Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 14
466 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr ríki náttúrunnar Huliðslitir dýranna FJÖLDI dýra líkist svo umhverfi sínu á litinn, að ekki er gott að greina þar á milli. Þetta hefir verið talið bera vott um aðhæfni lifandi vera, og hafi þau tekið á sig þessa huliðsliti til þess að verjast óvin- um sínum. Með því að vera sem allra líkust umhverfinu á litinn, hafi þau skapað sér vörn í lífsbar- áttunni, þannig að óvinir þeirra komi síðar auga á þau. Þessi var kenning Darwins. Með þessu er gert ráð fyrir þvi, að öll dýr sjái liti eins og maður- inn sér þá. Hér er miðað við sjón mannsins og hvernig þessir huliðs- litir villa um fyrir honum. En því fer mjög fjarri, að sjónin sé eins hjá öllum dýrum. Það þykir nú meira að segja fullsannað, að hin æðri dýr, spendýrin, greini liti á mjög mismunandi hátt. Getur hér því alls ekki verið um algilda reglu að ræða, að þessu leyti. Á hitt ber einnig að líta, að huliðslitir koma að engu haldi í myrkri. En nú er það mikill fjöldi rándýra, sem veið- ir um nætur og fer þá eftir heym og þefnæmi. Dýrunum, sem þau veiða, er þá ekki neitt hald í hul- iðslitunum. Að vísu er það rétt um sum dýr, að liturinn er þeim til varnar, og er rjúpan þar nærtækasta dæmið, því að hún tekur á sig búning eftir árstíðum. En með jafn miklum rétti mætti þá segja, að huliðslitir rán- dýra, sem veiða í björtu, sé til þess að þau sjáist síður og eigi því hæg- ar með að komast í ^æri við bráð sína. Væri nú litir dýranna komnir af aðhæfnishæfileika þeirra, þá skyldi maður ætla, að fuglar þeir sem lifa í skógum, væri allir græn- ir, svo að litur þeirra væri í sam- ræmi við lauflitinn, En svo er ekki. Það eru varla til nokkrir grænir fuglar nema páfagaukar. Litbrigðin og litskrúðið er því ekki eingöngu til þess að dyljast og hljóta þar að koma til greina enn íleiri ástæður. Og þá verður það fyrst fyrir, að kynlífið ræður hér miklu um, þetta sem vér köll- um að ganga í augun. Hér á landi verður sú staðreynd ljósust af lit- skrúði fuglanna. Karlfuglinn er venjulega miklu skrautlegri heldur en kvenfuglinn. Tökum t. d. græn- höfðann, með öllu sínu litaprjáli. Hann hefir ekki tekið það á sig til þess að dyljast, heldur til þess að ganga í augun á öndinni. Hitt er svo annað mál, að öndin hefir á sér það litgerfi, sem bezt fellur við umhverfið þar sem hún gerir sér hreiður og liggur á eggjunum. Hennar litur er því sýnilega huliðs- litur, sem á að varna því að hún sjáist í hreiðrinu. Svo er um marga aðra fugla, að þeir velja sér hreið- urstað einmitt þar sem litir jarðar eru líkastir lit þeirra, svo að þeir bera ekki af. En nú eru til margar fuglateg- undir, sem ekki hafa tekið á sig huliðslit í samræmi við umhverfið. Þar má nefna tvær tegundir, sem hvert mannsbarn þekkir, svaninn og kríuna. Höfðu þessjr fuglar ekki í sér hæfileikann til þess að breyta lit sínum í samræmi við umhverf- ið? Eða hafa hér ráðið einhverjar aðrar ástæður? Um kríuna gæti maður hugsað sér að þessi litur hentaði henni betur, en þótt hún tæki á sig jarðarliti. Hún lifir á veiðum, leitar uppi smásíli í vötn- um og sjó og hnitmiðar sig yfir þeim áður en hún steypir sér til þess að hremma þau. Hvíti liturinn \ getur þá verið henni huliðslitur, svo að sílin, sem horfa mót birt- unni, sjái hana ekki. Þessi getgáta styrkist við það, að flestir fiskar eru Ijósir á kviðn- um, en dökkir á baki. Dökki litur- inn á bakinu er þeim huliðslitur þegar horft er á þá ofan frá, en hvíti liturinn er þeim huliðslitur þegar horft er á þá neðan frá, upp á móti birtunni. ísleifur Císlason: Lausavísur AFTURFÖR Hrakar bæði heyrn og sjón, sem hafa starfi skilað. Heilsu minni tel eg tjón að toppstykkið er bilað. GIN OG KLAUFAVEIKI Á FLÖSKUM Einn fyrir sunnan á eg vin, áfengi sá geymdi í tösku. Þessi maður gaf mér Gin, en Guddu klaufaveikiflösku. GUDDA RAULAR Mörgum eykur mótlæti mæðuveiki og botnlangi. Enginn friður er hér meir, upp og niður skera þeir. VANSKÖPUÐ PÓLITtK (Sex framboðslistar). Alltaf þetta illa vex okkar þjóð til skaðsemi. Eru þeir nú orðnir sex útlimir á tikinni. NAFNGÁTA Upp í sveit eg eina sá ástagjarna og fyrirtak. Fögur heitir faldagná fastastjarna og koníak. (Sólveig).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.