Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 495 Vindlingarnir sem við reykjum tunnubotn með rauðgulu hári hrokknu. Eigi sáust hendur, nema líkt handleggjum til alnboga, en brjóst afar mikil. Sýndist honum sem holdslitur á vera. Sá hann og til alls andlitsskapnaðar, en allt ógurlega stórvaxið. En þá er Pét- ur var sigldur eigi alllangt urn fram, seig skrímsl þetta allhóglega í sjó. Ætlaði Pétur það margýgi (hafgúu) verið hafa. Eigi heyrðu þeir neitt í henni láta, en líkast að hún sneri sér við að gæta þeirra. — En skáldlegast er þjóðsagan um að selir geti kastað hömum sín- um og orðið að mönnum. Maður fór til jólatíða og átti leið seint um kvöldið meðfram sjó. Hann heyrði í helli fyrir ofan sig glaum og dansleik og gleði, og sá hann þá hvar lágu á ströndinni margir selahamir. Hann tók þann minnsta og stakk honum milli klæða sér. Þá varð ys og þys og tók hver sinn selsham og fór í sjóinn, nema ein stúlka stóð eftir. Hann gat hand- samað hana og fór með hana heim og giftist henni. Bjuggu þau saman í 12 ár. En alla þessa stund sást selur synda þar fyrir framan, það var bóndi konunnar í sjónum. Loks náði hún 1 ham sinn og rauk nið- ur að sjó. Kom þá hik á hana og kvað hún: Mér er um og ó, af ást minni stendur vandi: eg á sjö börn í sjó og sjö á landi. Þó varð eðlishvötin sterkari og hún steypti sér í sjóinn. -----o---- Saga þessi sýnir, að menn hafa haft eitthvert hugboð um, að sam- band mundi vera milli mannvera í sjó og selanna, enda þykjast menn nú vita með vissu að svo hafi ver- ið. Ekki munu uppspuni allar sög- urnar um það, að menn hafi þózt KRABB AMEIN SSÉRFRÆÐIN G- URINN dr. Ernest Wynder, sem hingað kom í sumar, hefir sagt um sígarettu-reykingar: „Því minna sem er af tjöru í reyknum, þvi minni hætta er á að menn fái lungnakrabba af reykingum“. En dr. Dorothy Poth við Mayo-stofn- unina, hefir sagt um eitrið (niko- tin) í sígarettum: „Svo virðist, sem eitrið í sígarettunum verði að minka um 60%, til þess að nokkuð dragi úr óhollum áhrifum þess á blóðrásina (aukinn hjartslátt, auk- inn blóðþrýsting o. s. frv.)“. Það er því athugunarvert, hve mikið er af tjöru og nikotin 1 reyknum úr þeim sígarettum, sem seljast mest hér á landi. Samkvæmt efnagreiningu, sem fór fram vest- anhafs, eru tölurnar þessar; og er þá talið í milligrömmum í hverri venjulegri sigarettu: Tegund: Tjara. Nikotin. Philip Morris .... 35,3 2,4 Chesterfield .. .... 32,7 2,4 Lucky Strike .... 31,5 2,1 Kool 31,3 2,4 Camel 31,0 2,8 Old Gold .... .... 30,9 2,4 sjá mannlegar verur í sjónum, en missýningar einar hafa það verið. Er nú talið fullvíst, að margýgur þær, er sáust í suðurhöfum, hafi verið sækýr og selir. í tímariti Bókmenntafélagsins 1900 og 1901, er grein eftir Ólaf Davíðsson um íslenzkar kynjaverur í sjó og vötn- um. Þar segir hann að enginn vafi sé á því, að hafstramburinn hafi verið stór kolkrabbi, hafmennirnir hafi flestir verið selir, en sækon- urnar hafi verið kolkrabbar. Árið 1953 kom mikill afturkipp- ur í sígarettureykingar í Banda- ríkjunum vegna þess að læknar bentu þá á hve hættulegar þær væri, sérstaklega vegna þess að lungnakrabbi mundi aðallega stafa af reykingum. En þá fundu fram- leiðendur upp á því að búa til síga- rettur með munnstykki og síu í því, er átti að hreinsa tjöruna úr reykn- um. Þessar síu-sígarettur ryðja sér nú óðum til rúms, og eru fjórar tegundir þeirra mest reyktar vest- anhafs. Til samanburðar við hinar venjulegu sígarettur er þá fróðlegt að athuga hve mikið er af tjöru og nikotin í reyknum úr þessum siga- rettum, og er þá stuðst við sömu skýrslu og áður: Tegund: Tjara. Nikotin. L&M ... 38,5 3,1 Hit Parade ... ... 36,3 2,8 Mariboro ... 34,4 2,4 Winston ... 32,6 2,6 Samkvæmt þessu eru síu-síga- retturnar enn hættulegri en þær gömiu. Hvernig stendur á því? Þegar fyrstu síu-sígaretturnar komu á markaðinn, fannst reyk- ingamönnum sem þær væri bragð- lausar, og salan var dræm. Þá fundu verksmiðjurnar upp á því að hafa í þeim sterkara og verra tóbak, en áður var notað, til þess að auka bragðið. Sagt er og að sumir hafi gert síumar lélegri, svo að þær hleyptu bragðmeiri reyk í gegn. Afleiðingin hefir orðið sú, að síu-sígaretturnar eru hættulegri en gömlu sígaretturnar, en fólk reyk- ir þær í þeirri trú, að þær séu hættulausar. Þess ber að geta, að í reyknura úr nokkrum síu-sígarettum er minna af tjöru og nikotin heldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.