Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 475 Grú'sk * A landamerkjum SÝSLUSKIL Kjósarsýslu og Borgar- fjarðarsýslu, eru við Botnsá og fylgja henni upp að Hvalvatni. Virðist og svo sem áin hafi frá upphafi aðskil- ið þingin fornu, Þverárþing og Kjal- arnesþing. Hafa og sumir haldið því fram, að áin hafi áður skilið lands- fj órðungana, V estvirðingaf j órðungur hefjist við hana og sé Borgarfjarðar- sýsla því í þeim fjórðungi. En Land- náma segir berum orðum að Hvítá hafi skilið landsfjórðunga. Þykir mörg- um þetta einkennilegt að vonum, því að þá hefði Þverárþing hið forna verið í tveimur landsfjórðungum. En nú segir í Þórðarbók: „Landinu var skift í fjórðunga um daga Þórðar gellis. Þá skyldu vera 3 þing í hverj- um fjórðungi, en 3 höfuðhof í hverri þingsókn". Hvernig mátti það þá vera að Borgarfjarðarsýsla, sem eftir því var í Sunnlendingafjórðungi ætti þing með Vestfirðingafjórðungi? Um þetta vísast til greinar eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók fornleifafélagsins 1916. Snúum þá aftur að Botnsá. Land- náma segir: „Ingólfur (Arnarson) nam land milli Ölfusár og Hvalfjarð- ar fyrir utan Brynjudalsá og öll nes út“. Á öðrum stað segir: „Þorsteinn son Sölmundar Þórolfssonar smjörs nam land milli Botnsár og Fossár, Brynjudal allan.. Nú eru taldir þeir menn, er búið hafa í landnámi Ingólfs vestur frá honum“. Af þessu má sjá, að Þorsteinn hefir fengið sneið af landnámi Ingólfs, en svo nemur hann í viðbót Brynjudal norðan ár og umhverfis Múlafjall, allt að Botnsá, en ekki upp með ánni. Sést það enn á landamerkjum, því að þeim ræður Botnsá ekki. Irski land- námsmaðurinn í Botni hefir numið Botnsdal allan, beggja megin ár, og því er svo enn í dag, að meira en helmingur landeignar Stóra-Botns er fyrir vestan ána. Landamerki þeirr- ar jarðar og Skorhaga í Brynjudal, eru í Kötlugróf innst við Botnsvog að sunnan, og þaðan eru landamerki milli Botndals og Brynjudals um Múlafjall og upp til Súlna. Ber því hér svo undarlega við, að Borgar- fjarðarsýsla á land út fyrir takmörk sín, allvæna sneið í Kjósarsýslu. Botnsá hefir ráðið landamerkjum í víðari skilningi en að skilja sýslur. í máldaga sem fróðir menn ætla að gerður sé um 1226, er svo fyrir mælt „að á meðal Reykjaness og Botnsár skal gjalda af hverjum bæ, þeim er ostur er gjör, slíkan hleif sem þar er gjör, til staðarins í Viðey hvert haust“. Þessi ostkvöð hefir því náð um allt Kjalarnesþing. í Lögmannsannál er þess getið að árið 1505 hafi verið skipaðir 3 officiales yfir Skálholts- stifti, einn fyrir hvern fjórðung, og hafi Vermundur ábóti á Helgafelli verið skipaður yfir Vestfirðingafjórð- ung til Botnsár. Og í Flateyjarannál er þess getið, að árið 1391 hafi Hall- dór Loftsson fengið prófastsdæmi milli Botnsár og Geirolfsgrúps. Þetta þykja mikil rök fyrir því, að Botnsá hafi skift landsfjórðungum. Þó þarf það ekki að vera, því að kirkjan gat haft önnur landamerki en hin veraldlegu yfirvöld. Um þetta segir Matthías prófessor Þórðarson í áðurnefndri grein: „Botnsá virðist nefnilega hafa verið þegar snemma á miðöldum eins konar kirkjusókna eða prestakalla mót og síðar jafnvel prófastsdæma mót, eftir að biskupar tóku að setja prófasta yfir tiltekin svæði...... Ennfremur eru allar líkur til þess, að Botnsá hafi þegar á þjóðveldistímanum skilið hreppa, Kjósarhrepp og Strandar- hrepp. Hreppamót voru ákveðin með landamerkjum. Nú eru við Botnsá bæði sóknamót og hreppamót". Botnsá er ekki vatnsmikil, en hún er þó merkileg í sögu landsins eins og sjá má á því, sem hér hefir verið sagt. Af mik'illeik sjálfrar sín hefir hún ekki fengið sína miklu þýðingu sem markaá, heldur hefir hún það af Hvalfirði, sem gengur langt inn í land og teygist upp undir há fjöll og að- skilur héruð mjög greinilega. En Botnsá er og merkileg fyrir ann- að. í henni er einhver hæsti foss á íslandi, og ef til vill hinn hæsti. Hann heitir Glymur. Fellur áin þar niður í hrikalegt og hyldjúpt gljúfur eða gjá í dalbotninum. Þessi foss er vart svo frægur, sem hann ætti skilið því að eigi munu margir fara til þess að skoða hann, en það getur verið vegna þess hve illt er að komast að honum. Að Egilsstöóum á Héraði llmar loft um Egilsstaði, anganskógur vefur börð, brosir hlýtt við bliki sólar, búin töfrum ræktarjörð. Fagurskyggður lögur líður, ljúft og rótt við fætur manns; langt i fjarska, ljóma fáður, ijósum sindrar fjallakrans. Hrifning vekja, auga og anda, athafnanna merkin djörf, efldar hafa iðjuhendur unnið hér hin göfgu störf. Brotið holt og brunaflóa, breytt í tún og gróðurreit. Höfuðbólið, héraðsprýði, heillum vígt í glæstri sveit. Ættartryggð og óðalshugur áttu hér sin traustu bönd, flóttans meðan fláráð hyggja færði auðn um byggðalönd. Iieill sé þeim, er björgum bylta, blessa, jörð, þín frjómögn heit. Egilsstaða andi vaxi, yfir hverjum blómgum reit. — Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Um fossinn kvað Sigvaldi Jónsson Skagfirðingaskáld (d. 1883); Á þann himinháa Glym hver sem skimar lengi, fær í limu sundl og svim, sem á Rimum gengi. Rimar nefnist eitt af hæstu fjöllun- um í Svarfaðardal, 1282 metrar á hæð. Það er langt og snarbratt, svo að víð- ast má það heita ógengt með öllu. En efst er þunn egg og er það ekki fyrir þá, sem svimagjarnt er að ganga eftir henni. Þessa minnist skáldið er það horfir á fossinn Glym, þar sem hann steypist niður í hina gínandi gjá, því að hægt er að fá svima af því að horfa upp fyrir sig á háan foss, ekki síður en horfa niður fyrir sig af gnæfandi fjallsegg. En ó þetta er minnst hér vegna þess að vísan er prentuð í Árbók Ferðafélagsins 1950 og seinasta hendingin þar röng. Mun það stafa af því, að Sunnlendingar hafa ekki kannast við fjallið Rimar og þes» vegna farið að geta sér til um hvað þetta orð þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.