Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 14
482
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hann. Þegar þú kemur upp að klett-
unum muntu sjá hvað eg á við.
Eg íór, en hann stóð þar eftir á öðr-
um fæti.
Nú var sól gengin til viðar, en tungl-
ið kom upp í fyllingu, bjart og fag-
urt og laugaði landið í ólýsanlega fag-
urri bitu. Eg sá að ekki var mjög langt
upp að klettunum, svo að eg fór mér
hægt og beið þess að fullrar birtu nyti
af tunglinu.
Þegar út úr skóginum kom, tók við
allbrött brekka, svo að eg kastaði byss-
unni á bak mér til þess að eiga hægar
um gang. Þegar eg kom upp að klett-
unum hallaðist eg upp að þeim til þess
að blása mæðinni. Veður var kyrrt og
mér hnykkti því við er eg heyrði eins
og þrumu í fjarska. Eg hlustaði til þess
að vita hvað þetta gæti verið. Þar kom
það aftur, hærra en fyrr. Og nú heyrði
eg glöggt að þetta voru drunur í ljóni
Eg faldi mig í klettasprungu og þorði
varla að draga andann.
Þarna sá eg það úti í háu grasinu,
lubbalegan makka. Fyrst í stað helt eg
að ljónið væri á leiðinni til mín, tók
byssuna af öxlinni og spennti hana. En
þetta var missýning. Um 50 metra frá
okkur var ungur hjörtur á beit.
— Nú, þú ert þá svona, gamli þrym-
ur, hugsaði eg með mér. Þú lætur þér
ekki nægja að drepa fé fyrir hvítum
bónda, heldur ofsækir þú einnig friðuð
skógardýrin.
Ljónið mjakaðist áfram og steig svo
fislétt til jarðar að ekki heyrðist fóta-
tak þess. En það skrjáfaði í stinnu gras-
inu, er það straukst við búkinn. Hjört-
urinn heyrði þetta, lyfti höfðinu og
hljóp svo nokkurn spöl, þá sneri hann
sér við til að athuga hvaðan þetta hljóð
kæmi, en Ijónið lagðist þá niður og lét
ekki á sér bæra.
í sama bili heyrði eg líkt og skrækt
mjálm, eins og í ketti, sem vill komast
út. Eg gægðist þá hærra yfir bergbrún-
ina til að vita hvað þetta væri.
Út úr skógarrunna skammt þaðan
kom ljónynja. Hún var sýnilega orð-
in gömul, enda þótt hún hefði nokkra
hvolpa með sér. Það voru sennilega
seinustu hvolparnir, sem hún gat eign-
ast um ævina. Gamla ljónið mjakaði
sér nokkuð aftur á bak, stóð svo upp og
gekk til hennar. Hún leit upp, tunglið
skein beint framan í hana og þá sá eg
enn betur hve ellileg hún var. Hann
haltraði til hennar og nuddaði blíð-
lega vanganum við vanga hennar. Og
*vo sleikti hann hana af mestu við-
» i
kvæmni, eins og hann vildi segja henni
að hann mundi brátt ná í kvöldmat
handa þeim.
Hjörturinn mun hafa komist að þeirri
niðurstöðu að ekkert væri að óttast, því
að nú snéri hann aftur á fyrra stað.
þar sem var iðgrænn grastoppur, og
tók að bíta. Ljónið haltraði á stað i
áttina til hans, og hjörturinn var í þann
veginn að stökkva á stað aftur, en þá
sendi eg honum byssukúlu rétt aft-
an við bóginn.
Þegar ljónin heyrðu skothvellinn,
tóku þau sprettinn til fylgsnis sins í
klettunum. Þau vissu vel að hætta var
á ferðum. Leið svo löng stund að eg
sá þau ekki.
En þau voru bæði svöng og svo voru
hvolparnir — um þá þurfti að hugsa.
