Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 491 Skógrækt Nýs\áiendlnga ætti að auka skógræktaráhuga hér annan, er hægt að reikna út hita og loftstrauma í mismunandi hæð gufu- hvolfsins. Þetta byggist á athugunum, sem gerðar voru í seinni neimsstyrj- öldinni, því að þá tóku menn eftir mjög einkennilegum fyrirbrigðum í sambandi við stórskotahríð. Vér sjáum aldrei sólina, eins og hún er. öflugt fýrislag gleypir mest af út- bláum geislum hennar, og það er gott, því að annars mundu þessir geislar blinda oss. En þegar ráketta er kom- in út fyrir þetta fýrislag, getur hún tekið ljósmyijdir af sólinni, en þær munu gefa oss mikilsverðar upplýsing- ar um útbláa geislan hennar. Eigi færri en 74 rákettur verða notaðai í þessuro tilgangi. Himininn er aldrei svartur, enda þótt nótt sé. Þar er altaf einhver loftbjarmi. Fjórar rákettur munu verða sendar til að athuga þennan bjarma. Eitt af loftbeltunum nefnist „jónos“- belti. Það er rafmagnað lag ofarlega í háloftunum og mjög þýðingarmikið fyrir loftskeytasendingar. Þegar skeyta bylgjurnar rekast á þetta belti, endur- kastast þær til jarðar, jörðin endur- kastar þeim aftur og svo endurkastast þær frá „Jónos“-beltinu, og þannig gengur þetta koll af kolli þangað til bylgjurnar hafa náð ákvörðunarstað sínum. Enn skortir þekkingu á þessu rafmagnaða belti, og 19 rákettur verða sendar til þess að rannsaka það. Norðurljósin og suðurljósin stafa sennilega af öreindum, sem borist hafa frá sólinni á ýmsum tímum, einkum þegar sólgos eru sem mest. Nú er gert ráð fyrir að senda 115 rákettur til þess að rannsaka þetta. Auk þessa verða sendar 10 rákettur til þess að rannsaka fýrijbeltið 95 til að rannsaka og mæla segulmagn jarð- ar uppi í háloftunum, og 57 til þess að rannsaka geimgeisla. Allar ráketturnar hafa senditæki, og senda upplýsingar til jarðarinnar um allt það, sem vísindaleg áhöld þeirra verða vör á hverju sviði. An rákett- anna mundi verða mjög torvelt að afla aukinnar þekkingar á norðurljósunum, „jónos“-beltinu, breytingum á segul- magni jarðar, hringrásinni ; háloftun- um og afstöðu jarðar til sólar. Lítið hefir verið birt um það hvernig þessar rákettur verða, en nýlega var þó sagt frá einni, sem kölluð er „Iris“. Hún á að komast í rúmlega 300 km. hæð og getur flutt með sér 100 pund aí alls konar vísindalegum áhöldum. NÝASJÁLAND er eldfjallaland eins og ísland, þar eru heitir hver- ir og þar eru hraun og vikrar. Inni í miðju landi er háslétta, sem nefn- ist Kaingaroa og þar voru áður 350.000 ekrur þaktar vikri. Nú er þetta breytt. Vikrarnir, sem áður voru með öllu gagnslausir og tald- ir óræktandi, eru nú þaktir skógi, sem gefur af sér mikinn arð. Árið 1925 var enskur maður þarna á ferð. Honum blöskraði að sjá þessa víðáttumiklu vikra, og hann stakk upp á því, að reynt væri að rækta þar skóg. Stjórnin tók þessari hugmynd mjög vel og hófst þegar handa. Hún lét gróður- setja þarna grenitegund, sem nefn- ist „Radiata“ og er talin meðal beztu trjátegunda til þess að gera úr pappír. Grenið þreifst ágætlega þarna og brátt þakti skógur alla þessa vikurauðn. Eftir 25 ár var kominn þarna nytjaskógur, sem gefur af sér 23 milljónir tenings- feta af timbri á ári með því að honum sé stöðugt haldið við. Þegar svo var komið, að hægt var að sækja timbur í skóginn, veitti stjórnin einkafyrirtæki sér- réttindi til skógarhöggs, gegn því að það kæmi upp pappírsverk- Þar er mikill munur á eða um gerfi- hnöttinn, því að honum er ekki ætlað að bera meira en 20,5 pund. Þessi mis- munur skýrir hvernig á þvi stendur, að vísindamenn vænta miklu meiri ár- angurs af flugi rákettanna heldur en flugi gerfihnatta. Mörg af þeim áhöld- um, sem ráketturnar geta haft innan borðs, mundu alls ekki geta komist fyrir í gerfihnettinum. (Úr „New York Times“) smiðju. Félagið var fyrst í nokkr- um vafa um hvar þessi verksmiðja skyldi standa. En árið 1952 fannst mikið heitt vatn meðfram Tara- wera ánni, og með því að nota guf- una taldist mönnum svo til að hægt væri að spara 50.000 lestir af kolum á ári. Tarawera áin var ágæt lii trjáfleytingar og við ósa hennar voru góð hafnarskilyrði. Hér lagð- ist því náttúran á eitt með mönn- unum og verksmiðjan var reist hjá ánni. Þessi staður nefnist Kawerau og þar stendur nú fjórða stærsta papp -írsverksmiðja í heimi. Hún kost- aði 35 milljónir dollara. Hún fram- leiðir um 75.000 lestir af pappír á ári, en auk þess 72 milljón fet af borðviði og um 50.000 lestir af „cellulose“ Börkur og sag og ann- ar árgangur, er notað til eldsneytis. Umnverfis þessa verksmiðju hefir þotið upp stórt þorp og allir sem þar eiga heima, vinna á einhvern hátt við verksmiðjuna. Þeir, sem uiinu að skógræktinni á vikurauðninni fyrir rúmum 30 ár -um, munu tæplega hafa gert sér í nugarlund hve stórkostlegt nytja- verk þeir voru að vinna. Nú veitir skógurinn eigi aðeins þúsundum manna atvinnu, heldur hefir hann og aukið framleiðslu landsins stór- kostlega. Eyðimörkin sem var, er nú orðin miklu betri en nokkur gullnáma. Frásögn þessi er að mestu tekin úr „Awake“, og hún á sérstakt er- indi til íslendinga, að sýna þeim hvers virði skógræktun er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.