Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 6
522 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fullveðja borgunarmaður, þá skal bæði Einar Halldórsson og kona hans, Herþrúður Þorbjamardóttir, á næst komandi manntalsþingi be- tala með kroppnum og útstanda líkamlega refsing, sem næst geng- ur lífi þeirra, þó svo að lífi þeirra sé óhætt, og skulu þau sjalf vera skyldug að mæta hér í þeim stað og á þeim degi er manntalsþingið er haldið, til að úttaka straff eftir þessum dómi. En ef þau trássast að koma á þingið, þá skulu flytjast af hrepps innbyggjendum á Skefils- staðaþing nauðug, bundin ef ekki vilja laus fara, og hér að auki skulu þau bæði standa opinberar skrift- ir, hvar fyrir eruverðugur héraðs- prófastur sr. Sæmundur Magnús- son, mun hafa tilhlutan að fram- kvæmt verið hið fyrsta“. Árni Jónsson var sýknaður á þeim forsendum að hann hafi verið of „vanmáttugur og ungur til neinna framkvæmda einn manna að flytja Jón mót Einars vilja“. Auðvitað gat Einar ekki greitt þessar sektir, og enginn mun hafa viljað ganga 1 ábyrgð fyrir hann. Voru því hjónin hýdd á Skefils- staðaþingi 2. maí 1731. £ LJÓTT þótti þetta mál meðan á því stóð, en þó hefir það orðið ljót- ara er frá leið, þegar almenningur fór að færa það í stílinn, eða svo er að sjá af frásögninni um það i Árbókum Espólins. Segir þar meðal annars að Herþrúður (sem han kallar Jarþrúði) hafi fyist komið að Jóni þar sem hann lá lim- lestur og þrekaður mjög undir mar -bakka, og hafi hún skorið silfur- hnappa úr skyrtu hans og skilið svo við hann. Upp frá því hafi hún verið kölluð Guðlausa-Þrúða. Sam- kvæmt réttarhöldunum er þessi ásökun uppspuni, og fleira er rangt í frásögninni. En þrátt fyrir það heiði Herþrúður getað hlotið nafn- ið Guðlausa-Þrúða vegna þess að hún aftók að hinn aðframkomni skipbrotsmaður væri fluttur í bæ sinn. Framkoma Einars og hugarfar hlýtur manni að verða ráðgáia. Varð hann var við Jón á þriðju- dagskvöldið, þegar hestur hans varð hvumpinn? Margt bendir til þess, enda þótt Jón yrði ekki var við mannaferðina, því að hann get- ur þá hafa legið í móki. En hvernig stóð á því, að Einar sendir barn sitt morguninn eftir á þessar slóðir, þar sem hann þorði ekki að koma sjalfur? Réði sama tillitsleysið gagnvart því og síðar kom fram við Jón? Hvernig stendur á því að hann gizkar á að hestur sinn liggi afvelta, en vill þó ekki vitja um hann, og sendir svo barn sitt morg- uninn eftir að sækja þennan sama hest? Hvemig stendur á því að hann segir Áma frá því á þriðju- dagskvöldið að bátur muni nýskeð hafa farizt þarna, en vill ekki rann- saka það nánar? Öll framkoma Einars og fram- burður fyrir rétti bendir til þess, að maðurinn hafi verið sauðheimsk -ur, hjátrúarfullur og laus við aðra ábyrgðartilfinningu en þá að forða heimili sínu þyngslum af sjóhrökt- um manni. Hvorki hann né kona hans fá skilið, að þau hafi neinar sityldur við þennan mann. Þess vegna fá þau svo þungan dóm bæði hjá réttvísinni og almenningsálit- inu. Þeim var beinlínis kennt um að hafa orðið völd að dauða Jóns. Á JÓN bóndi í Syðri-Grenivík var kvæntur konu þeirri er Randalín hét Jónsdóttir. Sonur þeirra hét Bjöm og var hann tvítugur þegar faðir hans andaðist. Þau hjónin munu hafa verið efnuð, því að þau komu Birni syni sínum í Hólaskóla og mun hann hafa orðið stúdent 1734. Hann var vígður til Miðgarða FRELSI SÉRHVER skerðing á samvizku- frelsi er andstæð hinu mikla þróunarlögmáli, hinum guðdóm- lega vilja, og er runhin af rótum hins illa. Ef einhverjir einstaklingar fara illa með frelsi sitt, þá bitnar það verst á þeim sjálfum. Þeir stóðust prófraunina illa. Þeir voru ekki nógu þroskaðir til þes« að skilja. Vér verðum þess vegna að fræða mennina, en binda ekki fyrir augun á þeim með þeim fyrirslætti, að þjóðfélagið muni leiða þá sér við hönd og beina þeim braut. Enginn hefir rétt til þess að setja samvizku sjálfs sín i staðinn fyrir samvizku annars. því að framförin hvílir á einka- viðleitni, og að kæfa þessa við- leitni er glæpur. Samkvæmt því sem fjarmiðs- kenningin heldur fram og í sam- ræmi við orð biblíunnar, gaf Guð manninum frelsið. Þetta er sann- leikur á öllum sviðum, bæði lík- amlegum og siðferðilegum, og hann bannar ákveðnar kenning- ar af sömu ástæðum og hann bannfærir einræðisstjórnir. Frelsi er ekki einungis einkaréttindi heldur og prófraun. Engin mann- leg stofnun hefir rétt til þess að svifta manninn því. (Stefnumark mannkyns) í Grímsey 1735, fekk Bægisá 1745, Stærra Árskóg 1734 og helt til ævi- loka (1763). Hann var dugnaðar- maður mikill, en óreglusamur og var talinn einn af bágstöddustu prestum í Vaðlaþingi árið 1756. Sæmundur prófastur Magnússon, sem átti að sjá um opinberar skrift- ir þeirra Einars og Herþrúðar, var sonur hinna margumtöluðu hjóna, Magnúsar Sigurðssonar í Bræðra- tungu og Þórdísar Jónsdóttur bisk- ups Vigfússonar. Hann var þá prestur á Fagranesi, en fekk Mikla- bæ árið eftir og helt til æviloka. Á.Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.