Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 Reykþoka getur verið banvæn í ÖNDVERÐUM apríl var einkennileg móða í lofti yfir Suðurlandi, og gáfu veðurfræðingar þá skýringu á því, að þetta væri reykur, er borizt hefði með suðaustanátt frá meginlandi Evrópu eða Englandi. Englendingar kalla þetta „smog“ (dregið saman úr smoke-fog) og er það sambland af reyk og þoku, og er altítt í borgum þar. Sérstaklega er Lundúnaþokan illræmd. Hún myndast af því að smáagnir í reyk draga að sér raka loftsins og þess vegna verður þokan „sótsvört", að þar er bæði um sót og þoku að ræða. Mikil óhollusta fylgir þessu, eins og sjá má á eftirfarandi grein. Hún er rituð af P. J. Lawther, for- manni læknanefndar, sem rannsakar eitrun andrúmsloftsins. FRAM að þessu hefi okkur leyfzt að nota andrúmsloftið eins og ruslastíu fyrir reyk frá heimilum, eimreiðum, verksmiðjum og hreyflum, á þeirri forsendu, að þetta geti ekki verið hættulegt, því að reykurinn dreifist þegar í allar áttir. En samt sem áður öndum við að okkur of miklu af þessum óþverra áður en hann dreifist, og þegar hann dreif- ist ekki, þá getur afleiðingin orðið hættuleg, eins og reynslan sýndi í Lundúnum í desember 1952. Augljósasta hættan af óhollu lofti stafar af þeim áhrifum, sem það hef- ir á lungun. Andardrátturinn er til þess að safna lyfti í blóðið og losa það við kolsýru. Lyftið berst inn í blóðið gegn um háræðarnar, en ef því fylgja óhreinindi, er hætt við að æðarnar þrengist, og þá getur manni orðið örð- ugt um andardráttinn. Óhreinindin geta líka valdið bólgu og af því geta menn fengið lungnakvef og lungna- bólgu. Ýmsir hjartasjúkdómar geta og stafað af því, ef manni verður örðugt um andardráttinn, því að þá á hjartað óhægara með að dæla blóði til lungn- anna. Blóðrauðinn dregur að sér lífsloft- ið, ildið, en til er þó gastegund sem hann er sólgnari í, en það er kolsýr- lingur (sem er bæði í útblæstri bíla og í kolareyk). Ef nokkuð er af kol- sýrlingi í andrúmsloftinu, gleypir blóðrauðinn við honum og hættir að flytja ildi út í líkamann. Menn þurfa misjafnlega mikið aí ildi, eftir því hvað þeir reyna á sig, og því verður öndunin þeim mun hrað- ari sem líkaminn þarf meira af lífs- lofti. Þetta gerist ósjálfrátt, en þá er voðinn vis, ef lungun eru ekki fær um að flytja nóg af ildi út í blóðið. Þeim mönnum, sem eitthvað eru veilir í lungum eða hjarta, eða hafa andarteppu, er óhreint loft hættuleg- ast, því að það getur orðið til að reka smiðshöggið á önnur veikindi. Mest af óhreinindum loftsins stafar af kolareyk og brennisteinsgufum, sem í nonum eru. Reykurinn stafar af ófull- kominni brennslu og er því sóun elds- neytis. Brennisteinsgufan er ósýnileg lofttegund og stafar frá brennisteins- kís í kolum eða koksi. í olíureyk eru einnig brennisteinsgufur, misjafnlega miklar eftir því hve mikið er af brennisteinsefni í olíunni. Hægt er að draga úr reyk verksmiðja með öflugri kyndingu, svo að varla sjáist nema eimur upp úr reykháfunum, en það er bæði erfitt og kostnaðarsamt að ná brennisteinsgufunum úr eimnum. Mest af kolareyknum í Englandi kemur úr verksmiðjureykháfum og eimreiðum, en þess ber að gæta, að helmingi meiri kolareykur kemur úr hverri smálest sem brennt er í heimahúsum, og sá reykur fer ekki jafn hátt í loft upp. Þá er útblástur hreyfla ekki síður hættulegur í fjölbýli, því að í honum er kolsýrlingur, og um áhrif hans á líkama manna er kunnugt. En með olíureyk koma ýmis önnur efni, sem eru lungum hættuleg, einkum ef reyk- urinn er svartur og þykkur, vegna þess að vélunum er ekki vel við hald- ið. — í kola- og olíureyk eru smáagnir af sóti og tjöru, svo smáar að þær geta hæglega borizt niður í lungun og staðnæmzt þar. Það hefir komið í Ijós við krufningu að lungu hafa verið svartflekkótt af þessu. Auk þessa er í reyknum „benzpyrene" Þegar það hefir verið borið á mýs, hefir komið undan því krabbamein; „benzpyrene" er einnig í tóbaksreyk. Þétt brennisteinsgufa getur valdið KOMIÐ HEIM AÐ KVÖLDI Hún, sem er af rósum rík, röðulskini og varma, réttir okkur Reykjavík rökkurmjúka arma. Eftir dagsins yndishót, ævintýr og sögur, brosir okkur borgin mót blómarík og fögur. KJARTAN ÓLAFSSON dauða, en þótt svo sé ekki, getur hún valdið andþrengslum. Ekki er enn kunnugt hvort svo mikið er af henni í reyk stórborganna, að hún geti verið hættuleg. Þótt allt það, sem hér hefir verið talið, sé nógu slæmt, þá eru þó enn fleiri hættuleg efni í loftinu og geta aukið á skaðsemi hinna „Smog“ þýðir reykblandin þoka, og þegar þoka leggst yfir borgir, verður hún alltaf reykblandin. Og þegar þok- an grúfir yfir dag eftir dag, eykst hættan af henni stórkostlega; hún verður að banvænni blöndu i sambandi við reykinn. Og það er kunnugt, að brennisteinsgufa samlagast úðanum og breytist þar i brennisteinssýru, sem getur svo hæglega borizt niður í lungu manna. í hvert skipti sem dimm þoka kem- ur í Lundúnum, er hún rannsökuð grandgæfilega, og efnin úr henni reynd á tilraunadýrum eða sjálfboðaliðum. Nú er það kunnugt ,að ólæknandi lungnakvef og lungnakrabbi, eru miklu tíðari sjúkdómar í borgum heldur en sveitum, en það þarf ekki að vera vegna lofteitrunar. Margt annað get- ur komið þar til greina, svo sem at- vinna, viðurværi, heimilislíf, reyking- ar og húsakynni, sem allt er ólíkt á þessum tveimur stöðum ,og sumt af þessu getur að minnsta Kosti stuðlað að sýkingum af slæmu lofti. En ef þú spyrð einhvern að því hvort honum þyki betra loftið i borg eða sveit, þá er enginn efi á því hvert svarið verður. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.