Og gamla ljónið vissi, að hjörturinn
hafði fallið, og þar sem betri er einn
fugl í hendi en tveir í skógi, þá áræddi
það að leggja á stað. Gekk það fyrst
dálítinn spöl og staðnæmdist svo. Ekk-
ert skeði, og þá stökk það beint á hjört-
inn, greip með tönnunum í herðakamb-
inn á honum og æílaði að bera hann.
En hjörturinn var of þungur. Ljónið
varð að draga hann, alveg eins og það
hafði dregið kálf og sauð hvíta manns-
ins, sem hjarðmaðurinn hafði leyft því
að drepa. Að lokum komst ljónið með
skrokkinn alla leið þangað sem Ijón-
ynjan beið undir klettunum. Þar lagði
það bráðina að fótum hennar. Hún reif
í sig beztu bitana, en á eftir hirti hann
það, sem hún vildi ekki.
Það hefði verið hægðarleikur fyrir
mig að skjóta þau bæði, en slík hugsun
hvarflaði ekki að mér. Eg hugsaði um
það, að þau væri orðin gömul eins og
eg. Flestum finnst það ódrengskapar-
bragð að skjóta ung dýrahjón, en mér
fannst sem það mundi þó vera enn
verra að skjóta þessi gömlu hjón, sem
unnust svo heitt.
Eg laumaðist niður hlíðina, í gegn
um skóginn og þangað sem Masai hjarð-
maðurinn stóð enn á öðrum fæti og
góndi upp í loftið.
— Eg heyrði skot, Bwana. Þú hefir
vonandi ekki gert það?
— Neit eg gerði það ekki, sagði eg.
En eg skaut í matinn handa þeim.
Þá brosti hjarðmaður breiðu brosi
og mælti.
— Eg vissi það að við þekkjum báðir
Afríku. Það er sorglegt að aðrir skuli
ekkí þekkja hana líka.
Svo gekk hann nær mér og hvíslaði:
— Á morgun ætla eg að ná í nokkra
♦
Fyrirheit komma
uppfyllir auðvaldið
VIÐ SEINUSTU kosningar í
Bandaríkjunum kom í ljós, að jafn-
aðarmenn og kommúnistar hafa
misst svo fylgi, að þeir eru orðn-
ir að gjörsamlega áhrifalausum
minnihluta, og hafa enga minnstu
von um að geta náð völdum á lýð-
ræðislegan hátt. Aðalorsökin til
þessa er sú, að hin „réttláta" skift-
ing þjóðarauðsins, sem Karl Marx
boðaði, hefir þegar verið fram-
kvæmd af auðvaldsskipulaginu í
Bandaríkjunum. En eftir 30 ár eru
Sovjetríkin enn fjær því að koma
slíkri skiftingu á, heldur en í upp-
hafi.
Amerískur hagfræðingur skýrði
þetta nýlega í stuttu máli, en þó
svo greinilega að hver maður get-
ur skilið. Hann segir:
— í Rússlandi fá lægst launuðu
verkamenn um 25 dollara á mán-
uði, en faglærðir verkamenn,
menntamenn, sérfræðingar og for-
stjórar fá 1000—2000 dollara kaup
á mánuði. Þúsund dollarar á mán-
uði er 40 sinnum hærri laun en
verkamenn fá, og 2000 dollara laun
á mánuði er 80 sinnum hærri en
laun verkamanns.
Lægst launuðu verkamenn í
Bandaríkjunum fá um 200 dollara
kaup á mánuði. Fertugföld sú upp-
hæð er 8000 dollarar og áttugföld
16.000 dollarar. Með 8000 dollara
kaupi á mánuði, ætti þá árskaupið
að verða um milljón dollara. Hve
margir hafa slíkar tekjur? 50.000
menn af þjóðflokki mínum, og við skul-
um reka fjölskyldu ljónanna yfir á land
einhvers annars, þar sem hún getur
verið um hríð.
(Eftir Aubrey Wilson).