Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Qupperneq 11
LESBÓiC MORGUTOLAÐSINS 479 Hrafn: BUK SKÓCARINS í NÓTT sá ég blik skógarins í fyrsta sinn. Ef til vill kunna einhverjir les- endur að spyrja: við hvað maður eigi með orðinu blik. En þá er því til að svara, að ég á hér við áru skógarins, eða anda skógarins eða sál skógarins; með öðrum orðum: andlegan heim hans = eilífðarskóginn. Einhver kann þá enn að spyrja: „Er þá blik og ára og sál og andi eitt og ið sama, eða eru þetta allt hugmyndir, sem ekki eiga sér stað í veruleikanum?" Ég læt því ósvarað, enda ósegjan- legt. Þar verður hver og einn að hafa sínar eigin skoðanir eða hugmyndir. En í nótt sá ég blik skógarins í fyrsta sinni. Júlínótt. I fjögur sumur hef ég beðið eftir þessu. í fjögur sumur hef ég vænzt þessarar náðar og beðið heitt og innilega. Og nú í nótt veittist mér náðin. Ég sá blik skógarins. Ég sá áru hans. Ég sá sál hans. Ég sá andlegan heim hans. Ég sá eilífðarskóginn. Og ég er óumræðanlega þakklátur. Ég er óumræðanlega þakklátur höfundi lífs- ins, þessum ósýnilega anda, er fyllir allt lífi og formi. Óendanlegu lífi og óendanlegu formi með óendanlegri fjöl- breyttni og ótæmandi fegurð og full- komnunarfyrirheitum. Eg ætla að reyna að lýsa bliki skóg- arins. En ég get ekki gert það svo öll- um líki og þaðan af síður svo allir skilji. En ég ætla að reyna samt, ef einhver kann að hafa af því gagn eða gaman. En ég get það ekki öðruvísi en í líkingum. En krefjist ekki of mikils af mér. Ósýnilegum heimi er ekki unnt að lýsa: „Enginn gerir svo öllum líki, og ekki guð í himnaríki — — — Að geðjast öllum er guði um megn — þá einn vill sólskin vill annar regn". Það er því gott að guð er ósýnilegur. Enginn maður er lítilmótlegur í aug- um lífgjafans og engin lifandi vera, jurt eða dýr, er lítilmótleg, hvort sem sýni- legt er auga mannsins eða ekki. En skyn vort er takmarkað og einungis miðað við sýnilegan heim, rúm og tíma. Og það er önnur veröld í okkar heimi og undarlega samofin og sam- slungin sýnilega heiminum, en hefur hvorki „rúm eða tíma“. Og er það sá andlegi heimur er vér hvorki sjáum né skiljum. Vér köllum allt það raunverulegt sem er efniskennt og vér sjáum og get- um greint, eða skiljum. En vér skiljum ekki hugsunina, eða vitum hvernig hún verður til, fyrr en hún er orðin að formi. Af því er skiljanlegt að hugsun þarf fyrir öllu formi. Teikningu þarf til. Einhver verður að hafa hugsað það áður. Vér vitum að allt sem lifir krefst ákveðins rúms handa sjálfu sér. Ekki einungis menn og skepnur, heldur einnig jurtir og ský. Skýin eru reikult efni jarðar og þau eru æfinlega hlu'u af landslaginu. Vér getum ekki neitað því, að þessi krafa, eða hvað maður á að kalla það, um ákveðið rúm í efn- inu, er grundvallarskilyrði lífsins og um leið frumsönnun tilverunnar. Fjallinu, trénu, jurtinni og blóminu er búinn staður í umhverfi sínu. Nú beinist athygli vor til þessara fyrir- bæra. Og orsökin er einmitt sú, að lögun þeirra og form orka á fegurðar- skyn vort. Þá virðist oss sem hlutur- inn losni úr tengslum við umhverfi sitt, og vér skynjum þær verkanir, sem hann sendir frá sér. —Hrifning vor er mikil yfir þvílíku samræmi náttúrunn- ar og vér nemum staðar og störum djúpt snortin á eðlisbundinn og form- lega háttbundinn samleik lita og ljóss. Vér lítum að jafnaði ekki sömu aug- um á listaverk skaparans eða móður náttúru og vér lítum á listaverk mannanna, en það ættum vér að gera. 1 sérhverju listaverki er fólgin yfirlýs- ing skapara þess, og þvílíkt verk verð- ur ávallt þungamiþja og brennipunkt- ur umhverfis síns. Vér lifum í tíma og rúmi og þekk- ing vor takmarkast af hvortveggja. Vér höfum tímann að mælikvarða i rúminu, en skiljum þó hvorugt nema að því leyti sem oss dreymir fyrir daglátum. „Lítið sjáum aftur en ekki fram, skyggir Skuld fyrir sjón“, segir skáldið. En sköpunarafl vort saman- stendur -- °nvu öðru. Efnisheimuriun er lanvauur og naö- ur endalausri hringferð og umbreyt- ingum. Allt sýnilegt efni er írumagna- kvika, sem í raun réttri er ekki til, enda þótt það hljómi ankannalega. Það er ósýnilegi heimurinn einn, sem er til. Tíminn er aðeins mælikvarði efnis- ins, en það er meginhlutverk rúmsins, að leysa fegurðarskyn vort og fá oss hlutgengi og borgararétt á sviðum ósýnilegra undraheima. Hvar er hann, þessi „blik“-skógur? Hvar hann er? Það skiftir engu. Það skiftir engu, hvar þú ert, heldur að- eins: hvað þú aðhefst þar. Það er ekki staðurinn sem göfgar þig, heldur þú, sem göfgar staðinn. Og það gerir þú aðeins með því að vinna það sem mest er og göfugast. Enginn er of gamall til að gróður- setja tré. Gróðursettu tré og það vex þótt þú deyir. Tréð heldur áfram að vaxa um aldir þótt þú sjálfur sofnir og deyir og þínir afkomendur allir. Gróðursettu fagurt tré fyrir hvert barn er þú eignast. En ef þú ert orðinn gamall og átt engin börn, þá gróður- settu tré allt að einu. Þú getur orðið gamall og einmana, jafnvel innan um gott fólk, en þú verður aldrei einmana og gamall ef þú gróðursetur tré. Eng- inn, hvorki karl eða kona, getur orðið einmana eða gamall meðal vaxandi trjáa, er hann hefur gróðursett. Mundu að blik skógarins endist eilíflega, og þegar þú, einstaklingur- inn, sem gróðursettir tréð, ert farinn brott og falinn allra sýnum, þá lifir skógurinn áfram, og orðin, mynda- smíðar andans, fyrnast aldrei — eini og skáldið kvað: „Nú lít ég héma, þar sem auðn var endur ódáins-skóg, sem græddu dánar hendur. Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir, græðist á óskum út um fjarri lendur. Legsteinar eyðast, hugurinn er höfnin hlaðin gegn brotsjó, — ekki manna- nöfnin. Þó að hún gleymi hverjum eitt skal eigna, Þau geymir framtíð fegurst minja- söfnin". Og svo eru þarna nokkur sígræn tré, sem ég hef gróðursett. Þau eru aðeins fárra ára gömul, en þau eru undra- fögur og efnileg og ég elska þau með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.