Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Side 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 473 UMFERÐARHÆTTA I LOFTINU Vegir loftsins eru að verða of Jbröng/r fyrir hinn mikla fjölda farartækja í LOFTINU er „vegur á alla vegu“ og menn hefði sízt grunað fyrir nokkrum árum, að sá vegur mundi nokkuru sinni bregðast eða verða of þröngur. Þó er nú svo komið, vegna hins sívaxandi fjölda flug- véla, og er þetta orðið mönnum mikið áhyggjuefni bæði í Banda- ríkjunum og Englandi. Segja Bret- ar að umferðarþrengsli í loftinu sé orðin nærri því jafn mikil og á götum Lundúnaborgar. Loftsiglingar eru skipulagðar þannig, að ákveðnar eru vissar flugleiðir og reglur settar um hve langt megi vera milli flugvéla. En vegna þess hve stórkostlega flug- vélum hefir fjölgað, er ekki orðið nægilegt svigrúm fyrir þær á hin- um ákveðnu flugleiðum. Á þetta einkum við um flugleiðirnar yfir norðanvert Atlantshaf. Þar er sí- felldur straumur flugvéla bæði úr austri og vestri. Allar flugvélar kjósa að fara skemmstu leið og fljúga í þeirri hæð, sem heppileg- ust er veðurs vegna. Afleiðingín af þessu varð sú árið sem leið, að helmingur allra flugvéla á þessum leiðum, varð fyrir töfum vegna þrengsla í loftinu. Og nú koma þrýstiloftsflugvél- arnar og valda nýum erfiðleikum. Þær fljúga bæði hraðar og hærra en aðrar flugvélar. Vegna hraðans verður að hafa lengra á milli þeirra en annarra flugvéla. Sam- kvæmt núgildandi reglum verður að hafa 250 sjómílna bil á milli þeirra, og tvær flugleiðir mega ekki liggja nær hvor annarri en 120 sjómílur. Þetta verður til þess að auka mjög vandræðin á flug- leiðum yfir Atlantshaf. Litlu betra er ástandið á flug- leiðum innan Evrópu, enda þótt þar sé um fleiri flugleiðir að ræða og skemmra megi vera á milli flug- vélanna. Er nú svo komið, að í mestu loftsiglingaborgum, eins og t. d. Lundúnum og Brússel, tefjast flugvélar oft tímunum saman vegna þrengsla á loftleiðunum. Þessi mikla umferð í loftinu veldur og sívaxandi erfiðleikum fyrir flugstjórnina á jörðu niðri. Það er þýðingarlaust að fjölga starfsmönnum þar, því að þá fer eins mikill tími í það fyrir þá að bera sig saman, eins og að leið- beina flugvélunum. Til dæmis um hina sívaxandi um -ferð í lofti má geta þess, að árið sem leið komu og fóru 123.000 flug- vélar á flugvellinum í Lundúnum. Búizt er við því að þessi tala hækki upp í 130.000 á þessu ári. Árið sem leið fóru 46.000 flugvélar yfir Atlantshaf, en búizt er við að þær verði 70.000 árið 1960. Til þess að bæta samgöngur í lofti heima hjá sér, hafa Bretar nú ákveðið nýar flugleiðir, og gengur sú ákvörðun í gildi árið 1958. Þar er meðal annars gert ráð fyrir því, að láta Gatwick flugvöllinn taka Þannig veröa hinar nju ílugleiðir yfir Bretlandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.