Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 1
34. tbl. Sunnudagur 29. sept. 1957 XXXII árg. ÁRBÆR OC ÁRBÆARSAFN ÝMISLEGT UM BÆ OG JÖRD Fyrstu sýningargestir koma að Árbæ. Fáni við hún. ÁRBÆR er vafalaust gömul jörð, byggð úr Víkurlandi, en enginn veit nú hver hefir sezt þar fyrstur að. £r ekki ósennilegt, að byggð hafi verið sett í fyrra lagi meðfram Elliðaánum, vegna laxveiðinnar. Þar voru þau hlunnindi er margur mun hafa viljað slægjast eftir, enda fylgdi hverri jörð veiðiréttur fyrir hennar landi, allt frá Kleppi upp að Helliskoti (Elliðakoti). En úr því að ekki er hægt að rekja sögu bæarins frá upphafi, er rétt að athuga nafn hans. í ritgerð sinni um Bæanöfn á ís- landi (Safn IV.), segir dr. Finnur Jónsson svo um þau býli, er bera nafnið Bær, annað hvort eitt sér, eða sem endingu: „Þessi orðmynd (bær) hefir orð- ið innlend á Íslandí og hin eina tíðkanlega, þó að býr kunni að koma fyrir í fornum handritum á stöku stað. Á íslandi er hvergi neinn Býr eða -býr. Kemur þetta vel heim við það, að einmitt bö er sérstaklega títt vestanfjalls í Nor- egi. Orðið merkir eiginlega ekki annað en byggð, ekki eitt einstakt hús eða „bæ“ og er því oft haft um svæði eða víðlendi, þar sem menn hafa sezt að. En auðvitað var oft þar ekki um annað að .ala en eins manns hús eða húsagarð, og var því ekkert eðlilegra en að merking orðsins þrengdist og það haft um einn „bæ“ — og sú varð merkingin á íslandi algengust". bæarnafna, og sést á henni að þær bæarnanfa, og sést á henni að þær nafngiftir hafa verið fremur fátíð- ar í Gullbringusýslu og Kjósar- sýslu, ekki nema 6% ef miðað ;r við allt landið. En þegar betur er að gáð, eru langflest býlin hjáleig- ur, þau er hafa endinguna -bær, og nöfnin því yngri en á höfuðbólun- um. Þegar þeim er sleppt verða t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.