Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 487 Árbæar- baðstofa, mjög lík þvi sem hún var fyrrum. vogum og Breiðagerði í Kálfa- tjarnarsókn, Hesti í Borgarfirði, nokkru af Strönd í Landeyum, Þor- móðsdal og Gröf í Mosfellssókn og Kolbeinsstöðum í Romshvalanes- hreppi. Og ögmundur Pálsson, síð- ar biskup, náði undir klaustrið Vað -nesi, Vatnsleysu, Býaskerjum, Bakka og Hvítárvöllum. Árbær hefir snemma orðið klaustursjörð. Mun klaustrið ef- laust hafa haft ágirnd á þeim jörð- um, sem áttu land að Elliðaánum, vegna hlunninda af laxveiðinni. í máldaga frá árinu 1234 segir að Viðeyarklaustur eigi Elliðavatns- land hálft, allt land að Vatnsenda og Kleppi og hálfa laxveiði í Ell- iðaám ásamt Laugarnesskirkju. Hinn helminginn áttu þá Víkur- menn, Nesmenn og Gufunesmenn, og var gerður samningur milli þeirra um veiðarnar árið eftir. Á þessu má sjá, að þá hafa jarðirnar Ártún og Árbær verið komnar und- ir klaustrið, og það hefir tekið und- an þeim laxveiðarnar. Sextíu árum seinna eignast klaustrið Gufunes, og eftir það virðist það eigna sér helming laxveiðanna í ánum. Sést það á því, að árið 1535 var bónd- anum á Bústöðum, Jóni Bergþórs- syni, stefnt fyrir það, að hann hefði veitt í fossi eða streng í ánum, er hann taldi eign Bústaða. En dómur tveggja presta og fjögurra leik- manna varð á þá leið, að sam- kvæmt máldögum ætti klaustrið alla halfa veiði í Elliðaánum, og var mál Jóns dæmt til ábótans náð- ar. ----o---- Árbær var talinn 16 hundr. að dýrleika áður en laxveiðin var und -an tekin, en síðan 10 hundr. Sýnir það nokkuð glöggt hvers virði lax- veiðahlunnindin hafa verið talin, að jarðarmatið skuli rýrna meira en um þriðjung þegar veiðin er undan tekin. Og þó er vísast að lax- veiðin hafi verið bóndanum enn meira virði, og þetta hafi fyrrum verið góð jörð, meðan hlunnind- anna naut. En upp frá þessu verður hún rýrðarkot, og helzt í þeirri niðurlægingu um rúmlega 500 ára skeið. Er því lítt að furða þótt litl- ar sögur fari af henni. Við siðaskiftin 1550 sló Danakon- ungur eign sinni á allar jarðir Við- eyarklausturs. Vera má að klaustr- ið hafi verið nokkuð harður lands- drottinn, en þó versnaði nú stórum. Fyrstu glöggu myndina af því fá- um vér í Jarðabók þeirra Árna og Páls. Þá eru á Árbæ tveir bændur og býr á sinni halflendunni hvor. Annar þeirra hét Sæmundur Þór- arinsson, fertugur að aldri og ættað -ur úr Grímsnesi. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji maður hennar. Hjá þeim voru tvö upp- komin börn hennar af fyrsta hjóna- bandi og 7 ára drengur af mið- hjónabandi, en þau Sæmundur voru barnlaus. Hinn bóndinn hét Sigurður Arason, 26 ára að aldri og bjó hann með móður sinni rúm- lega halfsjötugri. Hjá þeim var ung -lingspiltur, svo alls var heimafolk 8 manns á báðum búum. Um dýrleik jarðar er ekki sagt, fremur en aðrar konungsjarðir, því að þær voru ekki tíundaðar, en landskuldin er alls 80 alnir. Jörð- inni fylgdu 4 kúgildi, tvö hjá hvor- um ábúanda. En búskapurinn er ekki mikill. Hjá Sæmundi eru 3 kýr, ein kvíga þrevetur, einn hest- ur og þrevett tryppi; hjá Sigurði 3 kýr, vetur gamalt naut, kalfur og einn hestur, en engin sauðkind, bæði búin sauðlaus. Kúgildin áttu bændur að yngja upp sjalfir, og leigurnar skyldu gjaldast í smjöri heim til Bessastaða eða Viðeyar. Landskuldin átti að gjaldast í fríð- um peningi, en þar sem þeir áttu ekki sauði til að gjalda, krafðist Páll Beyer þess að landskuldin væri greidd í fiski. Þess vegna hafa f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.