Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 477 Gjöf frá Georg Washington: Tvær skammbyss- ur, sem teknar voru af enskum liðsforingja En þar líkaði Lafayette ekki vel, því að Marie Antoinette drottning dró dár að honum fyrir það, að hann kynni ekki að meta vín og ekki kynni hann að dansa. Þetta varð til þess að hann hvarf aftur til herdeildar sinnar í Metz. Svo var það í ágúst 1775 að hann hitti hertogann af Glocester i veizlu. Hertoginn talaði þá mikið um frelsisbaráttu landnemanna I Ameríku og dró ekki dul á að hann væri þeim algjörlega fylgjandi. Lýsingar hans á hetjulegri baráttu landnemanna fyrir frelsi sínu vöktu eldmóð í sál Lafayettes. Hann hataði Englendinga því að hann kenndi þeim um missi föður síns og að þeir hefðu lítillækkað Frakkland. Hér var tækifæri til þess að ná sér niðri á ensku „svik- urunum“, með því að hjálpa land- nemunum og vinna sér um leið frægð og frama. Hann ákvað þegar í stað að fara vestur um haf og fól vini sínum, Du Boismartin, að kaupa skip til ferðarinnar. Þetta átti þó allt að fara af hljóði, en nokkru seinna komst tengdafaðir hans að þessari ráðagerð, og harð- bannaði hann þá Lafayette að fara. Boð hans mátti sín þó einskis, og þá fór hann til konungsins, Loð- víks XVI. og fékk hann til þess að banna Lafayette að fara úr landi. Skipið, sem hann hafði keypt hét „La Victorie11 og var það nú sent til Spánar, en þangað ætlaði Lafayette Gjafir í safni Lafayettes: T. v. gull- prjónn frá Benjamin Franklin og með fangamarki hans. T. h. hringur frá Georg Washington meff hárlokk af honum. að fara huldu höfði. Hermenn voru sendir til þess að elta hann og lá við að þeir næði honum í veitinga- húsi nokkru rétt hjá landamærum Spánar. Þar hafði Lafayette leitað sér hvíldar úti í hesthúsi og var dulklæddur sem sendiboði. Þegar hermennirnir komu þangað og spurðu hvort þar hefði ekki komið ungur og glæsilegur aðalsmaður, datt engum í hug að sendiboðinn, sem svaf í hálmi úti í hesthúsi mundi vera sá er þeir leituðu. Lafayette komst til Spánar og sigldi þaðan í apríl, en kom til Georgstown í Suður Karolina hinn 13. júní. Eftir sex vikna erfitt ferða- lag þaðan komst hann svo til Phila- delphia og bauð þinginu þjónustu sína. Þingið var ekki ginkeypt fyr- ir því að taka við erlendum ævin- týramönnum og það var ekki fyrr en Lafayette bauðst til þess að vera óbreyttur sjálfboðaliði í hernum og kosta sjálfan sig að öllu leyti, að tilboði hans var tekið. Hann fekk þá nafnbótina Major-general, en ekkert herlið til forráða og þótti honum það skrítið. Daginn eftir bar saman fundum þeirra Georg Wash- ingtons og tókst þá þegar með þeim sú vinátta, er helzt meðan báðir lifðu. Komst hann nú í herráð Washingtons og seinna var hon- um íalin herstjórn. Tók hann þátt í mörgum orrustum og gat sér frægðarorð fyrir herkænsku og hraustlega framgöngu, en með eld- móði sínum gaf hann hermönnun- um kjark og varð ástsæll af þeim. Þannig liðu tvö ár. En 1779 fór hann heim til Frakklands til þess • að reyna að fá það til að hjálpa landnemunum. Var frægðarorð hans komið þangað á undan hon- um og var honum tekið með kost- um og kynjum. Árið eftir var svo sent franskt hjálparlið til Ameríku og varð hann því samferða vestur um haf og barðist nú enn eitt ár undir frelsismerki landnemanna. Seinasta sigur sinn vann hann h.iá Yorkstown, þar sem enski hers- höfðinginn Cornwallis gafst upp fyrir honum með lið sitt. Áður hafði Cornwallis talað digurbarka- lega um það að hann hefði allt ráð „þessa pilts“ í höndum sér. Nú fór Lafayette enn til Frakk- lands og kom því til leiðar að fransk-spanskur leiðangur yrði gerður úti til þess að herja á Vest,- urindíur Breta. Átti hann að verða foringi fararinnar og hafði dregið saman skipaflota mikinn í Cadiz. En þá kom fregnin um að vopna- hlé væri samið. Þá sneri Lafayette við blaðinu og útvegaði Bandaríkj- unum lán, til þess að þau gæti kom- ið fótunum undir sig. Hann gerði það og eigi heldur endasleppt. Hann reyndi að útvega markað í Frakklandi fyrir amerískan fisk og hann kom því til leiðar að Banda-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.