Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 481 Smásagan: Málsverður L A N G T í burt risu hæðir, bláar af hitamóðu dagsins, og í þeim voru flökt- andi sólskinsblettir, eftir því hvermg skýin bar fyrir sólu. Menn hafa oft láð mér, að eg skuli á gamals aldri, vera veiðistjóri hér, mér væri miklu nær að fara heim til Englands og setjast í helgan stein. Stundum finnst mér þetta vera rétt, en er eg hugsa mig betur um, þá er margs hér að sakna, hins víða útsýnis, anganarinnar af jörðinni eftir skúr og hins kryddaða þefs af reyknum, sem stígur upp úr lcofum svertingjanna á kyrlátum kvöldum. Eg var einmitt að hugsa um þetta þegar þjónninn minn, hann Mustáfa, kom inn og sagði: — Kominn maður að finna yður, seg- ir erindið mjög áríðandi. — Segir hann það? Hvað heitir hann? — Gleymdi að spyrja hann að nafni, en hann er mjög reiður. — Jæja, lóttu hann koma inn. Mustafa var varla kominn út úr dyr- unum, er hurðinni var hrundið upp og inn ruddist maður, eldrauður í fram- an og með eldrautt hár. Hann sagði til nafns síns og sagði að nú yrði eg þegar að taka í taumana. — Einn af kálfunum mínum er horf- inn, grenjaði hann, og eg veit að ljón hefir drepið hann, sama Ijónið sem hefir verið að drepa fénað hjá mér í nokkrar vikur. En öllum virðist standa á sama um það. Ef þér skerist ekki þegar í leikinn, þá skal eg skrifa land- stjóranum og vita hvort hann vill ekki hnippa í yður. Þannig lét hann dæluna ganga, bölv- aði og æpti, og eg beið þess að í hon- um sljákkaði. Og þegar það varð, bauð eg honum sæti og bað hann að segja frá málavöxtum. Eftir því sem honum sagðist frá, hafði hann verið að missa kindur, geitur og kálfa nú um nokkrar vikur. Hann helt því fram að sama ljónið hefði gert þetta, laumast að þegar hirðarnir svik- ust um. — Hvar er búgarður yðar? spurði eg. — Um 30 kílómetra héðan. — Jæja, sagði eg vingjarnlega, eg skal koma heim til yðar í kvöld og athuga hvort eg get gert nokkuð. — Var mikið! sagði hann kaldhæðn- handa Ijóni islega. Það er verst að þurfa að ómaka yður þetta út úr þægilegri skrifstof- unni . . . Seint um kvöldið lagði eg á stað í bílskrjóð mínum. Á leiðinni var eg að rifja upp hvað hann hafði sagt, og mér var nær að halda að honum skjöplaðist í því að ljón hefði verið hér að verki. Eg þekki Afríkumenn, og eg veit, að ef þeir vilja ná sér í kjöt ókeypis, þá hafa þeir ótal ráð til þess að dylja þjófnaðinn. Þeim er kennt það frá blautu barnsbeini hvernig þeir eigi að stela kindum og geitum og láta líta svo út sem eitthvert óargadýr hefði drepið þær. Eg vissi að þeir áttu það til að hafa með sér Ijónsklær og gera merki með þeim á þeim stað þar sem skepnan var gripin, svo að jafnvel at- hugulir menn létu blekkjast. Eg hægði á ferðinni þegar eg kom að bænum. Bóndi stóð úti á verönd og beið mín. — Hvað, eruð þér kominn? hreytti hann úr sér. Og nú eru nýjar frétt- ir, ein kind farin í viðbót, og að þessu sinni er slóð ljónsins svo glögg, að þér ættuð að geta rakið hana. — Hvar er slóðin? spurði eg. — Þér skuluð aka upp að kofanum þarna, og þar er sjón sögu ríkari. Að svo mæltu snerist hann á hæli og skundaði inn í húsið. Hjá kofanum stóð Masai hjarðmaður á öðrum fæti, eins og þeirra er siður, og góndi upp í loftið. Hann var vopn- aður spjóti. Eg heilsaði: Jambo! — Jambo, Bwana, svaraði hann glað- lega. — Hefirðu séð ljónið, sem er að drepa fé bóndans? spurði eg. — Nei, Bwana, sagði hann, og eg átti von á því. Masai hjarðmenn eru kunnir að því að vita ekki neitt, er þeim býð- ur svo við að horfa. — Hlustaðu nú á mig, hvíslaði eg. Það er bezt fyrir þig að hugsa þig vel um, svo að við getum sparað okkur mikið ómak. Ef þú segir mér ekki allt, sem þú veizt, þá er eg vís til að fyrir- skipa að allt féð hérna verði rekið heim til mín, vegna þess að það þurfi að bólusetjast. En það er langt heim til mín og þú verður orðinn þreyttur áð- ur en þú kemst heim aftur. Hann brosti út að eyrum. Svo hrækti hann á jörðina, en það er tákn ein- lægni og vináttu. Eg sá að hann skildi mig. — Langar yður til þess að sjá slóð- ina eftir ljónið? sagði hann brosandi. — Já, ef það er slóð eftir ljón, en ekki ef þið hafið búið hana til. — Þetta eru regluleg ljónsspor, sagði hann. Um það getið þér sannfærst. Og svo stakk hann niður fætinum, sem hann hafði hvílt og rölti á stað. Eg fór í humátt á eftir þar til við kom- um að læk. — Sko! sagði hann og benti, og það var rétt, þar var mikil slóð og gat vel verið eftir Ijón. — Lítið þér á, það er halt á aftur- íæti, sagði hann. Eg skoðaði slóðina. Þetta var rétt. Það var aðséð að ljónið var halt i hægra afturfæti. — Það er orðið gamalt, Bwana, var næsta upplýsingin. — Hvernig veiztu það? — Eg hefi séð það, Bwana, séð það oft, sagði hann með gleiðu brosi. — Hvers vegna hefirðu þá ekki drep- ið það með spjóti þínu? spurði eg. — Vegna þess að það er gamallt, og við virðum ellina. Auk þess er hús- bóndinn ríkur maður og munar ekkert um að missa eina og eina skepnu. Ljón- ið torgar þeim aldrei, svo að við fáum alltaf nokkuð í okkar hlut. — Þú ert þorpari, eins og allir þínir frændur, sagði eg. Hvert fór ljónið? — Þarna í gegn um skóginn og upp að klettunum á hæðinni fyrir handan. Þar á það heima. En skjóttu það ekki, Bwana. Við skulum heldur koma bví yfir á landareign einhvers annars. — Hvers vegna má eg ekki skjóta það? Ef ljónið er eins gamalt og pú segir þá fer það bráðum að leggjast á menn. — Engin hætta á því, Bwana. Við mundum hafa drepið það fyrir löngu, ef nokkur hætta væri á því. En þegar þú kemur uppeftir muntu sjá hver3 vegna þú mátt ekki skjóta það. — Varaðu þig, sagði eg. Eg finn það á mér að eg mun skjóta eitthvað í kvöld, og komist eg að raun um að þú hafir ekki sagt mér satt, þá er hætt við að þú verðir fyrir kúlunni þegar eg kem til baka. Þetta þótti honum ákaflega fyndið, svo að hann skellihló. — Við þekkjum báðir Afríku, sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.