Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 1
33. tbl. Sunnudagur 22. sept. 1957 xxxii árf. Kraftaverk hefir skeð / malum V.-Þýzkalands TVISVAR SINNUM á þessari öld hefir Þýzkaland verið lagt í rústir. Og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk, heldu menn að það ætti sér ekkí viðreisnar von. Borgir þess voru rjúkandi rústir, iðnaðurinn var í kalda koli, vöruskortur, hung- ur og atvinnuleysi þjakaði þjóðina, verslun var engin, bankar gjald- þrota. Ofan á þetta var landið svo limað sundur og Rússar lögðu und- ir sig austurhlutann, beztu land- búnaðarhéruðin. En þó hefir Vestur-Þýzkaland rétt við svo glæsilega, að menn segja að þar hafi kraftaverk gerzt. Nú er þar allt í uppgangi, þjóðin græðir á tá og fingri, og helzta á- hyggjuefni hennar er það, hve mik- ið hrúgast þar upp af gulli. Þetta kraftaverk skeði vegna þess, að Bandaríkin veittu Þýzka- landi Marshall-aðstoð til þess að koma undir sig fótunum. En aðal- lega er það þó einum manni að þakka, og sá maður er Ludwig Er- hard. Erhard er fæddur í Bayern 1897. Þegar hann var 17 ára hófst heims- styrjöldin fyrri, þrengingar, hung- ur og síðan ósigur og gengishrun. Erhard stundaði þó nám og varð viðskiptafræðingur. Með lærdómi sínum og reynslu komst hann að þeirri niðurstöðu, að heilbrigt við- skiptalíf gæti því aðeins þróast, að gjaldmiðill væri öruggur og fram- boð og eftirspurn réðu vöruverði. Svo komst Hitler til valda. Er- hard vildi ekki ganga í flokk hans, og þar með var það útilokað oð hann yrði háskólakennari, eins og hann hafði gert sér vonir um. En hann varð forstjóri Nationalökono- misk Institut í Nurnberg. Þeirri stöðu fekk hann þó ekki haldið, vegna þess að hann vildi ekki ganga í Arbeitsfront Hitlers. Hon- um var vikið frá starfi 1942. Þessi afstaða hans gagnvart Hitlersstjórninni var meðmæli með honum í augum bandamanna, og þegar á árinu 1945 var hann gerður að viðskiptamálaráðherra í Bayern. Þremur árum seinna var hann svo gerður að viðskiptamálaráðunaut á hernámssvæðum Bandaríkjanna og Bretlands og var honum falið að koma efnahag Þýzkalands á rétt- viðskipta- Erhard an kjöl. Hafði hann til þess fulltingi Lucius D. Clay hernámsstjóra Bandaríkjanna. Og þar með hófst nýsköpunin og gekk Erhard rögg- samlega til verks. Hann byrjaði á því að afnema hina þýzku mynt, sem þá var fallin niður úr öllu valdi. og gefa út nýa mynt. Þetta kom yfir alla sem reiðarslag, en svo kom annað rétt á eftir: „Öll skömmtun er afnumin. Frá degin- um i dag mega menn kaupa hverja þá vöru, sem í búðum er — ef þeir hafa peninga“. í einu vetfangi var skömmtun og verðlagseftirlit af- numið, en við það höfðu Þjóðverj- ar átt að búa í níu ár. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.