Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Page 9
LESBÓK MORGUUBLAÐSINS 493 Hafkona og önnur sjávardýr á Amboina-strönd. — Úr bókinni Natural History of Amboina (1726) vera kona að ofan en fiskur að neðan. Menn halda að Atergatis hafi orðið að Afrodite með Grikkj- um. Og svo komu Sirenurnar, sem heilluðu sjómenn með söngvum sínum og villtu um fyrir þeim. ----------------o---- PLINIUS eldri var fyrsti náttúru- fræðingurinn, sem skrifaði um haf- konur. Kom Náttúrusaga hans út í enskri þýðingu á 17. öld og segir þar svo: „Það geta ekki verið neinar skröksögur, sem fara af margýg- unum. Menn hafa gert myndir af þeim, svo að þær hljóta að vera til. En líkami þeirra er al.lur hreistraður, jafnvel þar sem konu- mynd er á þeim. Þessi hafkona var séð greinilega á ströndinni og seinna er hún dó, heyrðu menn hljóð og kveinstafi til hennar í fjarska". Þessi frásögn hefir fallið í góð- an jarðveg hjá 17. aldar mönnum í Englandi, því áð þar efaðist eng- inn um að hafkonur væri til, enda sáust þær iðuglega þar með strönd- um fram, og sjómenn komu með sögur af þeim úr öllum álfum heims. Jafnvel landkönnuðurinn Henry Hudson sagði þessa sögu í ferðabók sinni, sem prentuð var í Lundúnum 1625: „Þetta kvöld (15. júní) varð skipverja litið út yfir borðstokk skipsins og sá hann þá hafkonu. Hann kallaði á aðra til þess að þeir gæti séð hana líka, en aðeins einn kom. Þá var hún komin mjög nærri skipinu og horfði á þá með sorg- bitnu augnaráði. En í því kom alda og færði hana í kaf. Fyrir ofan mitti var hún eins og kona, eftir því sem þessir menn sögðu, og álíka á stærð. Hörund hennar var snjó- hvítt og mikið svart hár fell niður á bakið. Þegar hún stakk sér sýnd- ist þeim sporðurinn vera líkastur og á hnýsu, klofinn eins og á makríl. Mennirnir, sem sáu hana, heita Thomas Hilles og Robert Rayner“. ----o---- Á 18. ÖLD kom út bók, sem nefnd- ist Náttúrusaga Amboina, og var eftir hollenzkan nýlenduprest, Francois Valentijn að nafni. Þar segir hann margar sögur af haf- konum hjá Austur-Indíum. Fyrsti kaflinn er um fiskana hjá Amboina og er þar sagt ýtarlega frá ,Zee- Menschen11 og „Zee-Wyven“ (sæ- mönnum og sækonum) og birt mynd af sækonu og nokkrum öðr- um sædýrum þar á ströndinni. Sæ- konunni er svo lýst: Hún er líkust Sirenu og veiddist á Borneo-strönd í Amboina umdæmi. Hún var 59 þumlungar á lengd, en eins og áll í laginu. Hún var látin í vatnsfyllta tunnu og lifði þar í fjóra daga og 7 klukkustundir. Hvað eftir annað tísti í henni líkt og í mús. Ekki vildi hún eta þótt henni væri boð- inn smáfiskur, skelfiskur, krabbar o. s. frv. Þegar hún var dauð, fund- ust nokkur spörð í tunnunni líkt og úr ketti. Frægð Amboina sækonunnar flaug um allan heim, og frum- myndin af henni var gefin Georg III. Englakonungi. En eftir því sem á leið öldina, gerðust náttúrufræð- ingar tortryggnari á sögurnar um sækonur. Þær voru óteljandi, en sumar þeirra voru sýnilega sprottn- ar af ofsjónum ölvaðra manna, en aðrar hreinn og beinn uppspuni. Þá var það föstudaginn 8. sept. 1809, að „Times“ í Lundúnum birti frásögn um sækonu. Sagan var birt milli skipafrétta og verðlagsfrétta, er þá voru helztu fréttirnar. Hún var komin frá William Munro skólastjóra í Thurso í Skotlandi, og fyrirsögnin var: „Sækona séð a Katanesi“. Frásögnin var á þessa leið: „Fyrir eitthvað 12 árum, er eg var skólastjóri í Reay, gekk eg sem venjulega niður að ströndinni hjá Sandside Bay. Vegna þess að þá var dýrlegt sumarveður, freistað- ist eg til þess að ganga út á Sand- side Head. Sá eg þá allt í einu mannveru, er líktist nakinni konu. Sat hún á steini, sem kom upp úr sjónum og var sýnilega að greiða hár sitt, en það var ljósbrúnt á lit og fell niður um axlirnar. Enn- ið var kúpt, andlitið breitt og roði í kinnum, augun blá og munnur og varir eðlilegar. Tennurnar gat eg ekki séð því að varirnar voru lok- aðar. Brjóstin og kviðurinn, hand- leggir og fingur eins og á fullvaxta konu. Fingurnir virtust ekki vera með fit, en um það þori eg ekki að fullyrða. Þarna sat hún á klettinum 3—4 mínútur eftir að eg sá hana fyrst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.