Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 12
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aðalsteinn Jóhannesson vélfr.: Laugun og hreinlæti fyrr og síðar EINS LANGT og vitað verður aftur í tímann með nokkuri vissu, finnast sannanir fyrir því, að menn hafi laug- að sig, annaðhvort af trúarlegum eða heilsusamlegum ástæðum ellegar af báðum þessum ástæðum samanlögðum, eins og enn á sér stað hjá kristnum mönnum, múhameðstrúarmönnum og búddatrúarmönnum. Hinir gömlu Egyptar litu á böð og líkamsrækt, sem nokkurskonar munað frá hinum daglegu störfum. Þeir tóku bað 4 sinnum á sólarhring, tvisvar á daginn og tvisvar á nóttinni, og álitið er, að þetta einstaka hreinlæti hafi átt sinn þátt í hinu góða heilsufari forn- Egyptanna. Fengist hefur vitneskja um þessa hluti úr hinum mörgu gömlu skrifum, sem fundist hafa í konungs grafhýsum Egyptanna. En að Egyptar hafi ekki verið hér brautryðjendur er nú vitað með vissu. Það er fullsannað, að Semítarnir, stóðu mjög framarlega í heilsusamlegu og menningarlegu til- en í reyk venjulegu sigars-tianna. Má þar t.d. nefna tegundirnar Kent, Tareyton og Viceroy, en fólk kaup- ir þær miklu síður, vegna þess hve bragðlitlar þær eru. Þó er tjöru- magn þeirra 27,1—30,4 mg. og niko- tinmagn 1,9—2,4. Reykjendur virð- ast hafa farið úr öskunni í eldinn, er þeir völdu hinar sterkustu og bragðmestu síu-sígarettur. Dr. Wynder hefir sagt að með góðri síu sé unnt að lækka tjöru- magn sigarettureyksins niður í 18 mg., og rannsóknir sýni að með því sé mjög dregið úr hættunni á lungnakrabba. En hér er ekki gott í efni, þeg- ar neytendurnir sjálfir, sem verið er að reyna að verja, sækjast mest eftir þeim sigarettutegundum, sem óhollastar eru, og hugsa meira um sterkt bragð en óhollustuna. liti 1000 árum áður en Faraóarnir komu til valda, þ.e. 3000 árum f.K. eða fyrir um 5000 árum. Við rannsókn á elsta bæ, sem Semit- ar byggðu, bænum „Marí“ við Efrat- fljótið í Sýrlandi, fundu franskir forn- leifafræðingar árið 1933—38 rústir af mjög stórri konungshöll, þar sem múr- steins veggir hallarinnar stóðu enn um 4—5 m háir, og sýndu ^reinilega inn- réttingu, ekki einungis eldhúss, bað- herbergis og steypubaðs, heldur og vatnssalernis. Þótt mikið hafi verið rannsakað finnst ekkert samsvarandi hjá Egyptum 10 öldum seinna. Eftir lýsingunum eru þessi fornu vatnssalerni Semítanna, byggð upp af tvöfaldri múrsteinsröð, þar sem vatn hefur runnið á milli til skolunar. Þeg- ar hinir frönsku fornaldarfræðingar höfðu hlaðið í skörð hinna niðurföllnu renna, kom það í ljós, að frárennsli salernanna var svo sem vera skyldi eftir 5000 ár. Hversu undarlegt sem það kann að virðast, með tilliti til hinnar seinni framþróunar í Austurlöndum, svo og í Evrópu, verður ekki hjá því komist, að viðurkenna, að fyrsti vísir að hrein- lætistækjum finnst hjá Semítunum. 1 Persíu, lagði Zoroaster grundvöll að hreinlætis menningu 15—1600 árum f. Krist. Þar var þess gætt að skolppíp- ur væru grafnar í jörð. Einnig var þá byrjað að grafa jarðneskar leifar manna fjarri mannabústöðum. 1 Babý- lon hafa fundist rústir af steinlögðum götum, skolpvatnsleiðslum og vatnssal- ernum. Sannar þetta, hversu Babýloníu menn stóðu framarlega í heilsusamleg- um efnum með tilliti til hreinlætis- og vatnleiðslutækja. Þó að austurlanda- búar hafi þannig verið brautryðjendur á þessu sviði fyrir tímatal kristinna manna, tekur Evrópa og síðar Ameríka eftir þann tíma forustuna, ef litið er burt frá nokkrum kyrrstöðutímabilum, og hafa nú í sameiningu gert flestar þær stórfeldustu uppgötvanir, sem gerðar hafa verið í tæknilegum hrein- lætis- og heilsusamlegum nýungum. Hin fyrsta evrópiska memiingarþjóð, sem ryður heilsusamlegum nýungum braut, eru Grikkirnir. Frá þeim er einnig komið nafnið Hygiene, sem er dregið af nafninu Hygiaja, en það var nafnið á gyðju hreystinnar, en hún var dóttir læknaguðsins Eskulap. Þannig er læknalist og likamshreysti frá því fyrsta nátengt hvort öðru. Hjá Grikkjum gekk hin heilsusamlega við- leitni fyrst og fremst út á að þjálfa líkamann og þannig brynja sig fyrir sjúkdómum, jafnframt því að auka lík- amsfegurð og hreysti. í hinum mörgu fornu listaverkum Grikkjanna, sem varðveizt hafa frarn á þennan dag, sjáum við hina líkam- legu fegurð gerða þannig, að enn hef- ur ekkert fremra verið skapað. Sá maður, sem af mörgum er tal- inn faðir læknavísindanna Forngrikk- inn Hippokratus, sem var uppi í kring- um 400 árum f. K. byggði vísindi sín á þeirri frumreglu, að náttúran sjálf gæti átt sinn stóra þátt í hreysti mannanna, væri hún réttilega notuð. Líkamleg hreysti er og var verndun gegn sjúkdómum, þess vegna er og var skilyrðið að auka hreysti með góðu líferni og vernda hana með heilsusam- legum ráðstöfunum. Ef gera átti þetta örugglega, var ekki nóg að stunda stökk, hlaup og köst, heldur böð og nudd úr olíu og smyrslum. Líkams- hreysti og vellíðan er og hefur alltaf verið æðsta ósk mannanna, er það því nú talin skylda hjá öllum menningar- þjóðum, að þær gefi þegnum sínum skilyrði til þess, að herða og fegra lík- ama sinn. í þessu efni hafa nútíma valdhafar fyrirmyndir frá hinum fornu menningarþjóðum, sem hér hefur ver- ið talað um. Sem arfþegar Grikkjanna og tign- ustu lærlingar þeirra í heilsufræði og líkamsfegrun ná Rómverjarnir næstir frumkvæðinu. í mörgum tilfellum fóru þeir fljótt fram úr kennurunum, ekki síst í hinu verklega tilliti. Þeir byggja stórfeld skolp- og vatns- leiðslukerfi. „Cloaca maxirna", eitt hið fyrsta göturæsi, sem verður til, er áætl- að að lagt hafi verið á 6. öld í. K. og t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.