Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 16
500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A A K 10 4 ¥ Á D G 10 9 ♦ 9 2' * 9 4 A ¥ ♦ 8 2 * D G 64 2 N 6 5 A D 7 V A ¥ K 5 6 3 S ♦ K K 8 2 * D 7 «73 ¥87 ♦ G 10 8 5 4 * A G 10 6 Sagnir voru þessar: N A S V 1 hj. pass 1 gr. 2 t. 2 sp. pass 2 gr. pass 3 gr. pass pass pass 5 3 V sló út lágtígli og A drap með kóng og sló út láglaufi, S lét 6 og V fekk slaginn á kóng. Hann tók nú slagi á T Á og T D, en A gaf upplýsingar með þvi að fleygja spaða og hjarta í. Þess- ar upplýsingar komu S að góðu gagni. I seinni tígul fleygði hann hjarta úr borði og það var nauðsynlegl ef hann átti að koma A í klipu. Nú kom V með spaða og sá slagur var tekinn í borði Svo kom H Á og síðan lauí og þann slag fekk S á 10. Nú voru þessi spil eftir: A K 10 4 V D G 10 ♦ — * — A D G 9 ¥ K ♦ * D 7 A 7 V 8 ♦ G 10 * A G Ónýt spil N V A S S tók nú slagi á T G og T10 og fleygði í hjörtum úr borði. A lenti í klípu og kaus að fleygja laufi. Þa tók S slagi á L Á og L G og fleygði þar í hjarta og spaða úr borði, en A komst í klípu aftur, og þar með var spilið unnið. SKOTVÍGI. Á stríðsárunum voru reist fjölda mörg vígi i nágrenni Reykjavíkur til þess að verja borgina fyrir væntanlegum árásum flugvéla og kafbáta. Flest hafa vígi þessi nú verið jöfnuð við jörðu, svo þeirra sér ekki stað. Nokkur eru þó enn uppi standandi, svo sem þetta vígi, en það stendur fram við sjó milli Mýrarhúsa og Bollagarða á Seltjarnarnesi. Reykjavík í baksýn. — (Ljósmynd Ól. K. Magnússon) UM ÓLÖFU RÍKU Björn ríki var veginn 1467 af Englendingum vestur í Rifi, höggvinn í stykki og sendur Ólöfu. Mælti hún þá: „Eigi skal gráta Björn bónda, held- ur safna liði“. í>egar hún frétti lát Árna sonar síns, er féll í stríði með Danakonungi hjá Brunkabergi við Stokkhólm 10. okt. 1471, spurði hún hvernig hann hefði reynzt í stríðinu. Henni var sagt vel. „Þá er vel“, sagði hún, „að hann lét eftir sig góðan orð- stir, og skal þá ei syrgja sonardauð- ann“. LÆKNISHEPPNI Þegar Lárus hómópati ferðaðist um Eyjafjarðarsýslu 1885, heyrði ég því fleygt, að ekki væri einleikið með læknisheppni hans. Hann hafði einu sinni á yngri árum sinum læknað huldukonu, og sagði hún honum að skilnaði, að hún gæti ekki launað honum lækninguna sem skyldi. En það lét hún um mælt, að hann skyldi verða heppinn læknir upp frá því, og auk þess skyldi hann geta séð á mönn- um, hvað þeir yrðu langlífir, ef hann vildi. (Þjóðs. Ól. Dav.). ILL MEÐFERÐ Á UPPVAKNINGI Þorsteinn hét maður, er kallaður var tól. Hann var Gissurarson og bjó á Hofi í Öræfum. Samtíða honum bjuggu þeir þar líka Davíð Jónsson, kallaður Mála- Davíð, og Pétur Þorleifsson, er almennt var kallaður Öræfa-Pétur. Þorsteinn þótti vera kunnáttumaður í svörtu list- inni og vakti hann upp drauga til að senda óvinum sínum. Það er sagt að hann hafi vakið upp Jón, son Péturs Þorleifssonar og sent hann Mála-Davíð, sem þá var kominn út í Fljótshverfi. Átti Pétur, faðir Jóns heitins að segja: „Ho, var það nokkurt vit að senda drenginn út yfir Sand berhöfðaðan, skólausan og staflausan og ekki nema í hjúpnum". — (Sagnakver M. B.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.