Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 15
dollara tekjur á ári þykir hátt kaup, en þegar skattar eru dregnir frá, þá er það þó ekki nema tífalt kaup lægst launuðu verkamanna, og aðeins fimmfalt meðalkaup þeirra, sem vinna við iðnað.----- Það er ekkert undarlegt þótt auð- valdsskipulag leiði til jafnaðar á kjörum manna. Skýringin liggur í augum uppi. Stórframleiðsla bygg- ist á stóreyðslu, en hún er óhugs- andi nema því aðeins að almenn- ingur hafi mikið fé handa á milli. Karl Marx krafðist eignanáms til þess að jafna kjör mannanna. Hann þekkti ekki og skildi ekki lög við- skipcalífsins. Hann hélt því fram, að aukinn vélakostur vegna auk- innar framleiðslu, mundi eingöngu notaður til þess að auðga eigend- urna, en alþýða manna sökkva dýpra og dýpra niður í vesaldóm, eftir því sem afköstin yrði meiri. Nú vitum vér að þetta er fals- kenning. Reynslan hefir sýnt að þróunin hefir orðið öll önnur. í Bandaríkjunum afkasta vélar nú 95% af framleiðslu verksmiðjanna, en handafl verkamanna aðeins 5%. En kaup þeirra manna, sem við vél- arnar vinna, er tíu sinnum hærra en hagnaður sá, er eigendur vél- anna hafa af þeim. Marx hélt því fram, að jöfnuður á þjóðartekjunum fengist ekki nema með „socialisma". Þess vegna vildi hann afmá samkeppnis- skipulagið. En nú er það einmitt hin frjálsa samkeppni auðvalds- skipulagsins, sem hefir skapað þann jöfnuð, sem hann barðist fyrir. Hagfræðingur nokkur sagði einu sinni: — Sú stórþjóð, sem haldið hefir fastast við einkaframtakið, hefir komist lengst í lýðfrelsisátt: að skapa stéttalaust þjóðfélag, þar sem allir hafa nóg fvrir sig að leggja. — (Economic Facts of Life) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 HEILBRIGÐISTÍÐIIMDI GERFIFÆÐA Vísindamenn í Chicago hafa fundið upp nýa fæðublöndu. Er það duft, sem hrært skal út í vatni. Þar er blandað saman í réttum hlutföllum eggjahvítuefni, kol- vetm, fitu, fjörefnum og malmsölt- um. Þarf ekki nema nokkrar mat- skeiðar í eitt vatnsglas til þess að þetta jafngildi máltíð, og annan mat þarf ekki. Þetta duft var fund- ið upp vegna þeirra sjúklinga, sem ekki þola að snæða algengan mat, einnig handa þeim, sem hafa of háan blóðþrýsting, hjartaveilu eða krabbamein. Þetta er og talin ágæt fæða handa heilbrigðum mönnum, sem vilja megra sig eða forðast of- fitu. Læknar segja að þetta sé betri fæða en nokkur önnur, vegna þess að með henni sé tryggt að sjúklingar fái öll þau efni, sem líkami þeirra þarfnast. En ekki fæst þessi fæða nema með læknis- ráði. RÁÐ VIÐ RISTLI Ristill er slæmur og kvalafullur húðsjúkdómur, sem menn ætla að stafi frá vírum. Nú hefir fundizt einkennilegt ráð við þessari veiki. Sjúkling er tekið blóð og svo er um 15 dropum af því spýtt inn í vöðva. Dr. Fred J. Ensfield í Glidden í Wisconsin, sem fundið hefir upp þetta ráð kallar það „autohemot- herapy“. Segir hann að 52 sjúkling- ar hafi fengið góðan bata af því og telur að ástæðan sé sú, að við þetta aukist efnið „gamma globul- in“ í líkamanum (blóðinu), en þetta efni er bezta vörn líkamans gegn sýklum. HJUKRUN HEIMA Læknar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sjúklingar sem hafa gengið undir lítilfjörlegan upp- skurð, sé látnir liggja of lengi f sjúkrahúsum. Þeir geti farið heim á þriðja degi, þar líði þeim betur og þar batni þeim fyr. Auk þess losni þeir við kostnað, en fleiri sjúkling- ar komist að í sjúkrahúsunum. Ekki má þó senda sjúkling heim nema því aðeins: að hann geti rölt um, að einhver sé heima til þess að líta eftir honum, að heimilislækn- ir skifti um umbúðir fyrst í stað, og að ekki sé neinn vottur af ígerð í skurðinum. HJARTVEIKI í „Connecticut Medical Journal“ er þess nýlega getið, að hjartveiki aukist nú meðal manna undir fer- tugsaldri. Þeim sé hættast við henni sem vasast í mörgu, eru feit- ir og þrekvaxnir, reykja mikið og eru mjög loðnir á brjósti og fingr- um. Sagt er frá 20 sjúklingum, ung- um karlmönnum. Níu þeirra höfðu orðið varir við óþægindi af krón- æðastíflu (angina pectoris) um mörg ár í hvert skifti sem þeir reyndu mikið á sig. Hinir 11 höfðu ekki kennt sér neins meins fyr en áfallið kom. Enginn þessara sjúk- linga lézt, og flestir voru orðnir vinnufærir eftir 2—3 mánuði, og kenndu sér þá einkis meins. Til þess að forðast annað áfall, var þeim ráðlagt að borða ekki mikla fitu, reykja lítið og reyna ekki of mikið á sig. IONIAZID heitir meðal, sem notað hefir verið með góðum árangri til að eyða berklaveiki á byrjunarstigi. Það er mjög ódýrt og er tekið inn. í Bandaríkjunum á nú að gefa það öllu heimilisfólki, þar sem einhver hefir sýkzt af berklum, í von um að með því megi takast að hefta smitun. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.