Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 8
492 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kynjaverur í sjó og vötnum I. Mannverur í sjó Gjálfrar í mari, sogar sund, sjómaður er á bát; kaldur á hönd og hýr í lund hefir á öngli gát; og sem hann keipar og kveður, þá klýfur sig aldan svöl, hefur sig upp úr hafi blá hafkona vot og föl. (Goethe, þýð. í KONUNGSSKUGGSJÁ segir svo frá: Það er mælt um Grænalands höf, að þar sé skrímsl í, og ætla eg þau þó eigi oft fyrir augum verða. En fyrir því kunna menn þó frá að segja, að menn munu séð hafa og varir við orðið. Svo er sagt um það skrímsl, er menn kalla hafstramba, að það sé í Grænalands hafi. Það skrímsl er mikið vexti og að hæð og hefir staðið rétt upp úr hafinu. Það hef- ir svo sýnzt, sem það hafi haft mannsherðar, háls og höfuð, augu og munn, og nef og höku. En upp í frá augum og brúnum, þá hefir verið því líkast, sem maður hafi haft á höfði hvassan hjálm. Axlir hefir það haft svo sem maður, en engar hendur. Og svo hefir það sýnzt, sem þegar hafi það spengzt frá öxlum ofan og æ því mjórra, er það hefir neðar meir verið séð. En það hefir engi séð, hversu hinn neðri endi er skapaður á því, hvort heldur er, að sporður hefir á verið sem á fiski eða hefir hvasst niður verið sem hæll. En líkamur þess hefir því líkur verið að ásýn sem jökidl. Engi hefir það svo glöggt séð, hvort heldur hefir verið á Gnauðaði mar og gjálfur skall, gjálpaði sjór um keip, honum af löngun hjartað svall og hugann leiðsla greip; en gýgurin söng og gól við hann og glapti honum lund; hálfdró hún hann, hálfhné hann fram og hvarf á samri stund. Gríms Thomsen). hreistur sem á fiski eða húð sem á manni. Það hefir og enn séð verið þar eitt skrímsl, er menn kalla mar- gýgi. Þess vöxtur hefir svo sýnzt sem það hafi kvenmanni líkt verið upp í frá linda stað, því að það skrímsl hefir haft á brjósti sér stóra spena svo sem kona, langar hend- ur og sítt hár og vaxið svo að öllum hlutum um háls og höfuð sem maður. Hendur hafa mönnum sýnzt miklar á því skrímsli, og eigi með sundurslitnum fingrum, held- ur með þvílíkri fit sem tær tengj- ast saman á fuglum. Niður í fra lindastað hefir það skrímsl sýnzt líkt fiski bæði með hreistri og með sporði og sundfjöðrum. Þetta skrímsl hefir verið svo sem hið fyrra, að sjaldan hefir það sýnzt nema fyrir stórum stormum. Það skrímsl hefir og sýnzt mikið og hræðilegt í andliti með hvössu enni og breiðum augum, mjög mynnt og með roknum kinnum. ----o---- ÞESSI trú á mannfiska var svo sem ekki ný. Hún hafði fylgt mann- kyninu um langan aldur og verið víða um lönd. En fyrstu skráðar sagnir um hana höfum vér frá Sækýr með kóp, tilsýndar ekki ósvip- uð mannveru. Myndin er úr bókinni Natural History of Ceylon (1861) Kaldeum á 3. öld fyrir Krist. Þá var í Babylon prestur, stjörnufræð- ingur, sem Berosus hét, og hann hefir lýst fiskmanninum svo: „Allur líkaminn var eins og á fiski, en undir fiskhausnum var mannshöfuð og við sporðinn voru fætur sem á manni. Hann var viti gæddur og rödd hans og mál eins og í manni og auðskiljanlegt. Og hann veitti mönnunum fræðslu í listum og vísindum og um allt, sem miðaði að því að fegra siðu og gera mennina betri“. Þessi góðvættur hét Oannes og var í rauninni fiskagoð Babyloníu- manna og var karlkyns. Hann kom upp úr sjónum á hverjum morgni, en steypti sér svo í sjóinn aftur á kvöldin. Gamlar myndir sýna hann í mannsmynd, en með fisk- haus eins og hatt á höfðinu. Físk- haminn ber hann á öxl sér, og nær hann niður að mjöðmum eða jafn- vel niður á ökla. Seinna breyttist hann, eins og á myndum má sjá, og var maður að ofan en fiskur að neðan. Fyrsta hafkonan, sem sögur fara af, er mánagyðja semítískra þjóða, sem hét Atergatis eða Derceto. Hún var líka fiskagoð, er tók á sig fisk- mynd, en breyttist síðar í það að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.