Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 4
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bændur orðið að ráða sig til sjó- róðra, og það er vitað að Sigurður var við útróðra í Örfirisey. Lýsing á jörðinni er stutt og lag- góð: Tún meinlega grýtt og þýft, engi mjög lítið, torfskurður til húsa -gerðar nægur, en til eldiviðar tek- ur hann mjög að þverra. Virðist því sem landskuldin hafi verið ‘nógu há, þegar þess er og gætt, að bændur áttu að halda við bæar- húsum á sinn kostnað. En þetta var ekki allt. Hér við bættust svo kvaðir, og þær voru ekki smásmíði, eins og sjá má á þessari upptaln- ingu í Jarðabókinni: „Kvaðirnar eru mannslán eitt um vertíð, og gjalda ábúendur til skiftist. Hestlán til alþingis eitt af báðum, sem þeir gjalda til skiftis, en fyr meir í tíð Heidemanns og Jens Jurgenssonar var oft þar fyr- ir utan hestlán heimt í ýmsa staði til annara smáferða. Anno 1702 mátti Sæmundur láta tvo hesta til alþingis og fylgja sjalfur með eftir skikkan umboðsmannsins Páls Beyer. Á þeirri reisu var Sæmund- ur tvo daga og nætur og mátti fæða sig sjalfur, og kveðst þar 1 móti hvorki þökk né lau-n fengið hafa. Dagslættir tveir til Viðeyar og geldur sinn hver ábúanda og fæða sig sjalfir. Hríshestar tveir og geldur sinn hvor. Móhestur af deigulmó, einn frá báðum. Torf- skurður til eldiviðar á Bessastöð- um, ekki kallað í næstu tvö ár. Að fara í Elliðaár, maður frá hvorum tvisvar á sumri þegar áin er stífluð, í hvort sinn, og er það dagur heill í fyrra sinni, en á haustin stundum frekara. Skipaferðir hafa til forna verið og endust í Heidemanns tíð þegar torfskurður tókst upp sem fyr segir. Timbur að sækja í Þing- vallaskóg í Heidemanns tíð, hvorki fyr né síðar. Húsastörf á Bessastöð- um. Lambafóður meira hvorki eður minna en tvö lömb í senn, nema alls einu sinni eitt lamb hjá báð- Eldhúsið í Árbae. Þar er hór yfir hlóðum og hangandi pottar. Úr eldhúsi er innangengt í fjósið. um. Á komið í tíð Johans Klein og fyr aldrei“. Þetta sýnir glögglega ágengni Bessastaðavaldsins við lanHcpta konungs. Var þeim íþyngt stórum meira en öðrum leiguliðui: ; hlutu því að eiga í sífeldu basli, einkum einyrkjar, er urðu hvað eftir annað að hlaupa frá bústörf- um sínum til þess að vinna fyrir þá Bessastaðamenn. \ Það varð illa með þeim Árbæar- bændum Sæmundi og Sigurði, því að Sigurður varð Sæmundi að bana. Gerði hann það að áeggjan Steinunnar, en síðan voru þau bæði tekin af lífi á Kópavogsþingi, ári seinna en Jarðabókin var gerð. Hef -ir mikið verið ritað um það mál og verður það því ekki rakið hér, en stærsti atburðurinn er það í allri sögu Árbæar. ----o---- Konungur hafði tekið undir sig laxveiðina í Elliðaánum og rak hana fyrir sjalfan sig fram til 1757. Þótti þá ekki nægur hagnaður af henni svo að hún var seld á leigu eftir það. Upp úr aldamótunum 1800 fer konungur svo að selja jarðirnar. Árbæ seldi hann 1838 fyrir 270 rdl. og Ártún fyrir 210 rdl. Til saman- burðar má geta þess, að Kleppur var seldur fyrir 400 rdl., Bústaðir fyrir 464 rdl., Elliðavatn fyrir 639 rdl. og Vatnsendi fyrir 1384 rdl. Jarðirnar voru seldar samkvæmt fornum máldögum og ekkert minnzt á veiðiréttinn. Því var það, þá er D. Thomsen eignaðist Ártún 1849, að hann taldi sér laxveiði fyr- ir landi hennar, þar sem ekk- ert væri á hana minnzt í af- salsbréfinu. Risu af þessu mála- ferli, en þeim lauk með því, að konungur seldi Thomsen lax- veiðina í ánum upp „að foss- inum hjá Árbæ, þar sem nefnist Stórhylur“. En jarðirnar þar fyrir ofan heldu veiðiréttindum fyrir 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.