur, og við gátum ekki sofið. Stundum vorum við á fótum allan sólar- hringinn, drukkum súkkulaði og kaffi og töluðum um hvernig mundi vera á pólnum, ef við kæm- umst þangað. Við fengum snjó- blindu og augun urðu bólgin. Það var ekki fyrr en þreytan yfirbug- aði okkur, að við gátum sofnað. Það var Richard A. Rowers liðs- foringi, sem átti að fara á undan, með menn sína og finna hvar sjálf- ar póllinn væri. Og 19. nóvember lögðu þeir átta á stað í tveimur litlum flugvélum og höfðu með sér 11 sleðahunda. Þeir lentu heilu og höldnu og þá voru þar -^29 st. F. Þeir settu upp tjöld og fóru síðan að taka sólarhæð. Síðan fóru þeir á hundasleðum úr einum stað á annan, til þess að leita að hinum landfræðilega pól. Og þegar þeir höfðu fundið hann, voru þeir rúma 12 km. frá þeim stað þar sem flug- vélarnar lentu. Og nú hófust flutningar þangað með Globemaster vélunum. Öllu var varpað niður í fallhlífum. Tíu menn voru sendir þangað til við- bótar, og fyrsti maðurinn, sem stökk með fallhlíf úr flugvél yfir Suðurpólnum, var Richard J. Patt- on flugforingi. Eftir viku var bæki- stöðin komin langt á leið. Nú var röðin komin að mér. Á fluginu til pólsins var eg að hugsa um hvemig þessum ungu mönnum mundi nú líða í kuldanum hér, ein- angraðir á beru hjarni. Báru þeir kvíða fyrir því að þeir mundu ekki þrautunum vaxnir? Daginn eftir að eg kom þangað var það mitt fyrsta verk að taka mér skóflu og klakasög í hönd, til þess að komast að því hve mikill kuldinn væri djúpt í hjaminu. Mér var mikið áhugamál að ganga úr skugga um þetta, því að af því mátti ráða hver væri meðalhiti ársins á pólnum. Fjóra daga vann eg að þessu og gat þó ekki keppzt við, vegna þess hve þunnt loftið var. Þegar eg var kominn 18 fet niður, sýndi mælirinn -^62 stig F„ eða um 50 st. meira en meðaltal ársins er í Litlu Ameríku hjá Ross- flóa. DÝR LEIÐANGUR Snjógöng hafa verið gerð milli allra húsanna, svo að við þurfuin ekki að fara út undir bert loft, en kuldinn í þeim verður þó um -f-60 stig, svo að í hvert skipti sem við förum milli húsa, verðum við að dúða okkur upp fyrir eym. En það kemur fyrir að háræðar lun'gnanna bresta þegar menn anda að sér svo köldu lofti. Til að forðast það höf- um við svonefndar frostgrímur. Þær voru fundnar upp í seinni heimsstyrjöldinni og voru á meðal „stríðsleyndarmála“. En það var fleira en hitastig í hjarninu, sem eg þurfti að rannsaka. Athuga þurfti hve þétt hjarnið væri. Yfir- flugstjóri Globemaster-flugvélanna helt að ef til vill væri óhætt að lenda þeim þar. Rannsókn mín sýndi að snjórinn var ekki nógu harður. Þess vegna verða flugvél- arnar að fleygja öllu niður til okkar. Það er vonandi að ekki verði skortur á flugvélum. Ein Globe- master lenti í skafli á McMurdo- flugbrautinni, er hún var að koma þaðan, og braut undan sér fram- hjólið. Önnur hafði brotnað fyrir nokkrum vikum og nú hefir sú þriðja farizt; flugmaðurinn fót- braut sig er hann stökk út úr henni logandi. Slík tjón kosta mikið fé. Annars er ekki hægt að segja neitt ákveð- ið um hve mikið þessi stöð muni kosta, en eg held að kostnaðurinn muni ekki verði minni en 18 millj. dollara, eða ein milljón á hvern okkar, sem verðum hér í vetur, Mörgum mun finnast það mikill kostnaður, en það er áreiðanlegt að hann fæst endurgreiddur. Upplýs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.