Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 6
490 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sen borgarstjóri af skarið, viðvíkj- andi Árbæ. Bar hann fram í bæar- ráði eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt: „Bæarráð ákveður að hefjast handa um endurreisn Árbæar og samþykkir að láta skipuleggja Ár- bæartún og næsta nágrenni, með það fyrir augum að friðlýsa svæð- ið. Bæarráð ákveður að stefna að því, að svæðið verði almennings- garður og verði fluttar þangað eða endurreistar þar menningar- sögulega merkar byggingar í bæn- um, eftir því sem við verður kom- ið“. í sumar var svo hafizt handa um viðgerð á bæarhúsunum, og var fluttur þangað sá vísir að byggð- arsafni, er bærinn á nú þegar, og var safn þetta opnað almenningi á sunnudaginn var, og verður op- ið fram eftir haustinu. Það er Lár- us Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörður bæarins, sem séð hefir um fyrirkomulag safnsins þarna. Eru þar margir ágætir grip- ir, en ekki eiga þeir allir heima í Árbæ og verða því fluttir þaðan á betri stað að sýningu lokinni. Ár- bæarsafn á að verða með alveg sér- stökum hætti, aðallega miðað við þýðingu bæarins sem sveitabæar og gististaðar fyrir ferðamenn. En um- hverfis bæinn eiga að koma gömul hús frá Reykjavík og í þau á að safna viðeigandi munum. Svo er þá komið sögu Árbæar, að nú hefir hann fengið alveg nýtt hlutverk, en á þó að halda sínuin forna svip. Ekki má búast við því að þarna verði jafn merkilegt safn og á Bygdö í Ósló. En það verður með svipuðu sniði og ætlunarverk þess hið sama að breyttu breyt- anda. En með þessu er og tryggt, að Árbær verði framvegis uppá- haldsstaður Reykvíkinga, eins og hann var um eitt skeið. Væntanlegar geimrannsóknir Gerfihnettir EITT af stærstu tæknilegu viðfangs- efnum nútímans er smíði gerfi- hnattanna. Þeir verða nú reyndir á jarðeðlisfræðaárinu, sem hófst 1. júlí í sumar, en lýkur ekki fyrr en í desember 1958, og gera menn sér mikl- ar vonir um árangur. Gerfihnettirnir eru þó ekki nema sérstakt áhald af ótal mörgum, sem reynd verða um all- an heim til þess að afla nauðsynlegr- ar þekkingar á jörðinni, gufuhvolfinu og aðkomandi öflum, sem vér verðum fyrir. Upphaflega var aðeins talað um einn gerfihnött, sem yrði á stærð við körfu- leiks knött og ætlað var að ganga um- hverfis jörðina í 350—1000 enskra mílna fjarlægð. En svo var farið að tala um 12 gerfihnetti. Seinna var þessi tala svo lækkuð niður í 6, og má vera að hún breytist enn. En auk þess hafa Sovétríkin tilkynnt að þau muni senda sína eigin gerfihnetti út í geiminn. Ekki hefir þó verið getið um hve margir þeir muni verða. Sovét- stjórnin þarf ekki að hugsa neitt um kostnaðinn af þessu, og því má vera að Nú blasa við vegfarendum ný- máluð stafnþil bæarins. Frá þjóðveginum liggja fornar traðir heim í hlað. Þær voru áður fjöl- farnar, en munu þó verða enn fjöl- farnari er stundir líða. Þeir sem þangað koma til þess að skyggnast aftur í fortíðina, mega ekki búast við að sjá hvernig þar var umhorfs meðan þetta var vesalt kot í eigu Viðeyarklausturs og konungs. Allt verður miðað við þann tíma er Ár- bær var aftur risinn úr rústum og þau Eyleifur og Margrét gerðu garðinn frægan um hálfrar ald- ar skeið. Og ef allt tekst jafn vel um útbúnað innan húss, eins og tekizt hefir um að fá baðstofunni sinn gamla og hlýa svip, þá er vel farið. Á. Ó. og rákettur hún sendi á stað fleiri gerfihnetti en Bandaríkin. Á fundi „International Astronautical Federation", sem haldinn var í Róma- borg í haust, var því spáð, að æ stærri gerfihnettir mundu koma fram á næstu árum. Þetta getur vel verið rétt, enda þótt það eigi langt í land að mennirn- ir geti ferðast til tunglsins eða Marz. Vér höfum mjög litla þekkingu á því ástandi sem rikir 150 enskum mílum utan við jörðina, enda þótt rákettur hafi verið sendar svo hátt og aflað mikilsverðra upplýsinga um geislan sólar og geimgeisla. Og sannleikurinn er sá, að jörðin okkar má heita lítt könnuð. Vér vitum ákaflega lítið um það hvernig hún er að innan, vér vit- um lítið um efri lög gufuhvolfsins og aðkomandi öfl. Upphaflega hefir verið tilkynnt að gerfihnettirnir verði að ná 18.000 enskra mílna hraða á klukkustund. En hvernig? — um það fáum vér fátt að vita. En 25.000 mílna hraði er talinn nægja til þess að komist verði út fyrir aðdráttarafl jarðar, og þannig hægt að ferðast hnatta milli. Sé nú hægt að ná 18.000 mílna hraða, þá erum vér komn- ir vel á veg með að geta ferðast um geiminn. En hraðinn einn nægir þó ekki, það þarf að leysa ótal mörg önn- ur vandamál áður en fyrsti maðurinn getur stigið á land á tunglinu. Auðvitað er, að þeir sem tala opin- berlega um að gerfihnöttur geti farið með 18.000 mílna hraða, vita hvað þeir eru að tala um, og eflaust styðjast þeir þá við þá reynslu, sem fengin er með rákettum og flugskeytum. En ekkert einasta flugskeyti né ráketta hefir enn náð nándar nærri svo miklum hraða. Rákettur verða mikið notaðar til rannsókna á jarðeðlisfræðaárinu. Gert er ráð fyrir að þá verði skotið á loft 200 mismunandi rákettum. Af þeim verða 60 aðeins notaðar til þess að mæla þrýsting, hita og þéttleika í gufuhvolfinu. Sumar munu hafa með sér sprengikúlur, sem þær skjóta frá sér og síðan springa kúlurnar. Með at- hugun á þeim tíma sem hljóðbylgj- urnar eru að berast frá einum stað á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.